mánudagur, júlí 05, 2004

Sælinú, Egill hér. Það er orðið langt um liðið síðan ég bloggaði síðast. Trúi að síðan hafi ég orðið ári eldri og faðir í annað sinn og gott ef ég hef bara ekki gift mig síðan. Og hananú. Fleira en að ofan greinir hef ég svosem fréttnæmt og það sem upp gæti komið eru aðrir mér færari að segja frá. Ég hef hins vegar lært nokkuð nýtt í ?skosku?, sumsé að segja eitthvað á þá leið í spurnarformi hitti maður kunningja sinn á förnum vegi: ?fús jer dús?, sem yrði annað hvort svarað ?æ pikk?n? eða ?ní pikk?n?. Það verður þó að taka fram að þessi mállýska er bundin við Aberdeen. Nú, hugmyndin var sumsé að stofna til samkeppni um hvað þessi ósköp nú þýða. Fyrir rétt svör eru sérvalin skosk verðlaun sem samanstanda að sjálfsögðu af engu.
Cheers
Egill