föstudagur, desember 17, 2004

Au-per óskast
Au-per óskast á íslenskt heimili í Aberdeen í Skotlandi frá og með Febrúar. Fjölskyldan samanstendur af húsfrúnni (Ragna), fyrirvinnan (Egill), prinsessan (Eydís) og tröllið (Einar). Helsta vinnan felst í því:
  • að passa Einar þannig að húsfrúin geti skrifað mastersritgerðina sína,
  • vera skemmtileg við húsfrúnna þegar hún er að gefast upp við að skrifa mastersritgerðina sína
  • og elda einu sinni í viku til að húsfrúin geti einbeitt sér við að skrifa mastersritgerðina sína.

Í boði er sérherbergi með helstu nauðsynjum (rúm og fataskápur) og frjálst aðgengi er að heimilistölvunni (þegar húsfrúin er ekki að nota hana). Svo er náttúrulega frítt fæði og drykkir margvíslegir (djús, kaffi, mjólk og vatn).
Viðkomandi þarf að hafa einstaka þolinmæði til að geta þolað húsfrúnna og að sjálfsögðu að vera barngóð/ur. Viðkomandi þarf helst að geta byrjaði í febrúar og unnið fram undir lok júní. Aldur skiptir ekki máli - bara að viðkomandi sé nógu gamall til að halda á barni á skikkanlegan hátt.

Bestu kveðjur og takk fyrir
Ragna Elíza Kvaran (húsfrúin)