miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Jæja - nú er maður loksins komin fyrir framan tölvuna. Já, að koma heim er meira mál en maður gerir sér grein fyrir. Það þarf endalaust að vera að þvo, ganga frá smádóti osfrv. En mikið makalaust er nú gott að vera komin heim í heiðardalinn. Ég hefði aldrei trúað því að það yrði svona mikið að gera hjá okkur þennan mánuð sem við vorum heima. Fyrsta vikan var svona frekar róleg, heimsækja fjölskyldumeðlimi og koma sér fyrir. Önnur vikan var Egill ekki heima og því notaði ég tímann til að hitta mínar vinkonur og skoða nýju börnin sem komu í heiminn á meðan við vorum úti. Svo fórum við beint vestur og má segja að þar hafi líka verið stíft prógramm. Svo tók við undirbúingur fyrir skírnina sem var haldin þann 23. október og þegar það var afstaðið tók við hvert matarboðið á fætur öðru frá fjölskyldunum okkar. Þegar komið var að fimmtudegi voru allir útkeyrðir en þá átti eftir að pakka niður öllu hafurtaskinu. Við pökkuðum hluta í kassa (30kg) en samt vorum við með 27 kíló í yfirvigt (þurftum að punga út fyrir 16 kílóum). Allt í allt voru þetta tæplega 130 kíló af farangri........pælið í því.
En þetta reddaðist nú allt og ferðalagið gékk vel.

Helstu fréttir héðan eru þær að Eydís missti framtönn í neðri góm í gær (fyrsta tönnin sem dettur á eðlilegan hátt).......... eða eins eðlilegt og hægt er. Egill nefnilega kippti tönninni úr í gærkveldi enda var hún svo laus að við skildum eiginlega ekki hvernig hún gat lafað uppí munninum á henni. Þannig að þá eru fjórar tennur farnar og ein svakalega laus til viðbótar. Okkur Agli þykir þetta náttúrulega voðalega erfitt að horfa upp á það að eiga orðið svona gamla dóttur ...... við sem erum ennþá bara 25 ára.

Einar litli er búin að ákveða það að það sé ekki gott að sofa í Skotlandi. Áður en við fórum heim til Íslands svaf hann lítið sem ekkert á daginn en alltaf á nóttunni. Svo komum við heim og þá tók við þvílika reglusemin,,,, svaf allt að tveimur tímum í einu tvisvar á dag og að auki alla nóttina. Ferðalagið hefur kannski eitthvað ruglað hann því að nú neitar hann að sofa meira en hálftíma í einu á daginn og vaknar svona 3-4 sinnum á nóttunni. Við erum ekki alveg að skilja þetta. Ég vona bara að þetta fari bráðum að lagast því að ég er ekki að meika þetta næturbrölt.

Jæja ég held að þetta fyrsta blogg eftir langt frí verði ekki lengra í bili
bið að heilsa
Ragna og skríllinn