miðvikudagur, desember 15, 2004

'O mig auma
Já - ég varð fyrir því mikla áfalli um daginn að uppgötva að fínu gönguskórnir mínir eru ónýtir. Já ég á svona líka fína gönguskó (Demon) eins og meira og minna allir í familíunni hanns Egils eiga. Mínir eru svartir og fínir. En svo þegar ég ætlaði í þá um daginn þá sáum við að þeir eru að molna í sundur. Þá á ég við stykkið á milli sólans og leðursins er bara að molna í burtu. Ég og Egill keyptum okkur svona skó fyrir réttum þremur árum og skórnir hans eru ennþá í fínu lagi enda kostuðu þeir aðeins meira (eru brúnir). En hann er búin að nota sína margfalt meira en ég, á rjúpu, gæs og almennt slark. Þess vegna er ég alveg miður mín. Kannast einhver annar við að hafa lent í svona vandræðum með skóna sína. Ég er næstum alveg viss um að það er einhver þarna úti sem á svona skó eins og ég.
Allavegana - þá er ég búin að senda e-mail á verslunarstjórann í Everest og sendi sko myndir með því að þetta er nátturulega engin ending. Ég var reyndar ekki frek og fór ekki fram á neitt en það verður forvitnilegt hvað hún segir þegar hún sér þetta.
Annars er allt fínt að frétta.........jólagjafainnkaup eru að verða búin. Ég á reyndar í miklu basli með að finna jólakort sem eru ekki annaðhvort A4 á stærð eða eins og frímerki. Þetta er helv. vesen. En það verður gerð ferð í kvöld til að finna eitthvað af viti.
jæja - lærdómurinn bíður
Kv. R