Strákar og stelpur
Mig langar til að lýsa því hvernig ég upplifi þann mun að eiga stelpu annars vegar og strák hins vegar.
Eydís: Þegar að Eydís fæddist kom snemma í ljós að litla snúllan hafði sérstaklega viðkvæm eyru því aðeins 20 daga gömul varð hún brjáluð þegar að við hin hófumst handa við að opna jólagjafirnar. Skrjáfið í pappírnum var henni ekki að skapi og setti línurnar um það sem á eftir kom. Hún hefur alveg óskaplega lítið hjarta og gat ekki hugsað sér neinn hávaða, hvorki að gera hann sjálf né að hlusta á aðra framleiða hann. Alveg frá því að hún var lítil rúsína hefur hún verið skíthrædd við ryksuguna, hárþurkuna og önnur heimilistæki sem framleiða hávaða. Þegar hún var farin að hafa vit til að forða sér, hljóp hún inn í herbergi og lokaði hurðinni á meðan að óskapans ryksugan vann sína vinnu. Ryksugufóbían rann síðan sitt skeið á enda rétt eftir þriggja ára aldurinn. Eydís hefur alltaf verið fjörug en á prinsessulegan hátt..... ekki þótt gott að verða mikið skítug né að bagslast eitthvað um..... allt gert á frekar yfirvegaðan hátt, alveg yndislegt barn. Þó að hávaðafóbían sé farin þá er Eydís ennþá mjög yfirveguð og það eru aldrei læti í henni. Hún er einstaklega dugleg stelpa og kemur það sérlega í ljós í þeirri vinnu sem hún vinnur í skólanum. En þar leggur hún mikla áherslu á að allt sé vel gert og sérstaklega áherslu leggur hún á að bæta framburðin og fjölga orðunum. Ótrúleg stelpa.
Einar: Þegar Einar kom í heiminn kom strax í ljós að þar var sérstaklega sterkur strákur á ferðinni því að það þurfti aldrei að styðja undir höfuðið á honum og bara nokkurra daga gamall lá hann á maganum og lyfti sér upp. Þessi strákur gerir allt öfugt við það sem systir hans gerði. Hann gargar og öskrar þegar hann fær ekki það sem hann vill. Veður út um allt og rífur og tætir allt sem á vegi hans verður. Hann hefur sérstakt dálæti á ryksugunni, hvort sem hún er í gangi eða ekki. Þegar ekki er verið að nota hana leikur hann sér að rananum og snúrunni. Þegar að ryksugan er í gangi hitnar aftur á móti í kolunum og úr verður mikill eltingarleikur, næ ég henni eða næ ég henni ekki. Rosa gaman. Þar mótar ekki fyrir neinni yfirvegun, þolinmæði né rólegheitum....bara þrautseigjan og þrjóskan. Ég geri mér grein fyrir að það er erfitt að segja til um hvernig hann Einar litli verður í framtíðinni en ef fyrstu sjö mánuðirnir hafa eitthvað að segja þá má gera ráð fyrir að við Egill verðum orðin spengileg og fín innan tíðar....hehehe.
Já - eins og þau eru nú lík útlits systkynin þá eru þau ótrúlega ólíkir persónuleikar. Hann Einar minn má þakka fyrir hvað hann á góða systur sem nennir alltaf að leika við hann og passa hann. (Venjulega launar hann henni það með því að rífa í hárið á henni.)
Jæja - þetta var nú smá innsýn inní börnin í Abbó
Kveðja Ragna
mánudagur, janúar 24, 2005
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Leikskólaferill Einars byrjaði vel eða hittó. Hann...
- Einar á leikskóla - skrýtin tilhugsun. En svona va...
- Skrýtin dagur Egill kom heim í hádeginu á föstudag...
- Úbbsss.. Ég ákvað að taka út ljótu orðin í síðasta...
- Pirr, pirr, pirr...grrrrrr Þetta kennir mér að skr...
- Sæl öll og gleðilegt ár. Nú, áramótin í Skotlandi ...
- Ó- Æ - ég borðaði yfir mig. Það er ekki spurning a...
- Gleðileg Jól Hér hjá skotum hefur verið mikið a...
- Au-per óskast Au-per óskast á íslenskt heimili í A...
- Myndir af onytu skonum> http://community.webshots....
1 Comments:
www0521
nike outlet
coach outlet canada
polo ralph lauren
marc jacobs outlet
barbour outlet
polo ralph lauren
canada goose outlet
pandora charms
air max 2017
uggs outlet
Skrifa ummæli
<< Home