föstudagur, desember 03, 2004

Hún á áfmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún EYDÍS,
hún á afmæli í dag. !!!!
Getur einhver trúað því að við Egill eigum sex ára gamla dóttur. Ég bara get tæknilega ekki verið orðin svona gömul. Hún Eydís varð sex ára í dag og vaknaði við "fagran" söng foreldra sinna er þau gengu inn í herbergið hennar. Hún var náttúrulega löngu vöknuð og var að bíða eftir okkur. Svo gékk ótrúlega vel að klæða sig í skólafötin (hún er nefnileg orðin svo stór) og skólaskórnir eru loksins orðnir passlegir (hafa alltaf verið svolítið stórir). Svo borðaði hún morgunmatinn sinn og fékk svo að opna pakkan frá mömmu sinni og pabba. Það var forlátur "BRATZ" köttur (Bratz er mikið "inn" núna) og hoppaði hún hæð sína af ánægju. Kötturinn, sem heitir Rilley fékk svo að fara með í skólann ásamt miklu magni af nammi til að halda upp á daginn. Kennarinn var mikið fegin að sjá að hún kom með nammi en ekki köku - það er svo mikið vesen sagði hún. En svo er sem sagt planið að fá pakkana frá fjölskyldunni þegar hún kemur heim úr skólanum og svo verður eldaður uppáhalds maturinn hennar en það er spagettí með hakki. Á morgun kemur svo Guðrún í heimsókn og sennilega reyni ég að virkja þær til að hjálpa mér að baka afmælisköku. Guðrún gistir svo hjá okkur og ég fer með þær saman í afmælisveisluna á sunnudaginn. Þetta er heilmikið plan og verður sennilega mikið skemmtilegt !!
Jæja - með svipuna á bakinu þrælast ég áfram
kv. Ragna