miðvikudagur, janúar 19, 2005

Leikskólaferill Einars byrjaði vel eða hittó. Hann vaknaði í gærmorgun með bullandi hita. Greyið litla gat ekki einu sinni staðið upp, sat bara og snökti. Hann var með rétt um 39,7 stiga hita og var í fanginu á mér meira og minna allan daginn. Síðan hresstist hann heldur um kvöldið og var fínn núna í morgun. Okkur grunar helst að hann sé að fá fleiri tennur því að hann er ekki með neitt kvef, hósta eða eitthvað annað sem ætti að framkalla hita. Allavegana, hann er orðin fínn aftur og er búin að vera eins og engill að leika sér í allan morgun.
Ég er búin að skoða fasteignavefina á Íslandi. Ég get svarið það..... verðið er bara að rjúka upp og spár segja enn meiri verðhækkun framundan. Með þessu áframhaldi getum við ekki flutt heim... verðum bara föst hérna úti eða einhversstaðar annarsstaðar þar sem fasteignaverð er ekki fáranlegt.
Jæja - eins og venjulega hef eg ekkert fleira að segja
Kv. R