Greetings from Aberdeen
Ohhh - krakkar, þið vitið ekki hvað það er búið að vera gott veður hjá okkur undanfarið. Þetta er búið að vera algerlega frábært. Það liggur svona í 20 - 25°c yfir daginn (hitaskúrir koma reyndar inn á milli). Í morgun kl. 08,00 var td. 18 stiga hiti í skugga.
Helgin var nú ekki viðburðarík hjá okkur hjónakornunum en því mun viðburðaríkari hjá Eydísi. Hún byrjaði laugardaginn með því að æfa sig að hjóla án hjálpardekkja með pabba sínum og það gékk bara nokkuð vel verð ég að segja. Hún datt nú nokkrum sinnum en þar sem þau æfðu sig á grasi þá gerði það ekki til. Síðan náði hún líka valdi á húlahringnum sem ég keypti handa henni um daginn og "húlaði" nánast allan sunnudaginn. Laugardagurinn var nú svoooo heitur að Egill náði í litlu sundlaugina sem að Hafdís hafði gefið henni og fyllti hana af vatni og Eydís fékk sér smá sundsprett. Á laugardagskvöldið komu Kristján og Þórir til okkar í grill og grilluðum við kjúkling og svínariff,,,,,slurp.
En myndirnar af helginni má sjá í nýja myndaalbúminu mínu online, smellið bara á linkinn "MYNDIR" hérna til hliðar.
Bið að heilsa í bili
Ragna
mánudagur, júní 07, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Vegna fjölda áskorana eru komnar fleiri myndir á n...
- Hæ - bara láta vita að það eru nýjar myndir komnar...
- Nú sit ég hérna nýstrípuð og fín. Já Þórir klippt...
- Hæhó - Enn og aftur er frídagur á Íslandi en ekki ...
- Halló Fyrir þá sem hafa áhuga þá er þetta hundraða...
- Hæ aftur - það verður seinkun á heimsókn Hildar og...
- HÆ. Til þess að svara spurningu Gillíar um það hve...
- Halló - ég fékk comment á bloggið mitt þar sem stó...
- Jæja - nú leyfist mér formlega að tilkynna það að ...
- Úff- mikið svakalega er ég brunnin á öxlunum. Já -...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home