Jæja - nú leyfist mér formlega að tilkynna það að stórgáfaði eiginmaður minn fékk styrk frá Rannís um daginn. Ég er þvílíkt monntin af honum. Hann er svo KLÁR..... ;-)
Þetta hefur mikið að segja um okkar fjárhag enda LÍN ekki hagstætt til langs tíma.
Nú að öðru.... við unnum stóran sigur á Aberdeen City Council nú fyrir nokkur. Þannig er málið að hér þarf að borga svo kallaðan Council Tax sem eins eins og útsvar og fasteignaskattur heima á Íslandi. Nema að hérna borgar maður fyrir það húsnæði sem þú býrð í og upphæðin fer eftir verðmæti hússins/íbúðarinnar. Þannig að ef þú býrð í hreysi borgar þú lítið en ef þú býrð í íbúð eins og við gerðum þá þarf maður að borga um 160000Þ á ári. Egill þarf ekkert að borga því að hann er í fullu námi en ég þurfti að borga frá mars til september á meðan ég var í náminu heima en bjó í Skotlandi. Okkur fannst þetta ekki rétt því við vissum að það væri tvísköttunarsamningu á milli landanna. Það endaði á því að við komumst í samband við indælann mann í Edinborg sem gegnir því hlutverki að vera Consúll Íslands. Hann sagði okkur það að hann hefði áður reddað fólki í okkar stöðu með Council Tax og skrifaði bréf sem við afhentum yfirvöldum . Og viti menn............þeir tóku þetta allt saman gillt og endurgreiddu okkur það sem við vorum búin að borga. Það var sko ekki verra. Mér finnst nauðsynlega að greina frá þessari sögu því að þetta er búið að taka okkur ár að fá yfirvöld til að viðurkenna að þessi tvísköttunarsamningur er til í alvörunni en ekki eitthvað sem við Egill bjuggum til.
Nú - en jæja - ég á ekki von á að margir lesi bloggið mitt núna því að það er víst uppstigningardagur heima á Íslandi. (engin svoleiðis fíntheit í Skotlandi)
Bið að heilsa
Ragna
miðvikudagur, maí 19, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Úff- mikið svakalega er ég brunnin á öxlunum. Já -...
- Jæja - hérna eru myndirnar sem ég var búin að lofa...
- Gleðjist nú vinir nær og fjær...............Ragna ...
- Helv. djö. andsk........ Ég var búin að skrifa óge...
- Hallo Slaemar frettir af Internetstodu okkar Aberd...
- Hallo - nu verda sagdar helgarfrettir (a thridjude...
- Hae ho. Eins og sest tha erum vid ekki enntha komi...
- Hallo Jaeja, eg er semsagt aftur maett i vinnuna. ...
- hae, her - nuna erum vid flutt. Ja, vid svafum fy...
- Hæhó 'I dag er merkisdagur fyrir margt fleira en a...
1 Comments:
ninest123 10.31
michael kors outlet, tiffany jewelry, replica watches, michael kors outlet, louis vuitton outlet, prada handbags, michael kors outlet, jordan shoes, polo ralph lauren outlet, prada outlet, kate spade outlet, louis vuitton, chanel handbags, louis vuitton, michael kors outlet, ray ban sunglasses, coach outlet, christian louboutin outlet, burberry outlet online, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, polo ralph lauren outlet, oakley sunglasses, tiffany and co, nike air max, ugg boots, ugg boots, replica watches, nike air max, louboutin outlet, kate spade handbags, cheap oakley sunglasses, nike outlet, ray ban sunglasses, louboutin, burberry, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, gucci outlet, nike free, longchamp outlet, oakley sunglasses, longchamp outlet, tory burch outlet, michael kors, louboutin shoes, louis vuitton, ugg boots, michael kors outlet
Skrifa ummæli
<< Home