þriðjudagur, júní 08, 2004

Já nú hefnist mér fyrir að hafa verið að monta mig af góða veðrinu. Það er búin að vera rigning en hitinn samt liggur í 15 °c. Þeir eru nú samt að spá heitasta degi ársins í London í dag en þar er hitinn kominn í 30°c og þeir halda að það verði jafnvel heitara seinnipartinn.
Já - spáin hér er rigning alveg fram að helgi.
Helgin hjá okkur er orðin vel pökkuð því að Eydís er að fara í afmæli bæði á laugardaginn og sunnudaginn. Svo erum við öll boðin í þrítugsafmælið hjá Jóhönnu á laugardagskvöldið. Það á að grilla (ef að veður leyfir) og hafa það gott.
Nú annars er allt fínt að frétta og allir eru við fulla heilsu. Eins og sést þá hef ég nú ekki mikið að segja en rembist nú samt við að blogga til að geta skotið stíft á aðra bloggara sem blogga minna (eins og Kolla vinkona og Ella sem eru greinilega komnar í sumarfrí). Aldrei þessu vant koma regluleg blogg frá TK litlu systir en hún er núna stödd í USA og er að skemmta sér og vinna. (aðallega samt að skemmta sér sýnist mér). Það er allt fínt að frétta af henni og hún plummar sig sko sannarlega. 'Eg spái því nú að hún eigi eftir að flytja þangað innan skamms........buhuhu.

Nú - Eydís okkar heldur áfram frægðarsól sinni gangandi í skólanum og er sífellt að koma okkur á óvart með hvað hún kann orðið af enskum orðum. Hún er sko farin að kenna okkur meira heldur en maður gerði ráð fyrir. Hún nær í alls konar skemmtileg orð í skólanum sem maður hefur aldrei heyrt áður.
Jæja - best að hætta þessu bulli í bili....skrifa meira bráðum
Kv. Ragna