fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Halló aftur
Því miður gengur ílla að skrifa reglulega á þetta blessaða blogg en það fer vonandi að lagast þegar að Einar litli fer að komast í meiri reglu á daginn.
Það hefur ýmislegt á okkar daga drifið að unanförnu. Á sunnudaginn lögðum við af stað til Edinborgar í svartri þoku til að fara í dýragarðinn. Eftir því sem við nálguðumst Edinborg fór að létta til og þegar við komum í dýragarðinn var komin glampandi sól og glæsilegt veður. Við gengum um og skoðuðum dýrin í rétta þrjá klukkutíma og keyrðum svo aftur heim. Á leiðinni þykknaði þokan og var leðinda veðir í Aerdeen þegar heim var komið. Á mánudeginum fór ég svo með Eydísi og Rakel í sirkus. Hér var nefnilega staddur svaka stór rússneskur sirkus og þar sem að ég er svo mikið barn í mér langaði mig endilega að sjá herlegheitin. Mér hefur alltaf þótt gaman af því að fara í sirkus og þetta var engin undantekning. Eydís mín sat stjörf í sætinu sínu og klappaði gífurlega fyrir hverju atriði. Rosalega skemmtileg.
Nú síðan þá hafa verið rólegir dagar en um næstu helgi er hér rosalega stór markaður og við reynum sennilega að kíkja á hann. Veðrið fer skánandi hérna (búið að lafa þurrt en skýjað og kalt) og spáð góðu veðri framundan, sem betur fer. Ég var sko alveg búin að fá nog af þessu leiðindaveðri sem er búið að lafa á okkur síðan um miðjan júní.

Jæja - ætla að fara að útbúa hádegismat fyrir minn heittelskaða eiginmann.
Kv. Ragna