þriðjudagur, janúar 11, 2005

Pirr, pirr, pirr...grrrrrr
Þetta kennir mér að skrifa heillang blogg því að svo hvarf það bara út í buskann. Hér kemur útdráttur:
  • Tölvan bilaði - gat ekki lesið Java Script - allt í hassi í marga daga. Náði loks að laga það en of löng saga um það hvernig það var gert.
  • Keyptum vírusvarnarforrit á tölvurnar okkar fyrir þúsundir - veitir ekki af því að vörnin fann strax slatta af vírusum sem gamla vírusforritið hafði ekki séð.
  • Skoðuðum leikskóla fyrir Einar. Byrjar í aðlögun á morgun. Verður þrisvar í viku, fimm tíma í senn. Rándýrt.
  • Ég komst að því að ritgerðin mín þarf að vera á milli 18þúsund og 20 þúsund orð. Buhuhu - ég var að vonast eftir engu meira en 15 þúsund.
  • Fegin að vera í Skotalandi en ekki í pestarbælinu Íslandi. Gillí, Lísa, Milla og fleiri hafa legið fyrir flensunni. Ég þekki ekki neinn sem hefur orðið veikur hérna - kannski er flensan bara íslenskt fyrirbrigði?? Batni ykkur sem fyrst stelpur !!!
  • Einar skriðdreki klöngraðist upp allar tröppunar í húsinu um daginn. Ég var fyrir aftan hann til að passa að hann dytti ekki niður en upp fór hann og hikaði ekki eitt andartak. Stigahlið var keypt daginn eftir þannig að nú er gamanið búið.
  • já - svona í lokin. Sumir hafa kannski séð mynd af Einari sitja í stól þegar hann er í baði. Ég keypti þennan stól á 1200 krónur hérna og hann er alveg frábær. Svona stóll kostar 3600 heima á Íslandi.
  • Það sama á reyndar við þegar ég keypti stigahliðin hérna úti- þau kostuðu 3300 stykkið í Mothercare en á ákv. vefsíðu á Íslandi kostaði sama tegund 6990. Helmingi dýrara. Húff - ég meina það!!

Nú þetta var allmerkilegt blogg (að mér fannst ) en lítur heldur snautlegt út svona í styttri útgáfu. Annars er allt fínt af okkur að frétta - Eydís byrjuð í skólanum og gengur rosalega vel eins og venjulega. Svo byrjar ballettinn næsta fimmtudag og svo fer hún á sundnámskeið sem byrjar í lok Janúar.

Jæja - ekki fleira rövl í bili
Bið að heilsa öllum, kveðja Ragna