mánudagur, nóvember 15, 2004

Eydís svakalega sterka og duglega - Fæðingar og fleira
Já - hún dóttir okkar kom okkur foreldrunum verulega á óvart á laugardaginn. Eydís sem er nú venjulega með mikla fóbíu gagnvart blóði og öðru því sem getur valdið sársauka tók sig til og kippti úr sér hinni frammtönninni í neðrigóm. Já - svo hló hún bara, náði sér í klósettpappír og hljóp upp til að sýna pabba sínum. Ég er sko alveg viss um að þetta gat ég ekki gert þegar að ég var fimm ára. Þó að maður hafi nú verið all-gassalegur á sínum tíma.
Já - þetta var dagur mikillar gleði hjá Eydísi því að tveir vinir hennar komu í heimsókn snemma á laugardagsmorguninn á meðan að mamma þeirra fór upp á fæðingardeild. Kl. 12 var svo barnið komið í heiminn......3 strákurinn í fjölskyldunni. Til nánari útskýringar þá eru þetta foreldrar Andresar sem er með Eydísi í bekk, en þau eru frá Argentínu. Ég fór svo í gær og skoðaði litla krílið og verður nú að segja að hann sé algert krútt með hrafnsvart hár og nánst svört augu.

Einar litli er farin að taka framförum í hoppurólunni sinni og tók sitt fyrsta alvöru hopp í gær og fannst það ferlega fyndið. Svo var eins og hann myndi ekki hvernig hann hefði gert þetta því að langur tími leið þar til hann endurtók leikinn. En nú held ég að hann sé komin upp á lagið með þetta og verður þetta vonandi mikið afþreyingartæki fyrir drenginn. Hann er komin a fulla ferð á maganum og skríður bara þangað sem hann langar til . Uppáhalds áfangastaðirnir eru forlát bastkarfa í stofunni þar sem geymdar eru bleyjur og blautbréf og svo gardínan sem hangir nánast niður á gólf. Það er hvorutveggja alveg upp við vegg sem fer svolítið í taugarnar á honum því að hann skallar vegginn ef og þegar hann missir jafvægið og verður ferlega fúll. Annars er hann harður af sér og tekur þessu öllu með engu jafnaðargeði heldur gólar bara af pirringi.

Jæja - af mér er það að frétta að ég er að drepast úr stressi því að ég á að hitta leiðbeinandann minn á fimmtudaginn að tala um rannsóknartillöguna mína. Ég veit ekkert á hverju ég á von og óttast hið versta. En þangað til verður maður bara að halda í sér (kvíðanum) og drullast áfram.
heilsur í bæinn, Ragna sístressaða