mánudagur, janúar 03, 2005

Sæl öll og gleðilegt ár.Heart Glasses
Nú, áramótin í Skotlandi eru öllu daufari heldur en heima - það verður að segjast..... ein og ein raketta á stangli....... Egill og Atli sáu reyndar fyrir heljarinnar sýningu - sem reddaði þessu. Einar litli svaf þetta allt af sér á meðan að Eydís stundaði það að hlaupa á milli mín og pabba síns (langaði að taka þátt í sprengjunum en hávaðinn var of mikill - þá var flúð til mömmu). Hún sofnaði ekki fyrr en korter í þrjú - alger hetja. Við slefuðumst heim um hálf fimm - Atli keyrði okkur heim. Nú svo vaknaði náttúrulega Einar kl. 07,00 þannig að ég fékk 2 tíma svefn. En hann var alger engill og Egill kom og leysti mig af um ellefu leytið. Allir voru hressir og þökkum við það rjómaísnum sem við átum áður en við fórum að sofa.
Svo var okkur boðið í mat til Auðar og Jim í gær (Atli og Jóhanna komu líka) í hangikjöt og með því. Þau eru búin að búa hérna í 20 ár en Jim er fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og spilaði víst eitthvað heima á Íslandi. Maturinn var æði og sérstaklega fínt að fá malt og appelsín !!

Já - svo byrjar átak í dag. Við Egill erum byrjuð í heljarinnar fituátaki (sérstaklega ég). Nú á að taka það með trompi og losa sig við keppina sem hafa verið að hlaðast utan á mig undanfarna mánuði. Þetta gengur bara ekki lengur.......... !!!! Takmarkið er að losa sig við allavegana 20 kíló og komast þá aftur í öll fínu fötin sem ég á inní skáp. Nú verður stigið hratt á nýju þrekvélinni sem ég fékk í jólagjöf og borðað skynsamlega. Áfram við !!!

Jæja - fleira er nú ekki í fréttum frá Abbó - yfir til ykkar
kv. Ragna