föstudagur, maí 21, 2004

Halló - ég fékk comment á bloggið mitt þar sem stóð að skrifin mín um C'uncil Taxinn væru óskiljanleg. Ég er reyndar alveg hjartanlega sammála því. En þetta var eitthvað sem mér lá mikið á hjarta og fannst einhvernvegin á þeim tímapunkti nauðsynlegt að skrifa um. Enda alltaf stórsigur þegar maður fær viðkomandi yfirvöld til að viðurkenna mistök og endurgreiða sér pening.

Að öðru.......í dag skila ég síðustu ritgerðinni minni......jibbíííí...!! Þá er bara eftir að skrifa rannsóknartillöguna (4000þ orð) og svo eitt stykki mastersritgerð.... en... den tid den sorg.
Hér er ennþá voðalega fínt veður...rigning einn daginn og glampandi sól þann næsta. Það besta við þetta allt saman er að það er eiginleg alltaf logn sem þýðir - gott veður. Atli og Jóhanna ætla að koma í mat til okkar á morgun og Guðrún ætlar síðan að prófa að fá að gista hjá Eydísi. Svo helgina eftir það koma vonandi Hildur og Palli með krakkana frá Stirling. Nú eru ekki nema rétt fjórar vikur í nýja krílið og best að nýta tímann og gera eitthvað skemmtilegt.

Jæja - best að fara að drífa sig upp í skóla og skila inn þessari ritgerð. Best að klára svona lagað sem fyrst.
Bið að heilsa í bili
Ragna