mánudagur, maí 24, 2004

HÆ. Til þess að svara spurningu Gillíar um það hver Hildur og Palli eru þá eru þau vinahjón Ágústu vinkonu minnar. (Ég kynntist líka Hildi þegar ég var í háskólanum) Þau búa núna í Stirling með börnunum sínum tveimur og eins og glöggir lesendur bloggsins muna þá heimsóttum við þau í febrúar á þessu ári. Þau eru semsagt að hugsa um að endurgreiða heimsóknina og ætla að koma næstu helgi.

Nú helgin leið viðburðarmikil eins og venjulega. Það var rosalega gott veður (eins og venjulega) og við drifum okkur að slá grasið og setja saman forlátan garðbekk sem Egill keypti á slikk í skosku "húsasmiðjunni". Við Eydís dunduðum okkur við að viðarverja hann á meðan að Egill sló og svo var sett saman. Nú laugardagurinn var merkilegur af því leyti að ég losnaði við ískápinn af miðju eldhúsgólfinu því að Egill var svo duglegur að hann kláraði að útbúa gatið sem skápurinn átti að fara í og hann að sjálfögðu smellpassaði þar inn. Svo komu Atli og Jóhanna til okkar um fimmleytið og það var byrjað að súpa bjór og aðra góða drykki úti í garði. Svo var grillað á tveimur grillum og við sátum úti í góða veðrinu til klukkan 22,00 en þá var komin tími til að hátta stelpurnar (Guðrún fékk að gista hjá Eydísi) og við færðum okkur inn í kjölfarið. Á sunudaginn keyrðum við svo með Atla og Jóhönnu til Stonehaven (lítill bær sunnan við Aberdeen) þar sem stelpurnar léku sér á ströndinni og sulluðust í sjónum á meðan að foreldrarnir skelltu sér á næsta pöbb og fengu sér eina pintu með sér út. Þetta er rosalega sætur lítill bær og maður slappar einhvernvegin algerlega af (á meðan maður drekkur bjórinn) Tek það fram að ég var reyndar bara í diet kókinu.
Svo fórum við heim til þeirra þar sem var aftur grillað.......sumarið er sem sagt komið hjá okkur. Geggjuð helgi.
Núna í morgun vöknuðum við, og það var komin rigning. Merkilegt hvað góða veðrið virðist alltaf hitta á helgarnar hérna úti í Skotlandi. Og samvkæmt veðurspám á netinu (eru nú ekki alltaf að marka) á að hlýna aftur á fimmtudaginn og vera komið glimrandi veður á föstudaginn. Krossleggja fingur að það haldist.

Nú planið fyrir vikuna er nú lítið. Alger afslöppun.....ekkert stress. Egill aftur á móti er rosalega bissí í skólanum núna þannig að hann verður sennilega lítið heima. En við Eydís erum líka búin að plana stórþvott (þvo ungbarnafötin), ætlum að setja saman rimlarúmið og kaupa helstu ungbarnanauðsynjar s.s pela, snuddur, bleyjur og annað.

Jæja - ég er undir ströngum fyrirmælum að fara aftur að sofa.......og það er best að hlyða því.
Bið að heilsa í bili
Ragna