Gillí mannlausa
"Af hverju á Gillí engan mann??" spurði Eydís mig í kvöld.
"Ha" sagði ég "víst á Gillí mann, hann Palla".
"Nei, mamma Palli er ekki maðurinn hennar Gillíar, hann er vinnumaðurinn hennar"
(Hmmm hugsar móðirin og veit ekki hverju á að svara)
"Sko ég spurði Gillí hvort að Palli væri maðurinn hennar eða vinnumaðurinn hennar....og þá svaraði Palli að hann væri vinnumaðurinn hennar, þannig að hún á engann mann. Hvenær ætlar hún að fá sér mann???"
Við þessu átti ég engin svör og umræðuefnið dó út. En eftir sat ég og hugsaði hvort að þetta væri ekki bara satt og hvort að Gillí væri ekki bara heppinn að hafa vinnumann og geta líka verið að leita sér að manni. Ég meina, barnið setur skýrar reglur þarna á milli og fyrst Palli titlaði sig sjálfur sem vinnumann, er þá ekki Gillí laus og liðug. Maður bara spyr sig.
Nú, til hamingju Einar, en hann varð fimm mánaða í gær. Til hamingju Haukur svili en hann varð fimmtugur í dag.
Smá orðsending til Þórunnar Ellu: sko þessi kall sem var í síðasta bloggi. Hér er ég að tjá mig um frústrerasjónir mínar yfir því að þú varst ekki búin að blogga. Sérðu ekki svipinn með okkur.
Svo gerðist líka svolítið merkilegt í síðasta bloggi.......já haldið þið ekki að ÖLL skystkini hans Egils hafi sett inn comment og svo líka hún Þórunn Ella frænka hans. Þetta hefur nú bara aldrei gerst áður og þótti svoooo merkilegt að það þurfti að blogga um það. Svona eru dagarnir hjá mér tíðindalausir.
Við fengum sendingu að heiman frá tengdamömmu í gær. Ohhh.....það er alltaf jafn gaman að fá pakka frá Íslandi. Eins og venjulega var það ýmislegt kræsliegt. Afmælisgjöfin hennar Eydísar var þarna, pakki til Einars (sem hann ætlar að opna um leið og Eydís opnar sinn), dagblöð, suðusúkkulaði í baksturinn og nammi. Við Egill slefuðum yfir namminu en gerðumst svo sterk í anda og stungum því öllu inní skáp og ætlum að borða það um jólin. Sem minnir mig á eitt......ef einhver er í vandræðum með að finna handa okkur jólagjöf þá er hægt að gefa okkur nammi....t.d. nóa síríus konfekt, eða eina flösku af malt eða appelsín. Góð hugmynd.
Jæja - nú ætla ég að skríða í bólið og ná smá bjarnarlúr áður en að Einar vaknar og vaknar og vaknar.
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Djö. Helv.Blogg Í gær var ég búin að skrifa hei...
- Eydís og snjókerlingin í mikla
- Snjór, snjór og meiri snjór Í nótt féll fyrsti snj...
- Skype, veður og pepp já fyrir þá sem eru áhugasami...
- Eydís svakalega sterka og duglega - Fæðingar og fl...
- Hæhó Ég er bara rétt að láta vita að það eru loksi...
- Halló aftur Ég er með blússandi samviskubit því að...
- Jæja - nú er maður loksins komin fyrir framan tölv...
- Hæhó og dillidó...... ég er að koma heim Eins og e...
- Halló aftur - hér kemur smá "summary" af því sem á...
1 Comments:
cheap jordan shoes
north face outlet store
ralph lauren outlet
ray ban outlet
winter coats
ugg boots
lacoste pas cher
coach outlet
ralph lauren,polo ralph lauren,ralph lauren outlet,ralph lauren italia,ralph lauren sito ufficiale
the north face outlet
snapbacks wholesale
nfl jerseys
coach outlet online
ray-ban sunglasses
pandora outlet
uggs outlet
louis vuitton outlet online
ed hardy clothing
tods outlet
snow boots
mm1201
Skrifa ummæli
<< Home