Ó- Æ - ég borðaði yfir mig.
Það er ekki spurning að við Egill gerðum ráð fyrir því að heill her myndi vera í mat hjá okkur yfir jólin, svo mikið var búið til af allskonar kræsingum. En eins og góðu fólki ber að gera þá erum við búin að standa á hvolfi í ísskápnum og hann er óðum að tæmast. Það er ennþá eftir hálf brauðterta og 2 sneiðar af perutertu. Geri aðrir betur.
Annars eru jólin okkar búin að einkennast af mikilli friðsæld og einstaklega lítið búið að fara úr náttfötunum. Við klæddum okkur nú upp á aðfangadag og fögnuðum okkar fyrstu "alvöru" jólum. Það kom sér sérstaklega vel að Einar litli ákvað að fá sér lúr einmitt þegar að við vorum að borða jólamatinn og kom svo sterkur inn þegar átti að fara að taka upp pakkana. Hann var undir dyggri stjórn systur sinnar en fékk endrum eins að hjálpa til og þótti pappírinn einstaklega bragðgóður....... en þó sérstaklega merkimiðarnir. Hann sótti sér líka einn pakka sem var langur og mjór (reyndar var þetta pakki til hans) og sló honum ítrekað í hausinn á sér í árangurslausum tilraunum til að naga merkimiðann.....ógeðslega fyndið. En þetta fór allt vel fram og allir voru ánægðir með pakkana sína þó sérstaklega Eydís enda fékk hún "Bratz" sem er búin að vera draumurinn síðan í sumar.
Jóladagur fór bara í að sukka feitt í perutertum og jólasmákökum. En á annan í jólum komu Atli og Jóhanna í mat. Við elduðum skoska rjúpu (grouse) og heppnaðist hún alveg rooosalega vel. Ég var búin að hlakka svooooooo mikið til að fá þetta í matinn því að ég hef ekki bragðað rjúpu í vel á þriðja ár. En svo eigum við fjórar aukarjúpur í frystinum svona bara fyrir okkur. Alti og Jóhanna voru nátturulega eiturhress og úr varð að við förum svo til þeirra á gamlárskvöld. Atli er sko að reyna að innleiða íslenskar hefðir í götuna hjá sér og verður með flugelda. Við tökum að sjálfsögðu þátt í kaupunum á þeim til að gera þetta veigameira og skemmtilegra. Hann er sko að reyna að fá skotana til að kaupa líka flugelda og gera úr þessu ekta íslenska götuskemmtun. Gengur hægt en er allt að koma.
Nú - helstu fréttir eru síðan þær að Einar litli svaf fyrstu nóttina sína í sínu eigin herbergi síðustu nótt. Já, við Egill ákváðum að prófa að láta hann sofa annarsstaðar því að það brakar svo mikið í gólfinu hérna að þegar að við erum að koma inn í herbergi til að fara að sofa þá vaknar hann alltaf. Frekar pirrandi. En síðustu nótt gátum við meira að segja talað saman áður en við fórum að sofa.....hefur ekki gerst í sex mánuði. Þannig að í dag verður farið í að færa tölvuna inn í okkar herbergi og allt hans hafurtask inn í hans herbergi. Svo sjáum við til hvernig þetta gengur. Skrýtið samt að hafa hann ekki við hliðina á sér............ ég var lengi að sofna í gær.... snökt snökt. En ef þetta verður til þess að drengurinn sefur alla nóttina þá er það þess virði. Eydís var farin í sitt eigið herbergi þegar hún var átta mánaða.......aðallega af því að hún var alltaf kvefuð og hraut mjög pent á nóttunni (þá gat Egill ekki sofið) en ef svo vildi til að hún hraut ekki, þá hraut Egill í staðinn (þá gat hún ekki sofið). Þannig að eina ráðið var að aðskilja þau.
Bið að heilsa í bili
Ragna óðmála
þriðjudagur, desember 28, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Gleðileg Jól Hér hjá skotum hefur verið mikið a...
- Au-per óskast Au-per óskast á íslenskt heimili í A...
- Myndir af onytu skonum> http://community.webshots....
- 'O mig auma Já - ég varð fyrir því mikla áfalli um...
- Jæja - nú fara jólin bráðum að koma. Ég er að fara...
- Það eru komnar nýjar myndir: http://community.webs...
- Halló Ég vil byrja á því að þakka öllum sem gáfu E...
- Hún á áfmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á af...
- Mamma og krakkarnir
- Eydís að taka mynd af fjölskyldunni sinni
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home