fimmtudagur, september 16, 2004

Hæ - hér er það Ragna Elíza Kvaran sem talar. Takið sérstaklega eftir nafninu Elíza en það varð nýverið svo að nafnið mitt var loksins skráð rétt í þjóðskránni en í 30 ár hefur það verið skráð Eliza !!! Eftir að mamma og ég vorum búnar að skrifa bréf, hringja og bögga alla verulega þá var þessu loksins breytt. Kallinn hjá þjóðskrá var nú verulega tregur til að breyta þessu og sagði að hann gæti nú ekki betur séð að ég hefði skrifað Eliza á giftingarvottorðið mitt. Þvílíkur dóni. Ég heiti Elíza og það stendur skýrum stöfum á skírnarvottorðinu mínu. En semsagt - nú er það breytt og allir ánægðir - nema kallinn á þjóðskránni.

Annars er fátt til tíðinda hér annað en að veðrið er orðið leiðinlegt....rok og rignin. Ég held að góða veðrið sé að færa sig til Íslands og gera sig klárt fyrir heimkomu okkar.
Jæja- bless í bili
Ragna