laugardagur, júlí 17, 2004

Fréttir dagsins eru þær að hún Eydís greyið lennti í smá slysi í fyrradag.  Hún var að sýna listir sínar í dansi á stofugólfinu og naut um teppi sem þar var og datt með andlitið beint á lítinn fótstól.  Úr þessu blæddi þessi líka þessi hellingur og við fórum með hana strax upp á slysó.  Þar (eftir langa bið) var úrskurðað að þær tennur sem urðu fyrir högginu væru of lausar og það yrði að taka þær (enda löfðu þær bara lausar á einhverjum tætlum). Það varð úr að greyið var deyfð þarna klukkan eitt um nóttina og svo voru þrjár tennur dregnar úr henni.  (árangurinn má sjá á myndasíðunni okkar undir albúminu "Afi og amma í heimsókn").
En hún er eiturhress og finnst ekkert að því þótt vanti framtennurnar því að hún veit að fullorðinstennurnar eru skammt undan.  Það var nú helsta ástæða þess að það þurfti svona lítið högg til að losa tennurnar.  Ræturnar á barnatönnunum voru næstum því alveg farnar sem er merki þess að fullorðinstennurnar eru bara rétt fyrir ofan. 
Annars er allt fínt að frétta, Einar farin að sofa betur á nóttunni og er rosalega duglegur að drekka og kúka (verður ekki að segja frá öllu sem hann kann??). 
Jæja - verð að þjóta, erum á leiðinni niður í bæ að skoða okkur um.
Bæ í bili
Ragna