föstudagur, júní 11, 2004

Halló - hérmeð tilkynnist að ég á besta eiginmann í heimi. Hann kom heim í hádeginu á þriðjudaginn, skellti í eina rúgbrauðsuppskrift, allt í stóra dollu og inn í ofn. Í hádeginu daginn eftir nutum við þess að borða nýbakað rúgbrauð með eggjum og tilheyrandi. Það eina sem vantaði var hangikjötið. Í gær var svo gerð tilraun til að baka flatkökur en eitthvað var uppskriftin vitlaus (eða bakararnir) því að það tókst ekki. En maður deyr ekki ráðalaus, Egill fór bara á netið og fékk sér nýja uppskrift sem verður sennilega reynd í kveld. Ég var komin í svo mikið stuð að ég vildi helst fara og baka kleinur en það kom víst ekki til greina vegna brækjunnar sem leggur um húsið. Ohhhh..........

En sem sagt.....nú er til nóg af rúgbrauði sem endist sennilega fram að áramótum.

Af okkur er annars allt fínt að frétta, skólinn hjá Eydísi var lokaður í gær vegna kosninganna og við Eydís skemmtum okkur með því að fara í parkinn og svo í smá búðarráp. Það má ekki sleppa okkur lausum því þá erum við farnar að eyða pening.
Annars vorum við að fatta það að nú er að byrja mikil samkeppni innan súpermarkaðanna að bjóða sem ódýrastann bjór. Já - heimsmeistarakeppnin í fótbolta er að byrja og allir vilja að maður versli bjórinn hjá sér. Ég fór í dýrustu búðina í bænum um daginn (Sainsburys) og þar var kassinn af "Stellu" í flösku á 11 pund (24 flöskur í kassanum) en það gerir um 60 kr. flaskan. Svo sá ég tilboð þar sem annar súpermarkaður bauð kassann á 9 pund en það gerir 48 kr. flaskan. Egill er í 7-himni.

En stuðnings- og baráttukveðjur vil ég senda til endurlífgaðra bloggara sem byrjuðu aftur að blogga í vikunni. Go girls.

Hætt í bili
Ragna