Úbbsss..
Ég ákvað að taka út ljótu orðin í síðasta bloggi..... fannst þau ekki alveg eiga við enda tala ég ekki svona dagsdaglega.
Við Egill erum búin að vera frekar dugleg í átakinu og í gærkvöldi fór hann út að hlaupa og ég hamaðist á tækinu mínu á meðan. Svo gerðum við saman magauppsetur ofl. skemmtilegt. Við erum líka á fullu í því að taka allt í gegn í mataræðinu en leyfum okkur einn ákveðin nammidag/rauðvínsdag/bjórdag (Eydís nammi, ég rauðvín og Egill bjór). Annars á ég voðalega erfitt með að standast freistingar og finnst erfiðast að losna við nartþörfina þegar maður er bara hérna heima að dandalast.
já - stórar fréttir !!! Frammtönnin í efrigóm hjá Eydísi lét loksins sjá sig. Eftir rúma sex mánuði er loksins farið að sjá fram á að barnið fái tennur. Maður var nú farin að örvænta aðeins. En á móti er ein tönnin í eftrigóm orðin svo laus að hún fer að detta hvað á hverju. Þá á hún eftir að líta kostulega út........gat, gat, tönn, gat.
Búin að segja nýjar myndir inn á myndasíðuna.
Kv Ragna
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Pirr, pirr, pirr...grrrrrr Þetta kennir mér að skr...
- Sæl öll og gleðilegt ár. Nú, áramótin í Skotlandi ...
- Ó- Æ - ég borðaði yfir mig. Það er ekki spurning a...
- Gleðileg Jól Hér hjá skotum hefur verið mikið a...
- Au-per óskast Au-per óskast á íslenskt heimili í A...
- Myndir af onytu skonum> http://community.webshots....
- 'O mig auma Já - ég varð fyrir því mikla áfalli um...
- Jæja - nú fara jólin bráðum að koma. Ég er að fara...
- Það eru komnar nýjar myndir: http://community.webs...
- Halló Ég vil byrja á því að þakka öllum sem gáfu E...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home