miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Skype, veður og pepp
já fyrir þá sem eru áhugasamir þá var ég að enda við að downloda Skype (skype.com) en fyrir þá sem ekki vita þá er þetta tæki sem gerir manni kleift að tala saman í gegnum tölviuna. Nú á ég bara eftir að kaupa míkrófón og þá er ég ready. Reyndar er ég að gæla við að kaupa líka web-cam þannig að þið getið séð elsku börnin mín og fylgst með hvað þau eru frábær!!! Nú hvet ég bara sem flesta til að hlaða niður Skype og svo getum við talað saman alveg eins og okkur lystir, ójá.
Nú - ég tek sérlega eftir því að veðrið á Íslandi er ekki alveg upp á sitt besta og verð bara að segja að ég er hæstánægð með minn 7 stiga hita, logn, skin og skúri. Mig kvíður mikið fyrir þegar fer að kólna verulega hérna því að ég veit ekkert hvernig þetta hús á eftir að verða miklum kulda. Eins og ég hef kannski áður sagt þá hefur ekki verið gert mikið til að einangra þetta hús þó að það sé nú byggt íúr graníti. Hurðinar eru ekki með þröskuldum og hægt var að stinga hendinni undir hurðina í eldhúsinu alla leiðina út. Getið þið ýmindað ykkur hvað geta komist mikið af pöddum undir svona. Þannig að Egill greip bara til þess ráðs að setja bara plötu fyrir hurðina og kítta svo í. Strax varð mikill munur á hitastiginu í eldhúsinu og vonandi á þetta eftir að gefa góða raun.
Mikið fannst mér nú gott á fá commentin núna síðast og hefur það helling að segja í að byggja upp annars niðurbrotið egó og sjálfstraust. Ég held mig nú þó við það að búast við því versta því að ef að niðustöðurnar eru neikvæðar þá verður maður allavegana ekki vonsvikin.
Ragna í yfirstressi (fundurinn er í fyrramálið).