Snjór, snjór og meiri snjór
Í nótt féll fyrsti snjórinn í Aberdeen. Hér er allt hvítt og það er rosalega fallegt veður. Eydís vaknaði og leit út um gluggan og sagði "Ohh my god" og sá greinilega fyrir sér snjókallagerð, sleðaferðir og margt fleira. En því miður virðist sem að þetta verði skammvinn sæla því að snjóinn á að taka upp á sunnudaginn, jafnvel fyrr. Nágrannakona mín horfði furðulostin á mig þegar ég fór með Einar út í vagninum til að láta hann sofa í morgun. Hún er ekki að skilja þessa hörku að láta barnið sofa úti og hefur sennilega fundist ég vera pynta drenginn í morgun. Ég reyndi að útskýra fyrir henni hvernig þetta væri gert á Íslandi og að hann væri alveg örugglega vel klæddur ofaní vagninu. Og að vagninn væri vel einangraður og honum yrði örugglega ekki kalt. Ég held samt að ég hafi ekki sannfært hana um að þetta væri allt í lagi. EN hvað um það.. Einar heldur samt áfram að sofa vel í vagninum og ílla á nóttunni.
Haldið þið ekki að kallinnn hafi farið á fjórar fætur í morgun og "skriðið" tvö skref áfram áður en hann hlunkaðist á magann. Egill var líka til vitnis um þetta þannig að þetta er ekki rugl frá stoltri móður. Hann er líka að æfa sig að sitja einn og setur setið í augnablik áður enn hann fellur til jarðar aftur. Já - þetta er fljótt að líða og áður en maður veit af þarf maður að setjahlið á stigann og passa verðmæta hluti (sem eru reyndar ekki til á þessu heimili).
Jæja - fundurinn fór ekki eins vel og ég vonaði en var samt ekki eins slæmur og ég óttaðist. (meikaði þetta sense??). Hann sem sagt var mjög spenntur fyrir rannsókninni og var mjög jákvæður gagnvart tillögunni minni. Hann vildi aftur á móti að ég bættivið fleiri spurningum og til þess að fá betri "feeling" gagnvart spurningunum sem ég vil fá svar við þá vill hann að ég taki símaviðtal við forstöðumann einhvers almenningsbókasafns. En það ætti svo sem ekki að vera mikið mál þannig að ég hespa þessu af á næstu vikum.
Jæja - nú verð ég að halda áfram að taka til því að við eigum von á gestum í mat. Já við þekkjum fólk sem vill heimsækja okkur.......eða þannig. Við þekkjum þau sko ekki, heldur er þetta íslendingur sem er hérna í mastersnámi og konan hans og dóttir (2 ára) eru í heimsókn. Egill hafði samband við hann um daginn og ákvað svo bara að bjóða þeim í mat. Svo skilst mér að konan og dóttirin flytji hingað út eftir áramót. Þannig, best að haska sér.
Bið að heilsa, R
föstudagur, nóvember 19, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Skype, veður og pepp já fyrir þá sem eru áhugasami...
- Eydís svakalega sterka og duglega - Fæðingar og fl...
- Hæhó Ég er bara rétt að láta vita að það eru loksi...
- Halló aftur Ég er með blússandi samviskubit því að...
- Jæja - nú er maður loksins komin fyrir framan tölv...
- Hæhó og dillidó...... ég er að koma heim Eins og e...
- Halló aftur - hér kemur smá "summary" af því sem á...
- Hæ - hér er það Ragna Elíza Kvaran sem talar. Tak...
- JÆja - þá eru jólagjafirnar komnar í hús. Laugard...
- Jæja - þá er það ákveðið, þessari helgi verður var...
1 Comments:
cheap jordan shoes
north face outlet store
ralph lauren outlet
ray ban outlet
winter coats
ugg boots
lacoste pas cher
coach outlet
ralph lauren,polo ralph lauren,ralph lauren outlet,ralph lauren italia,ralph lauren sito ufficiale
the north face outlet
snapbacks wholesale
nfl jerseys
coach outlet online
ray-ban sunglasses
pandora outlet
uggs outlet
louis vuitton outlet online
ed hardy clothing
tods outlet
snow boots
mm1201
Skrifa ummæli
<< Home