þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Komin tími á blogg
Jæja -nú er búið að fjárfesta í vefmyndavél með míkrófón. Það er líka búið að hlaða niður SKYPE þannig að þeir sem vilja tala við okkur í gegnum það er velkomið að hringja. Ég veit nú samt eiginlega ekki alveg hvernig þetta virkar. Ég reyndi að tala við Láru vinkonu í gær en ég heyrði ekkert í henni en hún heyrði víst ágætlega í mér. Við ætlum að prófa aftur í dag og sjá hvort við fáum betri línu. En þau einu sem ég veit um að eru með þetta eru Lára og Rósa mágkona. Nú skora ég á alla að tæknivæðast og þá getum við hringst á eins og okkur lystir því að SKYPE er víst frítt.
Annars er vefmyndavélin aðallega fyrir afana og ömmurnar til að sjá barnabörnin. Ég held allavegana að engin hafi neinn sérlegan áhuga að sjá mig eða Egil. Allavegana var sýning á börnunum í gær þegar við fórum og´msn og töluðum við afa og ömmu í Hörpulundi. Þau fengu að sjá Eydísi í stuði og Einar æfa sig að sitja (gékk bara nokkuð vel svona þannig að ég monnti mig aðeins). Svona til að halda montinu áfram þá tók hann sit fyrsta formlega "skrið" um daginn. Hann hefur hingað til mjakað sér áfram á maganum og farið út um allt þannig. Inn á milli hefur hann sig upp á fjórar fætur en kemst ekkert áfram, ruggar sér bara. En um daginn gerðist það að hann fór á fjórar fætur og svo allt í einu færðist önnur hendin fram og hin á eftir og hann komst aðeins áfram. Þetta köllum við formlegt skrið, hefur gerst örsjaldan síðan þá. En hann er sem sagt á fullu að æfa sig að sitja og verður vonandi komin í form fyrir jólin.
Talandi um jólin, húfff. Við fórum og keyptum jólaskraut og seríur um síðustu helgi. Allt jóladót sem við eigum er náttúrulega í Lynghaga og ekkert til í Skotlandi. Þannig að það var bara rokið til og keypt smá dót, sérstaklega fyrir Eydísi, sem er orðin verulega spennt fyrir jólunum.
Hún er líka orðin rooosalega spennt fyrir afmælinu sínu og skilur eiginlega ekkert í því af hverju dagarnir líða ekki hraðar.
En jæja - ég á víst að vera að læra - verð að halda áfram
kv. Ragna