Skrýtin dagur
Egill kom heim í hádeginu á föstudaginn sem er svo sem ekkert nýtt nema fyrir þær sakir að hann (ásamt fleirum) hafði verið sagt að rýma bygginguna. Haldið var að maður gengi um gangana skjótandi byssu. Löggan var mætt á svæðið og öllum sagt að yfirgefa svæðið. Þannig að Egill fór bara heim. Þegar hann skaust svo til að sækja Eydísi renndi hann við hjá skólanum og sá að allar löggurnar voru farnar svo að það var greinilega óhætt að fara aftur að vinna. Þegar hann fór að spyrjast um hvað hefði verið í gangi þá kom í ljós að einhver hafði hennt heftara í skjalaskáp og einhver annar heyrði það og ákvað að þetta væri byssuskot. Hringdi í lögguna og þar fram eftir götunum. Mér og Agli fannst þetta alveg ógurlega fyndið. Að ákveða bara að það væri verið að skjóta úr byssu frekar en að hugsa rökrétt og kanna aðeins umhverfið.
Allavegana - þetta var það mest spennandi sem hefur komið fyrir okkur síðustu mánuði.
Egill skellti sér á pöbbinn með strákunum úr skólanum og reyndi að kenna þeim að taka í nefið. Þeim fannst þetta alveg agalega hressandi sögðu þeir um leið og tárin láku úr augunum á þeim. Svo þegar að pöbbinn lokaði fóru þeir heim til Frasier sem er skrifstofufélagi Egils. Þar var setið að sumbli til rúmlega þrjú, þá skjögraði minn maður heim agalega skemmtilegur eins og alltaf þegar hann er smá í glasi. Ég hef það fyrir sið að fara á fætur og spjalla aðeins við hann á meðan hann er að fá sér að borða. Það verða alltaf svo sérlega skemmtilegar samræður undir þessum kringumstæðum. Klukkan fimm gafst ég upp og staulaðist öfurþreytt aftur í rúmið á meðan að Egill sat aðeins lengur með sjálfum sér og "dram" glasinu sínu.
Laugardagurinn var þreyttur fyrir alla nema Einar. Hann svaf alla nóttina, þessi elska. Ég lagði hann kl. 21,00, hann rumskaði aðeins kl. 24,00 og svo vaknaði hann ekki aftur fyrr en kl. 07,30. Þannig að hann var í banastuði og skreið um allt þar til að morgunmaturinn hans var tilbúin. Ég er búin að komast að því að eins og honum þykir roosalega gooott að borða þá þykir honum agalegt að sitja kyrr í stólnum sínum. Hann hamast til og frá og hossar sér endalaust og rekur upp rokna kviður inn á milli til að láta mig vita að þetta sé fyrir neðan hans virðingu að sitja svona lengi á sama stað. Hann er svo frelsinu fegin þegar maturinn er búin og veit varla hvað hann á af sér að gera, hvert hann á að skríða fyrst.
Ég fór í heimsókn til nágranna míns í gær - þessi kínverska. Hún á 3 ára stelpu og svo aðra sem er rétt rúmur tveimur mánuðum eldri en Einar. Sú getur setið ágætlega en fátt annað. Einari fannst þetta nú frekar skemmtilegt leikfang, skreið eiginlega yfir hana, greip í hálsmálið á fötunum hennar og ætlaði bara að draga hana til sín. "Komdu hingað stelpa!!" Hún fór náttúrulega að gráta, greyið, enda ekki vön svona funtaskap frá litlum strákum.
jæja - nú er komin háttatími fyrir mig (klukkan orðin 23,30) Enda er ég viss um það að út af því að ég asnaðist til að monta mig af því að Einar hefði sofið alla gærnótt þá hefnist mér fyrir það og nóttin í nótt verður hræðileg - best að undirbúa sig fyrir það.
Bið að heilsa og góðar nætur
Ragna
laugardagur, janúar 15, 2005
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Úbbsss.. Ég ákvað að taka út ljótu orðin í síðasta...
- Pirr, pirr, pirr...grrrrrr Þetta kennir mér að skr...
- Sæl öll og gleðilegt ár. Nú, áramótin í Skotlandi ...
- Ó- Æ - ég borðaði yfir mig. Það er ekki spurning a...
- Gleðileg Jól Hér hjá skotum hefur verið mikið a...
- Au-per óskast Au-per óskast á íslenskt heimili í A...
- Myndir af onytu skonum> http://community.webshots....
- 'O mig auma Já - ég varð fyrir því mikla áfalli um...
- Jæja - nú fara jólin bráðum að koma. Ég er að fara...
- Það eru komnar nýjar myndir: http://community.webs...
1 Comments:
nike air huarache
moncler jackets
black friday 2015
ugg boots sale
north face jackets
true religion outlet
winter jackets
tiffany and co
ralph lauren polo
links of london jewellery
michael kors handbags
nfl jersey wholesale
michael kors handbags wholesale
instyler ionic styler
michael kors outlet online
michael kors uk
pandora outlet
michael kors outlet online
salomon shoes
hermes belt for sale
mm1201
Skrifa ummæli
<< Home