Nú sit ég hérna nýstrípuð og fín. Já Þórir klippti mig og litaði í gær. Nú er allavegana hárið tilbúið fyrir fæðinguna.
En ég ætlaði nú aðallega að segja frá símakorti sem er víst voðalega sniðugt. Mamma er nefnilega búin að kaupa sér svona kort til að geta talað við allar dæturnar sínar sem eru þessa stundina allar í útlöndum. (TK að vinna í USA í sumar og Bertha systir í fríi með stóru stelpurnar sínar, líka í USA). Þetta kort er sem sagt ódýrt og maður getur víst talað heillengi. (hafa samband við mömmu mína ef ykkur vantar fleiri upplýsingar)
Já - þetta var sem sagt tilkynning til þeirra sem hafa áhuga á að hringja til okkar (eða til einhverra annarra í útlöndum) og þurfa ekki að borga mikin pening.
Annars er ég alltaf að verða hrifnari og hrifnari af þessu landi. Vissuð þið það að börn fá ókeypis tannlækna- (og lækna-)þjónustu hérna. Svo fæ ég líka ókeypis tannlæknaþjónustu á meðan ég er ófrísk og í ár á eftir að ég er búin að eiga. Makalaust.
Jæja - ekki fleiri fréttir í dag
Bið að heilsa, kv. R
miðvikudagur, júní 02, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Hæhó - Enn og aftur er frídagur á Íslandi en ekki ...
- Halló Fyrir þá sem hafa áhuga þá er þetta hundraða...
- Hæ aftur - það verður seinkun á heimsókn Hildar og...
- HÆ. Til þess að svara spurningu Gillíar um það hve...
- Halló - ég fékk comment á bloggið mitt þar sem stó...
- Jæja - nú leyfist mér formlega að tilkynna það að ...
- Úff- mikið svakalega er ég brunnin á öxlunum. Já -...
- Jæja - hérna eru myndirnar sem ég var búin að lofa...
- Gleðjist nú vinir nær og fjær...............Ragna ...
- Helv. djö. andsk........ Ég var búin að skrifa óge...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home