miðvikudagur, maí 26, 2004

Hæ aftur - það verður seinkun á heimsókn Hildar og Palla en þau ætla að koma þarnæstu helgi. Palli er að vinna að lokaverkefninu sínu og kemst ekki frá. Það hentar eiginlega bara betur því að Egill er líka á fullu að "skanna" (hvað sem það nú er) og má eiginlega ekki við neinu fríi í bili.
Við ætluðum að setja saman rimlarúmið í gærkvöldi en það gékk ekki því að það vantaði allar skrúfurnar í rúmið. Algjör bömmer. Þær hljóta að hafa dottið úr pakkanum á öllum ferðalögunum. Egill ætlar að sjá hvort hann geti fundið svona skrúfur og tappa í búðunum hérna annars verðum við að reyna að hafa samband við þá í Rúmfó til að athuga hvort að þeir geti sent okkur skrúfupakka. Bömmer. En samt ágætt að þetta fattaðist snemma en ekki rétt áður en að krílið kemur í heiminn.
Annars var ég í skoðun hjá ljósmóðurinni í 36 vikna skoðun í gær og allt lítur vel út. Barnið er enn með kollinn í réttri stöðu en er ekki ennþá búið að skorða sig. Ég sjálf hef það fínt.....búin að þyngjast um rétt 10 kg. og er bara alveg rosalega ánægð með það. (ég þyngdist um rúm 20 kg þegar ég gékk með Eydísi) Annars var Egill að hóta mér því að hann ætlaði að fara að taka nýjar bumbumyndir af mér og ég setja þær á netið ef þær fá samþykki ritstjóra þessa bloggs (semsagt ég).

Já - og til að koma í veg fyrir frekari miskilning og pælingar þá vitum við ekki kynið á barninu. Við aftur á móti viðurkennum það fúslega að við tölum oftum krílið sem strák...........EN það gerðum við líka þegar Eydís var á leiðinni og sjáið þið bara!!!!!! Þetta kemur allt í ljós eftir nokkar vikur.

Jæja - best að hlaða í aðra þvottavél og undirbúa að fara að strauja.
síjúleitier
Ragna