Jæja - nú fara jólin bráðum að koma.
Ég er að fara yfirum í jólainnkaupum enda aldrei þurft að kaupa jafn margar jólagjafir. Það varð nefnilega ákveðið að við myndum bara kaupa jólagjafirnar fyrir okkur og krakkana frá öfunum og ömmunum hérna úti. Enda ekkert vit í öðru því að bæði fær maður meira fyrir peninginn hérna og svo er sendingakostnaðurinn svo himinnhár að það er bara fáránlegt. Þannig að ég er búin að arka í allar búðirnar í Aberdeen til að versla jólagjafir. En nú er þetta alveg að verða búið - á bara eftir að finna eitthvað fyrir Egil og svo eitthvað frá Agli fyrir mig (eða kannski finnur hann eitthvað fyrir mig!!)
En talandi um sendingar - við fengum heljarinnar sendingu frá fjölskyldunni hans Egils síðasta fimmtudag - jólagjafir og nammi. Síðan sama dag kom líka pakki frá Berthu systir með enn fleiri jólagjöfum og afmælisgjöf fyrir Eydísi. Þetta var góóóður dagur. Í gær fórum við í "Garden center" og keyptum okkur jólatré og jólatrésfót og samtals kostaði þetta heilar 3500 krónur. Ég hef ekki farið og keypt ekta jólatré síðan ég var krakki að fara í Blómaval með pabba á Þorláksmessu. Ég komst nánast í jólaskap fyrir vikið. Síðan fóru Eydís og Egill og settu seríur í runnann fyrir utan hjá okkur - rosalega flott. En við tókum sérstaklega eftir því að við erum þau einu í okkar götu sem erum búin að skreyta eitthvað......seríur í gluggana og þess háttar. Kannski erum við of snemma í því fyrir Skotana eða eins og við höldum frekar: þeir tíma ekki að kaupa seríur og borga auka rafmagn!!!
jæja - lítið annað í fréttum......jú !!!!!!
Einar er búin að sofa tvær góðar nætur í röð. T.d í nótt þá sofnaði hann kl. 21,00 og vaknaði kl. 04,45 og svaf svo til 07,30. Þá fór hann að syngja svona fallega í rúminu sínu að það var ekki annað hægt en að brosa. Hann er svo morgunglaður þessi drengur að það hálfa væri nóg. Svo er nú annað - hann er svo hrifin af pabba sínum að þegar að Egill kemur heim á kvöldin þá fer hann alveg yfirum (þ.e. Einar). Þetta er ferlega fyndið....
jæja - ekki meira í bili
kv. Ragna
mánudagur, desember 13, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Það eru komnar nýjar myndir: http://community.webs...
- Halló Ég vil byrja á því að þakka öllum sem gáfu E...
- Hún á áfmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á af...
- Mamma og krakkarnir
- Eydís að taka mynd af fjölskyldunni sinni
- Til hamingju Einar Já, 5 mánaða (+ 1 vika) og hann...
- Komin tími á blogg Jæja -nú er búið að fjárfesta í...
- Gillí mannlausa "Af hverju á Gillí engan mann??" s...
- Djö. Helv.Blogg Í gær var ég búin að skrifa hei...
- Eydís og snjókerlingin í mikla
1 Comments:
canada goose uk, thomas sabo, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, ugg boots uk, louis vuitton, karen millen, pandora jewelry, coach outlet, moncler outlet, doudoune canada goose, converse outlet, ugg pas cher, michael kors handbags, moncler, toms shoes, replica watches, canada goose, marc jacobs, wedding dresses, barbour, moncler, moncler, supra shoes, swarovski, michael kors outlet online, ugg,ugg australia,ugg italia, sac louis vuitton pas cher, links of london, moncler, canada goose outlet, lancel, moncler, doke gabbana outlet, louis vuitton, juicy couture outlet, pandora charms, barbour jackets, moncler, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, pandora charms, michael kors outlet, swarovski crystal, moncler, canada goose, canada goose, pandora jewelry, bottes ugg, hollister, montre pas cher
ninest123 10.31
Skrifa ummæli
<< Home