- Einar litli fór í sprautu og skoðun þann 16. sept og mældist 63 cm á lengd og 6,7 kg. Hann er sko stór þessi drengur. Hann er orðinn rosalega sperrtur og það skemmtilegasta sem hann veit er að standa uppréttur og reyna að labba. Ég meina það....!!! Hann er nú einu sinni bara 3 mánaða. EN hann tekur þessi fínu skref og allt. Svo finnst honum alveg hrikalegt að halla aftur á bak, hann vill bara sitja eða standa. En hann er farinn að sofa betur úti í vagni á daginn og tekur tvo lúra svona 1 til 1 1/2 klst. í senn. Hann er líka farin að sofa lengur á nóttunni alveg frá 22,00 til 06,00 og svo aftur til 09,00. Það er nú ekki slæmt fyrir svona lítinn kút.
- Eydís mín er alltaf jafn hress og kát. Hún er orðin stolt mamma af Baby Born en hún fékk hana í fyrirfram afmælisgjöf frá afa Einari og ömmu Kiddý þegar að Einar fæddist. Fyrst var hún ekkert sérstaklega hrifin af henni en allt í einu fyrir skömmu tók þetta mikinn kipp. Hún er orðin svo mikil mamma að hún háttar "Önnu" á hverju kvöldi og klæðir hana svo aftur í á morgnana. "Anna" þarf að fara allt með okkur og fer reglulega út klædd í fötunum hans Einars. Við erum voðalega ánægð með að hún sé farin að leika sér að henni enda var þetta "Barbie" dæmi orðið svolítið einhæft. Gott að fá smá tilbreytingu.
- Ég var rosalega dugleg síðasta laugardag og kláraði nánast ritgerðina mína. Nú á ég bara eftir að skrifa inngang og summary og klára spurningalistann. Ég verð enga stund að því. Svona af því að ég var svo dugleg þá fór Egill og sótti ferðatöskurnar af háaloftinu. Það mátti ekki seinna vera því að nú eru bara 10 dagar þangað til að við komum heim. Líka mátti það ekki seinna vera því að það er svooooo vond lykt af töskunum eftir að hafa verið þarna uppi að ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Kann einhver ráð við að losna við vonda lykt úr ferðatöskum???? Allar tillögur vel þegnar.
- Hey-hey - ég gleymi alveg að segja ykkur frá því allra mikilvægasta!!! Við höfum semsagt formlega unnið fullnaðarsigur á Tryggingarstofnun. Þeir sem hafa verið að lesa bloggið vita að við erum búin að standa í verulegu stappi við TR til að fá greiddan fæðingarstyrkinn. Þeir eru búnir að láta þetta fara fyrir lögfræðing aftur og aftur og voru sífellt að biðja um einhver blöð og kvittanir héðan frá Skotlandi (nota bene: það stóð hvergi á umsókninni að við þyrftum að skila inn þessum blöðum). En við gáfumst ekki upp, hringdum mörgum sinnum í viku og að lokum fengum við aðra manneskju til að sjá um málið fyrir okkur. Þá fór þetta loksins að ganga. Hún hafði samband af fyrra bragði (óheyrt innan Tryggingarstofnunar) og virtist hreinlega vera með einhverju viti. Að lokum fengum við tölvupóst þar sem sagt væri að þetta væri frágengið og við fengum styrkinn. Jibýý - Jeiiiii. Loksins getur maður hætt að hafa áhyggjur af því að maður væri að fara á hausinn. Til hamingju til okkar.
- jæja - nú er ég hætt í bili - hef ekki meira að segja.
Kv. Ragna
1 Comments:
canada goose uk, thomas sabo, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, ugg boots uk, louis vuitton, karen millen, pandora jewelry, coach outlet, moncler outlet, doudoune canada goose, converse outlet, ugg pas cher, michael kors handbags, moncler, toms shoes, replica watches, canada goose, marc jacobs, wedding dresses, barbour, moncler, moncler, supra shoes, swarovski, michael kors outlet online, ugg,ugg australia,ugg italia, sac louis vuitton pas cher, links of london, moncler, canada goose outlet, lancel, moncler, doke gabbana outlet, louis vuitton, juicy couture outlet, pandora charms, barbour jackets, moncler, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, pandora charms, michael kors outlet, swarovski crystal, moncler, canada goose, canada goose, pandora jewelry, bottes ugg, hollister, montre pas cher
ninest123 10.31
Skrifa ummæli
<< Home