sunnudagur, febrúar 06, 2005

Nýtt orð
Sko - ég var að lesa bloggið hennar Gillíar og þar sagði hún henni fyndist hún vera 100% letingi. Rósa systir hennar sagði bara iss, það væri sko ekki neitt því hún væri sjálf 271% letingi. Þetta setur mig í heljarinnar vandræði. Nú ég hef alltaf verið letingi af guðs náð og alltaf reynt að komast hjá því að gera leiðinlega hluti eins lengi og hægt er. En þegar að tvær af duglegustu konunum sem ég þekki segjast vera letingjar þá sé ég mig tilneydda að finna upp orð sem að lýsir mér - helst eitthvað verra en letingi. Allar tillögur vel þegnar.
Heilsufar Aberdeenbúa er eitthvað misjafnt, Egill og Eydís eru bara hress en ég og Einar erum ennþá eitthvað tuskuleg. Hann er reyndar allur að koma til á meðan að ég versna og er komin með hita.
Talandi um hita - ég var að kaupa snilldartæki. Hitamælir í eyra..... hræbillegt og gefur hitastigið á millísekúndu. Svakalega sniðugt.
En það minnir mig á eitt sem mig langaði að segja ykkur. Ég fór með Einar til læknis um daginn því ég var ekki viss hvort hann væri með eyrnabólgu eða ekki. Þar lýsi ég því að hann sé búin að fá hitalækkandi í tvo daga með því að fá stíl. Þá varð læknirinn hissa...... hann sagðist bara hreinlega ekki vita af neinum ungum mömmum í dag sem gæfu börnunum sínum stíl. (Sko það er hægt að kaupa hitalækkandi líka í vökvaformi - mér finnst það bara ekki virka eins vel). Já- læknirinn sagði að ungar skoskar mömmur gerðu ekki svona, fyndist það ógeðslegt að stinga einhverju upp í rassinn á barninu. Hann dáðist mikið af mér fyrir þetta og af Einari því hann var svo duglegur að láta skoða í sér eyrun. En þá vitum við það !!
Fleira var það ekki í bili
Kv. R
ps. til að skrifa comment er best að gera "post anonymously" - þá er ekkert innskráningarvesen.

8 Comments:

At 8:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fann anonymous kommentið að lokum. Held að þú sért eitthvað að misskilja þetta Ragna með dugnaðinn. Þekki fáar konum sem eru jafn hrikalega duglegar og þú og framtakssamar við alla skapaða hluti, öfunda þig þvílíkt af allri orkunni og nennunni við að koma flóknum og erfiðum verkefnum í framkvæmd á mettíma. Kannski er munurinn bara sá að þú frestar því sem þér þykir leiðinlegt og framkvæmir það skemmtilega meðan ég er alltaf að gera það sem mér finnst leiðinlegt og nenni svo ekki að framkvæma það sem mig helst langar til. Læknisheimsóknin sannar það að Íslendingar eru sko engar pempíur og eru í orðsins fyllstu merkingu alvöru fólk og þá sérstaklega íslenskar mömmur. Vona svo sannarlega að þið náið ykkur af flensudrullunni.

 
At 9:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló sá sem síðast skrifaði comment......hver ertu?? Muna að kvitta í lokin.... annars grunar mig helst að þetta hafi verið Gillí eða Rósa... er það rétt hjá mér?? Kv. Ragna

 
At 11:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta er ég - Gillí, kannski ég ætti bara að nota innskráninguna, var búin að búa til notkunarorð og allt.

 
At 3:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta er ófyrirgefanlegt!!!! Ég var búin að skrifa helling og þá allt í einu hvarf allt sem ég var búin að nota hæfileikana til. Fóru sum sé fyrir lítið. -

En í alvöru talað - hvert getur þetta hafa farið. Eru skrifin mín fljótandi í einhverju tómarúmi um geiminn???

En ef orð er allt og sumt sem þarf að finna er svarið einfalt LEÐINGI. Maður er bara svooooooooo latur - að T-ið heyrist ekki og það Ð kemur í staðinn.

En ég get huggað þig með því að þú ert ekki löt. Þú hefur bara erft eitt örlítið öreindabrot af FRAMKVÆMDAFÆLNI minni.

Það hreint út sagt gustar allt í kringum þig og strókurinn aftur úr þér þegar þú ætlar þér e-ð, svo ekki kvarta undan leti.

Ég skal hinsvegar vorkenna þér að vera veik druslan mín (var þetta ekki sætt?)
Það er meira en segja það að vera með hita og beinverki og eiga jafnframt að hugsa um tvö börn, heimili og skrifa ca. 250 orð á dag. Svo þarf nú eiginmaðurinn líkast til einhverja athygli!!!

Vonandi fara nú allir að verða hressir fljótlega.

Ástarkveðjur til allra.
Mams

 
At 11:18 e.h., Blogger Halli, Lára og Helena said...

Ragna, letingi. Are you from you!!!! Það er nú það síðasta sem mér mundi detta í hug um dugnaðarforkinn hana vinkonu mína Rögnu. Ragna þú ert ekki letingi. Við öll hin öfundum þig af þínum krafti og framtakssemi, og hana nú og hafi það!
knús og kram. Lára

 
At 2:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ninest123 10.31
michael kors outlet, tiffany jewelry, replica watches, michael kors outlet, louis vuitton outlet, prada handbags, michael kors outlet, jordan shoes, polo ralph lauren outlet, prada outlet, kate spade outlet, louis vuitton, chanel handbags, louis vuitton, michael kors outlet, ray ban sunglasses, coach outlet, christian louboutin outlet, burberry outlet online, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, polo ralph lauren outlet, oakley sunglasses, tiffany and co, nike air max, ugg boots, ugg boots, replica watches, nike air max, louboutin outlet, kate spade handbags, cheap oakley sunglasses, nike outlet, ray ban sunglasses, louboutin, burberry, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, gucci outlet, nike free, longchamp outlet, oakley sunglasses, longchamp outlet, tory burch outlet, michael kors, louboutin shoes, louis vuitton, ugg boots, michael kors outlet

 
At 2:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

canada goose uk, thomas sabo, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, ugg boots uk, louis vuitton, karen millen, pandora jewelry, coach outlet, moncler outlet, doudoune canada goose, converse outlet, ugg pas cher, michael kors handbags, moncler, toms shoes, replica watches, canada goose, marc jacobs, wedding dresses, barbour, moncler, moncler, supra shoes, swarovski, michael kors outlet online, ugg,ugg australia,ugg italia, sac louis vuitton pas cher, links of london, moncler, canada goose outlet, lancel, moncler, doke gabbana outlet, louis vuitton, juicy couture outlet, pandora charms, barbour jackets, moncler, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, pandora charms, michael kors outlet, swarovski crystal, moncler, canada goose, canada goose, pandora jewelry, bottes ugg, hollister, montre pas cher
ninest123 10.31

 
At 7:10 f.h., Blogger 柯云 said...

2015-12-25keyun
tory burch outlet online
christian louboutin shoes
louis vuitton bags
ugg australia
abercrombie
uggs on sale
michael kors outlet
michael kors outlet
canada goose coats
air max 95
ugg boots sale
coach outlet store
jordan 11s
ralph lauren outlet
nike air max
ray-ban sunglasses
louis vuitton purses
retro 11
coach factory outlet
swarovski crystal
canada goose outlet
cheap air jordans
michael kors outlet clearance
coach outlet
ugg sale
michael kors handbags
michael kors bags
chanel handbags
michael kors outlet
adidas superstar shoes
michael kors outlet sale
kobe 8
michael kors outlet
canada goose jackets
oakley sunglasses cheap
air force 1 trainers
kevin durant shoes
ralph lauren
uggs for women
mont blanc pens

 

Skrifa ummæli

<< Home