Litla fólkið í Háagerðinu
fimmtudagur, janúar 29, 2004
Ég á afmæli í dag
Ég á afmæli í dag
Ég á afmæli hún Ragna
Ég á afmæli í dag
Já- nú er stóri dagurinn loksins runnin upp.....allir búnir að vera að segja mér hvað er gott að komast á fertugsaldurinn. Umskiptin voru með öllu sársaukalaus og ég er ekki frá því að mér líði bara betur í dag en í gær.
Nú - ég var vakinn með fallegum afmælissöng í morgun og fékk "RISA" stóran pakka eins og Eydís orðaði það. Nú, hún var nú svolítið æst þessi elska og opnaði nánast alla pakkana fyrir mig. Þarna laukst upp fyrir mér út af hverju það tók Egil og Eydísi 1 og hálfan klukkutíma að pakka inn gjöfinni fyrir mig. Ástæðan var að í stóra pakkanum voru uþb. 15 litlir pakkar. Nú ég fékk satínnáttföt og náttslopp, svo fékk ég tvo náttkjóla (ætti nú að getað sofið vel). Svo fékk ég æðislegt gullhálsmen með krossi og eyrnalokka í stíl frá Agli. Svo voru alls konar litlir pakkar sem innihéldu ilmkerti, reykelsi og fullt af girnilegum nuddolíum (sé fram á góða tíð framundan).
Nú svo hafði ég fengið pakka frá Háskólaskvísunum og hann innihélt bara prívat hluti sem við nefnum ekki á opinberum vettvangi. Við skulum samt segja að hann hafi komið sér vel.
Svo biðu mín full af kveðjum á tölvupóstinum frá vinum og vandamönnum. Meðal annars frá vinkonum mínum þeim Láru, Barböru og Friðdóru en þær sögðu að pakkinn minn biði mín á vissum stað í Aberdeen, ég yrði bara að fara og sækja hann. 'Eg fór eftir leiðbeiningunum og leið mín lá inn á rosalega flottann heilsuklubb þar sem beið mín gjafakort í nudd, facial, manicure ofl. flott. Þær vissu sko greinilega hvað mig vantaði.
Hann Egill minn tók sér frí í skólanum í dag til að eyða deginum með konunni sinni og barni og við erum búin að hafa það rosalega gott.
Rosalega fínn afmælisdagur. Ég sendi öllum þeim sem að hringdu, MSN-uðu og e-meiluðust mínar bestu þakkir fyrir.
Ragna (síunga)
Ég á afmæli í dag
Ég á afmæli hún Ragna
Ég á afmæli í dag
Já- nú er stóri dagurinn loksins runnin upp.....allir búnir að vera að segja mér hvað er gott að komast á fertugsaldurinn. Umskiptin voru með öllu sársaukalaus og ég er ekki frá því að mér líði bara betur í dag en í gær.
Nú - ég var vakinn með fallegum afmælissöng í morgun og fékk "RISA" stóran pakka eins og Eydís orðaði það. Nú, hún var nú svolítið æst þessi elska og opnaði nánast alla pakkana fyrir mig. Þarna laukst upp fyrir mér út af hverju það tók Egil og Eydísi 1 og hálfan klukkutíma að pakka inn gjöfinni fyrir mig. Ástæðan var að í stóra pakkanum voru uþb. 15 litlir pakkar. Nú ég fékk satínnáttföt og náttslopp, svo fékk ég tvo náttkjóla (ætti nú að getað sofið vel). Svo fékk ég æðislegt gullhálsmen með krossi og eyrnalokka í stíl frá Agli. Svo voru alls konar litlir pakkar sem innihéldu ilmkerti, reykelsi og fullt af girnilegum nuddolíum (sé fram á góða tíð framundan).
Nú svo hafði ég fengið pakka frá Háskólaskvísunum og hann innihélt bara prívat hluti sem við nefnum ekki á opinberum vettvangi. Við skulum samt segja að hann hafi komið sér vel.
Svo biðu mín full af kveðjum á tölvupóstinum frá vinum og vandamönnum. Meðal annars frá vinkonum mínum þeim Láru, Barböru og Friðdóru en þær sögðu að pakkinn minn biði mín á vissum stað í Aberdeen, ég yrði bara að fara og sækja hann. 'Eg fór eftir leiðbeiningunum og leið mín lá inn á rosalega flottann heilsuklubb þar sem beið mín gjafakort í nudd, facial, manicure ofl. flott. Þær vissu sko greinilega hvað mig vantaði.
Hann Egill minn tók sér frí í skólanum í dag til að eyða deginum með konunni sinni og barni og við erum búin að hafa það rosalega gott.
Rosalega fínn afmælisdagur. Ég sendi öllum þeim sem að hringdu, MSN-uðu og e-meiluðust mínar bestu þakkir fyrir.
Ragna (síunga)
miðvikudagur, janúar 28, 2004
Mig langar að hvetja alla þá sem lesa þetta blogg að nota "Shout Out" - ið. Bara svona þannig að ég viti hverjir eru að fylgjast með okkur. Bara að smella á Shout out og skrifa nokkur orð.
:-)
Kv. R
:-)
Kv. R
Nú er veturinn komin til Skotlands.
Já- þetta er alveg hryllilegt vetrarveður. Alveg 2 stiga frost og 5 cm jafnfallinn sjór. Svo gengur á með smá hríðum inn á milli. Þetta ofboðsveður hefur sem sagt valdið því að allir skólar í Aberdeen eru LOKAÐIR. Já- við Egill náum ekki upp í nefið á okkur fyrir hneykslan. Þeir tala um ófærð og fólk er vinsamlegast beðið um að halda sig inni................. það er þetta fína veður úti. Reyndar hafa þeir aldrei heyrt talað um VETRARDEKK....greyin. Og keyra bara um eins og bjánar á fínu sumardekkjunum, þá skilur maður út af hverju allt er fast. Það var pínu, pínu, pínu lítill snjór í gær og þá fengu krakkarnir ekki einu sinni að fara út að leika sér. Skotar eru aumingjar. Hleypa ekki einu sinni börnunum út í snjóinn!!! Þannig að Eydís er heima í dag og lítur út fyrir að hún verði heima á morgun líka miðað við veðurspánna.
Annars var þetta bara smá fréttaskot - þurfti að koma hneykslan minni á framfæri.
Vildi líka óska Gillí og Þóru til hamingju með að vera að fara til Washington. Er ógeðslega öfundsjúk og vildi óska að ég hefði líka farið í ferðamálafræðina. (Það var ekki byrjar að kenna hana þegar ég byrjaði í skólanum).
Over and out í bili úr frosthörkum og ófærð
Kv. Ragna
Já- þetta er alveg hryllilegt vetrarveður. Alveg 2 stiga frost og 5 cm jafnfallinn sjór. Svo gengur á með smá hríðum inn á milli. Þetta ofboðsveður hefur sem sagt valdið því að allir skólar í Aberdeen eru LOKAÐIR. Já- við Egill náum ekki upp í nefið á okkur fyrir hneykslan. Þeir tala um ófærð og fólk er vinsamlegast beðið um að halda sig inni................. það er þetta fína veður úti. Reyndar hafa þeir aldrei heyrt talað um VETRARDEKK....greyin. Og keyra bara um eins og bjánar á fínu sumardekkjunum, þá skilur maður út af hverju allt er fast. Það var pínu, pínu, pínu lítill snjór í gær og þá fengu krakkarnir ekki einu sinni að fara út að leika sér. Skotar eru aumingjar. Hleypa ekki einu sinni börnunum út í snjóinn!!! Þannig að Eydís er heima í dag og lítur út fyrir að hún verði heima á morgun líka miðað við veðurspánna.
Annars var þetta bara smá fréttaskot - þurfti að koma hneykslan minni á framfæri.
Vildi líka óska Gillí og Þóru til hamingju með að vera að fara til Washington. Er ógeðslega öfundsjúk og vildi óska að ég hefði líka farið í ferðamálafræðina. (Það var ekki byrjar að kenna hana þegar ég byrjaði í skólanum).
Over and out í bili úr frosthörkum og ófærð
Kv. Ragna
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Í dag voru jól i Aberdeen. Nei - nú ýki ég. Við fengum pakka frá Gillí sem innihélt helstu nauðsynjar fyrir íslendinga í útlöndum. Fullt af harðfiski, sviðasulta, flatkökur og íslenskur lakkrís. Jumm og jamm......meirihlutinn af lakkrísnum fór í dag. Hvert, veit ég ekki. Ekki ég, sagði hinn seki......!!!! En þvílíkt lostæti. Í framhaldi af þessu fór ég að pæla í því af hverju íslendigar framleiða svona gott nammi. 'Eg meina, maður finnur hvergi sterka brjóstsykra hérna. Hvernig er hægt að alast upp án þess að kynnast því að borða sterkan brjóstsykur. Hérna borða þeir ógeðslega sætt "toffee" með hinum ýmsu bragðgerðum. Hér er líka mikið um alls konar marshmellow nammi og alls konar hlaup. Lakkrís finnst ekki, nema bara þessi venjulegi Basset allsort og svo rauður lakkrís sem ég neita að lakkrís. Nú - ekki meira um nammihugleiðingar þó að þær séu mér ofarlega í huga þessa stundina.
En á morgun er ég að fara í saumaklúbb. Já - Jóhanna er í saumaklúbb með nokkrum örðum konum og bauð mér með. Þar er ein eða tvær frá Færeyjum og ein Skosk kona. Svo er ein íslensk í viðbót, Auður, sem er gift fótbolltakallinum Jim Bent. (Spilaði víst heima á Íslandi í einhvern tíma, ég er ekki mikið inni í svona löguðu). Já - en saumaklúbburinn er´heima hjá Jóhönnu og mig hlakkar barasta til. Fínt að finna sér smá félagsskap.
Já - svona er lífið í Aberdeen þessa stundina
Kv. Ragna og co.
En á morgun er ég að fara í saumaklúbb. Já - Jóhanna er í saumaklúbb með nokkrum örðum konum og bauð mér með. Þar er ein eða tvær frá Færeyjum og ein Skosk kona. Svo er ein íslensk í viðbót, Auður, sem er gift fótbolltakallinum Jim Bent. (Spilaði víst heima á Íslandi í einhvern tíma, ég er ekki mikið inni í svona löguðu). Já - en saumaklúbburinn er´heima hjá Jóhönnu og mig hlakkar barasta til. Fínt að finna sér smá félagsskap.
Já - svona er lífið í Aberdeen þessa stundina
Kv. Ragna og co.
sunnudagur, janúar 25, 2004
Sunnudagurinn 25. janúar 2004.
'I dag vorum við dugleg og vorum komin út úr húsinu fyrir klukkan eitt. Mikið afrek fyrir sófafjölskylduna miklu. Nei, nei smá ýkjur. En leiðin lá á markað sem er rétt fyrir utan borgina. Þetta er svokallað "Car Boot Sale" og eins og nafnið bendir til þá selur fólk hluti beint úr skottinu á bílunum sínum. Svo eru einnig aðilar sem eru á hverri helgi og selja matvörur, fisk, grænmeti og svo ýmislegt annað skemmtilegt. Við áttuðum okkur á því að við vorum helst til of seint á ferðinni því að það opnaði klukkan 09,00 um morgunin og þegar við komum vorum sumir í óða önn að pakka niður. En við gátum nú samt skoðað okkur um og virt fyrir okkur draslið sem sumum dettur í hug að selja. Nú svo lá leiðin í heimsókn til Jóhönnu og Atla. Þau búa smá spotta fyrir utan bæinn og því tróðum við okkur upp á þau, nentum ekki heim. Þau voru náttúrulega arfahress að venju og það var mikið skrafað. En þegar við komum heim beið okkar skötuselur í ísskápnum sem var steiktur á pönnu og var búin til sveppasósa eftir kúnstarinnar reglum með þessu. Svo höfðum við keypt reyka ýsu hjá fisksalanum og hún var líka steikt á pönnu. Einnig höfðum við keypt kræklinga sem við elduðum í potti með hvítlauki og smjöri. Þetta var svo allt borið á borð með sykurbaunum, brokkoli og kartöflum. Auðvitað var opnuð rauðvínsflaska í tilefni matarinns. Þetta reyndist allt vera hið mesta lostæti og stóð kræklingurinn og skötuselurinn upp úr.
En þetta var dagurinn í dag. Blogga aftur von bráðar
Ragna
'I dag vorum við dugleg og vorum komin út úr húsinu fyrir klukkan eitt. Mikið afrek fyrir sófafjölskylduna miklu. Nei, nei smá ýkjur. En leiðin lá á markað sem er rétt fyrir utan borgina. Þetta er svokallað "Car Boot Sale" og eins og nafnið bendir til þá selur fólk hluti beint úr skottinu á bílunum sínum. Svo eru einnig aðilar sem eru á hverri helgi og selja matvörur, fisk, grænmeti og svo ýmislegt annað skemmtilegt. Við áttuðum okkur á því að við vorum helst til of seint á ferðinni því að það opnaði klukkan 09,00 um morgunin og þegar við komum vorum sumir í óða önn að pakka niður. En við gátum nú samt skoðað okkur um og virt fyrir okkur draslið sem sumum dettur í hug að selja. Nú svo lá leiðin í heimsókn til Jóhönnu og Atla. Þau búa smá spotta fyrir utan bæinn og því tróðum við okkur upp á þau, nentum ekki heim. Þau voru náttúrulega arfahress að venju og það var mikið skrafað. En þegar við komum heim beið okkar skötuselur í ísskápnum sem var steiktur á pönnu og var búin til sveppasósa eftir kúnstarinnar reglum með þessu. Svo höfðum við keypt reyka ýsu hjá fisksalanum og hún var líka steikt á pönnu. Einnig höfðum við keypt kræklinga sem við elduðum í potti með hvítlauki og smjöri. Þetta var svo allt borið á borð með sykurbaunum, brokkoli og kartöflum. Auðvitað var opnuð rauðvínsflaska í tilefni matarinns. Þetta reyndist allt vera hið mesta lostæti og stóð kræklingurinn og skötuselurinn upp úr.
En þetta var dagurinn í dag. Blogga aftur von bráðar
Ragna
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Jæja - nú ættu allir að geta samglaðst Aberdeenbúum því að við erum búin að fá nýja tölvu. Já- gamla tölvan bræddi úr sér og þeir settu saman nýja tölvu fyrir okkur úr heillegu hlutunum úr þessari gömlu. Samt kostuðu nú herlegheitin 50.000 kall. Reyndar er inn í þessu DVD skrifari sem þurfti náttúrulega að vera með. Þá getum við reyndar loksins farið að skrifa vídeomyndirnar okkar inn á DVD diska. Það er ýmislegt sem hefur hlaðist upp af svoleiðis upptökum í gegnum árin. 'Arétti að hér er eingöngu um að ræða, afmæli, jól og brúðkaup - engar sorahugsanir hérna. Við mælum sem sagt ekki með því að fólk kaupi sér nýjar tölvur af einhverjum "KLÁRUM" tölvuköllum úti í bæ. Það gerðum við (reyndar var það bara ég) og sjáið þið árangurinn. Rétt búin að eiga hana í ár og hún eyðilegst og ekkert við því að gera. Kallinn farinn á hausinn með fyrirtækið sitt og getur ekki staðið við neina ábyrgð. Fúlt. Hér eftir að kaupa allt hjá viðurkenndum aðilum.
Nú - tölvukaupin gerðu það að verkum að við gátum fylgst með beinni útsendingu (á rás 2) af leik Íslendinga og Slóvena. Við tölum ekki fleira um þær hamfarir en ítrekum enn og aftur að Patrekur er og verður heimskasti handboltamaður íslendinga. Hvernig er hægt að hafa svona mann inná?? Hann er eini handboltamaðurinn sem getur tapað leik eins síns liðs. Tjái mig ekki meira um það.
Jú það var reyndar sárt að geta ekki horft á leikinn eins og allir sannir íslendingar gerðu. En í stað verður maður að láta sér nægja brösótta útsendingu frá rás 2 og maður er ekkert nema pirraður.
En þetta átti nú að vera hamingjuleg skrif í tilefni nýju tölvunnar... hún er alveg frábær. Ógeðslega hröð og allt í henni sem var í gömlu tölvunni (þeir spóluðu gögnunum okkar á milli). Það eina sem er að henni er að viftan er alltaf í gangi og það er eins og að vera með millistóra hárþurku í stofunni. Hræðilegt. 'Eg ætla að hringja í þá á morgun og spyrja hvort að þetta sé eðlilegt.
En - kveð í bili og segi bara áfram Ísland á morgun
Ragna
Nú - tölvukaupin gerðu það að verkum að við gátum fylgst með beinni útsendingu (á rás 2) af leik Íslendinga og Slóvena. Við tölum ekki fleira um þær hamfarir en ítrekum enn og aftur að Patrekur er og verður heimskasti handboltamaður íslendinga. Hvernig er hægt að hafa svona mann inná?? Hann er eini handboltamaðurinn sem getur tapað leik eins síns liðs. Tjái mig ekki meira um það.
Jú það var reyndar sárt að geta ekki horft á leikinn eins og allir sannir íslendingar gerðu. En í stað verður maður að láta sér nægja brösótta útsendingu frá rás 2 og maður er ekkert nema pirraður.
En þetta átti nú að vera hamingjuleg skrif í tilefni nýju tölvunnar... hún er alveg frábær. Ógeðslega hröð og allt í henni sem var í gömlu tölvunni (þeir spóluðu gögnunum okkar á milli). Það eina sem er að henni er að viftan er alltaf í gangi og það er eins og að vera með millistóra hárþurku í stofunni. Hræðilegt. 'Eg ætla að hringja í þá á morgun og spyrja hvort að þetta sé eðlilegt.
En - kveð í bili og segi bara áfram Ísland á morgun
Ragna
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Ja hérna hvað tíminn líður hratt. Það er kominn 21. janúar og mánuðurinn hefur hreinlega flogið í burtu. Nú ég veit eiginlega ekki af hverju ég er að skrifa því að það hefur ekkert gerst hjá okkur síðastliðna daga. Ég er reyndar búin með eina ritgerð af tveimur (var að fá yfirlesninguna tilbaka frá mömmu). Egill er að rembast við að skrifa grein sem hann þarf helst að skila sem fyrst og svo fer hann í það að útúa styrkumsóknina fyrir Rannís. Nú spyrja kannski margir sig hversu erfitt getur verið að útbúa eina styrkumsókn. Þeir hjá Rannís vita svo sannarlega hvernig á að gera svona hluti flókna. Egill þarf að skrifa heljarinnar langa lýsingu á verkefninu, fá lista frá kennaranum sínum um það efni sem kennarinn hefur gefið út + eintak af 5 nýjustu greinunum. Þetta þarf líka fyrir íslenska meðleiðbeinandann hans. Svo þarf þetta allt að vera í þríriti (ath! hver grein getur verið um 20-50 bls. x 5 stk. x 3 = ógeðslega mikið) Allavegana þegar ég sá um að ljósrita þetta fyrir hann í fyrra fór ég með fleiri hundruð blaðsíður og skilaði þessu inn risastórri möppu. Hver skyldi verða óheppni aðilinn á Íslandi sem verður beðin um að ljósrita fyrir okkur. Það er spurning.
En nenni ekki meira í dag - ótrúlega löt þessa dagana.
Kveðja Ragna
En nenni ekki meira í dag - ótrúlega löt þessa dagana.
Kveðja Ragna
mánudagur, janúar 19, 2004
Jæja - nú er komið að fréttapistli dagsins. Eða ölluheldur helgarinnar.
Ekki var helgin viðburðarrík hjá mér því að ég eyddi henni eiginlega allri í að læra (skrifa ógeðslega leiðinlega ritgerð) en það gékk ágætlega og ég er nánast búin. Til þess að geta gert það þá fóru Egill og Eydís í alls konar leiðangra til að gefa mér frið. Þau fóru í parkinn á laugardeginum og æfðu sig á hlaupahjólinu hennar Eydísar. Svo fóru þau til slátrarans og keyptu í sunnudagsmatinn og að lokum þvoðu þau bílinn sem reyndist ekki hafa tilætlaðan árangur því hann er eiginlega ennþá jafn skítugur og hann var. Svo komu þau heim og við bökuðum bestu pizzu sem við höfum fengið lengi.
Sunnudagurinn fór þannig að Egill og Eydís fóru í bíó um hádegisleytið að sjá "BrotherBear". Á meðan hélt ég áfram að skrifa ógeðslegu leiðinlegu ritgerðina mína og hélt því áfram þegar þau komu heim. Klukkar fjögur hætti ég skrifum (sem betur fer, hefði annars bilað á geði) og við fórum að þrífa íbúðina (veitti nú ekki af). Ég tók eldhúsinnréttinguna í nefið á meðan að Egill ryksugaði og skúraði. Svo tókum við til hendinni við eldamennskuna. ´Já- þið sáuð kannski áðan að ég skrifaði að Egill hefði farið til slátararns að kaupa í sunnudagsmatinn. Hann keypti nefnilega fasana, ekki bara einn heldur tvo. Þeir eru nú frekar ódýrir, kosta ekki nema 4 pund stykkið (eru svipaðir á stærð og íslenskur kjúklingur). Við bjuggum til dýrindismáltíð með öllu tilheyrandi. Við - suðum og steiktum rósenkál, bjuggum til Waldorfsallat og geðveikislega góða sherry/cranberry sósu. Svo heilsteiktum við í ofni annan fasanan en úrbeinuðum bringurnar og steiktum á pönnu. Leit allt saman rosalega vel út. Eftir máltíðina komumst við að þeirri niðurstöðu að fasani er eitthvað sem ekki verður oft á borðum hjá okkur. Hann er bragðlítill, þur og bara hreint ekki góður. Meðlætið stóð hins vegar fyrir sínu og var allt saman alveg æðislega gott.
En núna er mánudagur og Eydís er með ljótan hósta og því heima. Því er líklegt að dagurinn verði frekar tíðindalítill.
Skrifa meira bráðum
Ragna
Ekki var helgin viðburðarrík hjá mér því að ég eyddi henni eiginlega allri í að læra (skrifa ógeðslega leiðinlega ritgerð) en það gékk ágætlega og ég er nánast búin. Til þess að geta gert það þá fóru Egill og Eydís í alls konar leiðangra til að gefa mér frið. Þau fóru í parkinn á laugardeginum og æfðu sig á hlaupahjólinu hennar Eydísar. Svo fóru þau til slátrarans og keyptu í sunnudagsmatinn og að lokum þvoðu þau bílinn sem reyndist ekki hafa tilætlaðan árangur því hann er eiginlega ennþá jafn skítugur og hann var. Svo komu þau heim og við bökuðum bestu pizzu sem við höfum fengið lengi.
Sunnudagurinn fór þannig að Egill og Eydís fóru í bíó um hádegisleytið að sjá "BrotherBear". Á meðan hélt ég áfram að skrifa ógeðslegu leiðinlegu ritgerðina mína og hélt því áfram þegar þau komu heim. Klukkar fjögur hætti ég skrifum (sem betur fer, hefði annars bilað á geði) og við fórum að þrífa íbúðina (veitti nú ekki af). Ég tók eldhúsinnréttinguna í nefið á meðan að Egill ryksugaði og skúraði. Svo tókum við til hendinni við eldamennskuna. ´Já- þið sáuð kannski áðan að ég skrifaði að Egill hefði farið til slátararns að kaupa í sunnudagsmatinn. Hann keypti nefnilega fasana, ekki bara einn heldur tvo. Þeir eru nú frekar ódýrir, kosta ekki nema 4 pund stykkið (eru svipaðir á stærð og íslenskur kjúklingur). Við bjuggum til dýrindismáltíð með öllu tilheyrandi. Við - suðum og steiktum rósenkál, bjuggum til Waldorfsallat og geðveikislega góða sherry/cranberry sósu. Svo heilsteiktum við í ofni annan fasanan en úrbeinuðum bringurnar og steiktum á pönnu. Leit allt saman rosalega vel út. Eftir máltíðina komumst við að þeirri niðurstöðu að fasani er eitthvað sem ekki verður oft á borðum hjá okkur. Hann er bragðlítill, þur og bara hreint ekki góður. Meðlætið stóð hins vegar fyrir sínu og var allt saman alveg æðislega gott.
En núna er mánudagur og Eydís er með ljótan hósta og því heima. Því er líklegt að dagurinn verði frekar tíðindalítill.
Skrifa meira bráðum
Ragna
föstudagur, janúar 16, 2004
HÆ
Í framhaldi af síðustu frétt þá er ég með eina í viðbót. Hún Eydís okkar sat hérna og las Litlu Gulu Hænuna alveg alein. Og hún sem er rétt orðin fimm ára og er orðin læs á íslensku og nánast á ensku líka. Kennarinn hennar heldur ekki vatni yfir því hvað hún er dugleg og í dag hélt hún smá kynningu á uppáhaldsdótinu sínu fyrir alla hina í bekknum. Kennarinn hennar sagði við Egil að það hefði gengið alveg rosalega vel og hún hefði sagt mjög vel frá.
Við hin erum bara meðalnámsmenn, ekkert á við hana.
Kv. Ragna
Í framhaldi af síðustu frétt þá er ég með eina í viðbót. Hún Eydís okkar sat hérna og las Litlu Gulu Hænuna alveg alein. Og hún sem er rétt orðin fimm ára og er orðin læs á íslensku og nánast á ensku líka. Kennarinn hennar heldur ekki vatni yfir því hvað hún er dugleg og í dag hélt hún smá kynningu á uppáhaldsdótinu sínu fyrir alla hina í bekknum. Kennarinn hennar sagði við Egil að það hefði gengið alveg rosalega vel og hún hefði sagt mjög vel frá.
Við hin erum bara meðalnámsmenn, ekkert á við hana.
Kv. Ragna
fimmtudagur, janúar 15, 2004
Júhúúú
Þó að hér sé frekar lítið um að vera þá hef ég eina stórfrétt.
Hun Eydís okkar er að plumma sig svo vel í skólanum eftir jólafríið að hún var valin "Pupil of the week" í sínum bekk. Þær eru að hlaða á hana alls konar gullstjörnum og gulllímmiðum fyrir frábæra frammistöðu. Þá sagði kennarinn hennar að hún talaði miklu betri ensku eftir jól en hún hefði gert fyrir jól. Greinilegt að maður þarf bara aðeins að skreppa heim og þá kemur þetta allt. Kannski bara gott að slaka aðeins á. En við Egill erum sem sagt að rifna úr stolti og Eydís verður sjálf eitthvað svo metnaðargjörn við þetta allt saman og jákvæð. Ekkert nema gott um þetta allt að segja.
En fleira var það ekki í bili
Ragna
Þó að hér sé frekar lítið um að vera þá hef ég eina stórfrétt.
Hun Eydís okkar er að plumma sig svo vel í skólanum eftir jólafríið að hún var valin "Pupil of the week" í sínum bekk. Þær eru að hlaða á hana alls konar gullstjörnum og gulllímmiðum fyrir frábæra frammistöðu. Þá sagði kennarinn hennar að hún talaði miklu betri ensku eftir jól en hún hefði gert fyrir jól. Greinilegt að maður þarf bara aðeins að skreppa heim og þá kemur þetta allt. Kannski bara gott að slaka aðeins á. En við Egill erum sem sagt að rifna úr stolti og Eydís verður sjálf eitthvað svo metnaðargjörn við þetta allt saman og jákvæð. Ekkert nema gott um þetta allt að segja.
En fleira var það ekki í bili
Ragna
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Já - ég gleymdi að segja fólki það að ég er gengin í barndóm (ungdóm) þó að ég sé alveg að verða þrítug. Jú þannig er málið með "vöxtum" að eins og margir hafa tekið eftir þá er ég búin að vera ílla haldin í andlitinu síðastliðna mánuði (nánar tiltekið síðan í mars í fyrra). Nú - ég dreif mig loksins til læknis í jólafríinu og þá kemur sem sagt í ljós að ég er með svokallað "Rósarrauða" sem er einkenni svipað og unglingabólur nema bara bólgið og rautt. (Ekkert ógeslegt með). Þannig að ég fékk allskyns rándýr krem og núna er farin að sjást árangur. Þetta var svona update fyrir þá sem höfðu áhyggjur. (sennilega engin)
Allavegana, ég fór í mæðraskoðun áðan og það var örugglega dældur úr mér líter af blóði til að gera alls konar rannsóknir. Annars var allt fínt og ég er komin formlega 17 vikur (rúmlega) á leið. Svo er það næst sónar í byrjun febrúar.
En verð að halda áfram að læra
Bið að heilsa
Ragna
Allavegana, ég fór í mæðraskoðun áðan og það var örugglega dældur úr mér líter af blóði til að gera alls konar rannsóknir. Annars var allt fínt og ég er komin formlega 17 vikur (rúmlega) á leið. Svo er það næst sónar í byrjun febrúar.
En verð að halda áfram að læra
Bið að heilsa
Ragna
mánudagur, janúar 12, 2004
Hæ
Ég er nú að skrifa og monta mig af því hvað við vorum einstaklega spræk og dugleg í gær. Við vöknuðum - nei við skulum ekkert minnast á það. Frekar óhagstætt fyrir mig. En allavegana, þegar við vorum öll komin á fætur ákváðum við að þvo bílinn. Hann var sem sagt tekinn í nefið (að innan) og veitti sko ekki af. Nú þegar inn var komið ætluðum við að gera stórhreingerningu inni hjá okkur en þá hringdu Jóhanna og Atli og spurðu okkur hvort að við vildum koma í keilu. Við þáðum boðið og ákvaðum að hittast klukkutíma seinna við keilusalinn. Þá gerðist nokkuð stórmerkilegt.....það var eins og við hefðum öll fengið sinnepssprautu í rassinn því að á rétt rúmum hálftíma var búið að taka til, ryksuga, þrífa baðið og ganga frá. Frekar merkilegt afrek fannst okkur. Meira segja Eydís tók til inni hjá sér og bjó um rúmið sitt.
En svo skelltum við okkur í keilu og fara nú misjafnar sögur af því. Eitt er þó hægt að segja að við náðum öll að skora yfir 100 í báðum leikjunum. Eydís og Guðrún dóttir þeirra léku sér svo fínt saman að við vissum nánast ekki að þær væru með. Svo var María litla bara í vagninum sínum og horfði á (6 mánaða).
Eftir keiluna fóru kallarnir með stelpurnar í klessubílana (það er allt þarna inni) og svo var farið í einhver fleiri leiktæki. Að lokum enduðum við inni á Fridays og fengur okkur heljarinnar steikur með öllu.
Frábær sunnudagur.
Kv. Ragna
Ég er nú að skrifa og monta mig af því hvað við vorum einstaklega spræk og dugleg í gær. Við vöknuðum - nei við skulum ekkert minnast á það. Frekar óhagstætt fyrir mig. En allavegana, þegar við vorum öll komin á fætur ákváðum við að þvo bílinn. Hann var sem sagt tekinn í nefið (að innan) og veitti sko ekki af. Nú þegar inn var komið ætluðum við að gera stórhreingerningu inni hjá okkur en þá hringdu Jóhanna og Atli og spurðu okkur hvort að við vildum koma í keilu. Við þáðum boðið og ákvaðum að hittast klukkutíma seinna við keilusalinn. Þá gerðist nokkuð stórmerkilegt.....það var eins og við hefðum öll fengið sinnepssprautu í rassinn því að á rétt rúmum hálftíma var búið að taka til, ryksuga, þrífa baðið og ganga frá. Frekar merkilegt afrek fannst okkur. Meira segja Eydís tók til inni hjá sér og bjó um rúmið sitt.
En svo skelltum við okkur í keilu og fara nú misjafnar sögur af því. Eitt er þó hægt að segja að við náðum öll að skora yfir 100 í báðum leikjunum. Eydís og Guðrún dóttir þeirra léku sér svo fínt saman að við vissum nánast ekki að þær væru með. Svo var María litla bara í vagninum sínum og horfði á (6 mánaða).
Eftir keiluna fóru kallarnir með stelpurnar í klessubílana (það er allt þarna inni) og svo var farið í einhver fleiri leiktæki. Að lokum enduðum við inni á Fridays og fengur okkur heljarinnar steikur með öllu.
Frábær sunnudagur.
Kv. Ragna
laugardagur, janúar 10, 2004
Halló, halló
Núna erum við Egill orðnir stoltir eigendur af ristavél. (Egill vill segja brauðrist) Doesn´t matter. Já- við ákváðum að þetta gengi ekki lengur enda liðin rúm 2 ár síðan að gamla vélin okkar gaf upp öndina. Við komumst svo á bragðið hjá Gillí og Palla og ákváðum að nú væri ekki aftur snúið. Ristevélin yrði keypt. Ekki voru nú útlátin mikil því að vélin góða kostaði ekki nema 10 pund (1280 krónur) en er búin ýmiskonar tækninýjungum svo sem brauðþíðara, brauðupphitara, eject-takka ofl. sniðugt.
Annars er best að koma því á framfæri fyrir þá sem ekki vita að við Egill eigum von á barni um miðjan júní. Hana nú......nú ættu allir að vera orðnir upplýstir. Já, það var kominn tími til að við fjölguðum kyni okkar enda þvílíkt eðalkyn til að fjölga. Sjáið þið bara Eydísi.....einstaklega vel heppnað eintak.
Já - ég minntist á tölvuna í síðasta bloggi og nú liggur úrskurður fyrir. Örgjörfinn er dáinn og má því kenna um að viftan var ekki að virka eins og skyldi. Einnig var önnur vifta sem kælir einhversstaðar hjá rafmagnsinntakinu líka biluð og við neyðumst víst til að kaupa allt nýtt. Reyndar er í lagi með harðadiskinn og vinnsluminnið og verður það sennilega sett inn í nýju tölvuna. Við erum einstaklega spennt fyrir því að fá okkur flatan skjá og eru þeir hræódýrir hérna. Reyndar er hræódýrt að kaupa sér RISA-tölvur hérna og það verður víst að láta út fyrir því.
Jæja - er að fara að borða pizzuna sem að Egill bakaði handa okkur
Bið að heilsa
Ragna
Núna erum við Egill orðnir stoltir eigendur af ristavél. (Egill vill segja brauðrist) Doesn´t matter. Já- við ákváðum að þetta gengi ekki lengur enda liðin rúm 2 ár síðan að gamla vélin okkar gaf upp öndina. Við komumst svo á bragðið hjá Gillí og Palla og ákváðum að nú væri ekki aftur snúið. Ristevélin yrði keypt. Ekki voru nú útlátin mikil því að vélin góða kostaði ekki nema 10 pund (1280 krónur) en er búin ýmiskonar tækninýjungum svo sem brauðþíðara, brauðupphitara, eject-takka ofl. sniðugt.
Annars er best að koma því á framfæri fyrir þá sem ekki vita að við Egill eigum von á barni um miðjan júní. Hana nú......nú ættu allir að vera orðnir upplýstir. Já, það var kominn tími til að við fjölguðum kyni okkar enda þvílíkt eðalkyn til að fjölga. Sjáið þið bara Eydísi.....einstaklega vel heppnað eintak.
Já - ég minntist á tölvuna í síðasta bloggi og nú liggur úrskurður fyrir. Örgjörfinn er dáinn og má því kenna um að viftan var ekki að virka eins og skyldi. Einnig var önnur vifta sem kælir einhversstaðar hjá rafmagnsinntakinu líka biluð og við neyðumst víst til að kaupa allt nýtt. Reyndar er í lagi með harðadiskinn og vinnsluminnið og verður það sennilega sett inn í nýju tölvuna. Við erum einstaklega spennt fyrir því að fá okkur flatan skjá og eru þeir hræódýrir hérna. Reyndar er hræódýrt að kaupa sér RISA-tölvur hérna og það verður víst að láta út fyrir því.
Jæja - er að fara að borða pizzuna sem að Egill bakaði handa okkur
Bið að heilsa
Ragna
föstudagur, janúar 09, 2004
Halló allir og gleðilegt nýtt ár.
Nú er stórfjölskyldan loksins komin heim í heiðardalinn. Hérna er fínt veður um 10 stiga hiti og skiptist á með skin og skúrum. Maður var nú samt hálf vankaður við heimkomuna enda leiðinda ferðalag sem byrjaði klukkan fimm um morgunin. En ekki er hægt að kvarta yfir því.
Nú dvölin á Íslandi var svona frábær þó að við næðum ekki að hitta alla vini okkar en eins og allir vita er nánasta fjölskylda í fyrirrúmi og tíminn takmarkaður. Við höfðum það líka stórgott í Bakkagerði og mælum sérstaklega með því að Gislína taki að sér að reka gistiheimili. Okkur fannst allavegana sambúðin ganga með eindæmum vel (það var eins og við hefðum alltaf búið saman). Kannski í góðri æfingu eftir sameiginlegar Lynghaga ferðir.
Annars var allt á sínum stað þegar heim var komið..... eina sem setti strik í reikninginn var að svo virðist sem að annar ísskápurinn hafi lekið (já við erum með tvo) og parketið er smá bólgið. Ég veit ekki hvað hefur gerst því að við skildum þá tvo eftir í sambandi en það virðist sem að slokknað hafið minni skápnum því það var eins og einhver hefðir affryst frystihólfið (var fullt af klaka) en svo hefður kviknað á honum aftur því að allur maturinn í hólfinu var frosin þegar við komum aftur. Hefur einhver heyrt um sjálfvirkan affrystara??? Bara spyr.
Já og talvan okkar bilaði. Það var ekki gott því að ég þarf að skila tveimur ritgerðum innan skamms og má eiginlega ekki við þessu. Egill lánaði mér reyndar fartölvuna sína á meðan að mín er í viðgerð en það er ekki það sama.
En Eydís fór í skólann í gær í fyrsta sinn eftir jólafríið og stóð sig líka svona vel. Þegar ég sótti hana þá var kennarinn hennar alveg yfir sig ánægð hvað hún hafði tekið miklum framförum í enskunni og sagði að Eydís hefði tala við hana "nonstop" allan morgunin. Það þarf greinilega að taka sér frí til Íslands til að taka framförum í ensku (muna það). Hún var líka svakalega ánægð með sjálfa sig því að hún fékk gullstjörnu í bókina sína og gull-límmiða á peysuna sína (sem er einskonar æðsta viðurkenningin eftir daginn). :-)
Jæja - ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Kveðja Ragna
Nú er stórfjölskyldan loksins komin heim í heiðardalinn. Hérna er fínt veður um 10 stiga hiti og skiptist á með skin og skúrum. Maður var nú samt hálf vankaður við heimkomuna enda leiðinda ferðalag sem byrjaði klukkan fimm um morgunin. En ekki er hægt að kvarta yfir því.
Nú dvölin á Íslandi var svona frábær þó að við næðum ekki að hitta alla vini okkar en eins og allir vita er nánasta fjölskylda í fyrirrúmi og tíminn takmarkaður. Við höfðum það líka stórgott í Bakkagerði og mælum sérstaklega með því að Gislína taki að sér að reka gistiheimili. Okkur fannst allavegana sambúðin ganga með eindæmum vel (það var eins og við hefðum alltaf búið saman). Kannski í góðri æfingu eftir sameiginlegar Lynghaga ferðir.
Annars var allt á sínum stað þegar heim var komið..... eina sem setti strik í reikninginn var að svo virðist sem að annar ísskápurinn hafi lekið (já við erum með tvo) og parketið er smá bólgið. Ég veit ekki hvað hefur gerst því að við skildum þá tvo eftir í sambandi en það virðist sem að slokknað hafið minni skápnum því það var eins og einhver hefðir affryst frystihólfið (var fullt af klaka) en svo hefður kviknað á honum aftur því að allur maturinn í hólfinu var frosin þegar við komum aftur. Hefur einhver heyrt um sjálfvirkan affrystara??? Bara spyr.
Já og talvan okkar bilaði. Það var ekki gott því að ég þarf að skila tveimur ritgerðum innan skamms og má eiginlega ekki við þessu. Egill lánaði mér reyndar fartölvuna sína á meðan að mín er í viðgerð en það er ekki það sama.
En Eydís fór í skólann í gær í fyrsta sinn eftir jólafríið og stóð sig líka svona vel. Þegar ég sótti hana þá var kennarinn hennar alveg yfir sig ánægð hvað hún hafði tekið miklum framförum í enskunni og sagði að Eydís hefði tala við hana "nonstop" allan morgunin. Það þarf greinilega að taka sér frí til Íslands til að taka framförum í ensku (muna það). Hún var líka svakalega ánægð með sjálfa sig því að hún fékk gullstjörnu í bókina sína og gull-límmiða á peysuna sína (sem er einskonar æðsta viðurkenningin eftir daginn). :-)
Jæja - ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Kveðja Ragna