fimmtudagur, september 02, 2004

Halló

  • Það brast á með sól og blíðu um leið og Gillí og Þórunn Ella fóru frá okkur. Er þetta ekki týpískt. Það var nú heldur betur sjokkið sem við fengum öll daginn sem að þær fóru. Áætlað var að vakna rétt rúmlega fjögur um morgunin og skutla þeim á lestarstöðina, en viti menn, allir sváfu yfir sig og Egill rauk á fætur klukkan 05,15 og lestin átti að fara klukkan 05,28. Það varð uppi fótur og fit og reynt að ná lestinni en þegar mannskapurinn var komin út í bíl þá var það ljóst að það myndi ekki nást. Úr varð að stelpurnar tóku seinni lest sem var komin til Glasgow kl. 09,15 og það var tíminn sem þær áttu að tékka sig inn. En sem betur fer þá reddaðist þetta allt saman og nú eru þær komnar heim til Íslands í faðm fjölskyldunar.
  • Einar litli fór í mjaðmaómun í gær og sem betur fer þá er allt í góðu með beinin hans þannig að hann þarf ekki að fara í spelku. Þetta var mikill léttir fyrir foreldrana. Hann fékk líka graut að borða í gærkvöldi og var alveg vitlaus í hann. Það gerði það að verkum að hann svaf frá 23,00 til 07,00. Þá fékk hann sér smá að drekka og svaf aftur til 09,00. Annars er hann rosalega góður þó hann sofi lítið á daginn.
  • Eydís mín er byrjuð í ballett og fílar sig alveg í ræmur í bleikum leikfimisbol, bleikum tátiljum og með snúð í hárinu. Hún vaknaði í morgun og sýndi okkur lausa framtönn í neðri góm. Það lítur út fyrir að hún verði alveg tannlaus að framan um jólin. Þau verða flott saman á jólamyndunum, Eydís og Einar.

En allavegana, það eru komnar nýjar myndir á netið, gjörið svo vel að skoða.

Kveðjur í bili Ragna