sunnudagur, september 26, 2004

Hæhó og dillidó...... ég er að koma heim
Eins og er á ég að vera að taka til og gera hreint en það er miklu skemmtilegra að blogga. Við eigum nefnilega von á gestum (gerist einu sinni á þriggja mánaða fresti) og þá er nú betra að skafa skítinn af gólfunum svona til málamynda. hehehe. Þórir og Kristján eru að koma á eftir, Þórir ætlar að klippa mig og lita þannig að allavegana hárið á mér líti vel út þegar ég kem heim þó að allt hitt sé í klessu. Egill var meira að segja að hugsa um að láta hann klippa sig líka.... undur og stórmerki gerast enn.
Ég held að þetta verði í síðasta sinn sem ég blogga áður en ég kem heim því að frá og með morgundeginum verður allur minn tími settur í það að pakka niður í ferðatöskurnar. Ég er nú þegar búin að hálffylla þrjár og á allavegana eftir að pakka í þrjár í viðbót. Við vorum mjög ánægð þegar við lásum það á vef Flugleiða að ungabörn mega hafa með sér 10 kg. í farangur, það veitir sko ekki af. Tvær og hálf taska eru fullar af jólagjöfum og restin er drasl af okkur. 'Eg var einmitt að segja það við Egil að það verður svolítið skrýtið að fara að pakka inn jólagjöfum í október,.... en íllu er víst best af lokið.
Jæja - ég hef eiginlega ekki neitt fleira að segja í bili.....best að fara að koma tuskunni á loft og ryksugunni í gang.
Heilsur í bæinn
Ragna og viðhengin