Litla fólkið í Háagerðinu
mánudagur, janúar 31, 2005
Sund-dagurinn mikli
Eydís fór í fyrsta sundnámskeiðið áðan. Við vorum mættar í sundlaugina kl. 10,30 og út í laug korteri síðar (þ.e. Eydís, ekki ég). Það svamlaði hún um með 9 öðrum krökkum í rúmar 40 mínútur og er ekki annað hægt að segja en að þetta hafi bara gengið rosalega vel. Hún allavegana fór á hundasundi (með armhringi) fram og til baka nokkrum sinnum. Ég var mjög ánægð með hana. Hún er annars orðin hress, bara með pínulítinn hósta.
Einar er ennþá kvefaður og er með hósta. Hann er samt orðin miklu hressari og búin að fá aftur matarlystina. Hann hefur líka fengið kraftinn aftur og er óstöðvandi sem fyrr.
Ég aftur á móti er með kvef og beinverki enda varla eðlilegt annað eftir að vera búin að hafa tvo krakka hóstandi og hnerrandi yfir mig allan daginn. Þannig að það hefur ekki unnist mikið í ritgerðinni undanfarna daga en ég get samt tilkynnt það að ég er komin með 2000 (6 bls) skrifuð orð. Ég veit að það hljómar ekki mikið en það er samt 10% af heildarfjöldanum. Ég er sko að reyna að hljóma bjartsýn þrátt fyrir mikið mótlæti og seinagang. En eins og komið er þarf ég að skrifa 1700 orð á viku til að ná að skila á réttum tíma. Það hljómar ekki mikið en er agalega erfitt. Jæja - nóg komið af kvarti.
Framundan er tiltekt í garðinum og þrif á bílhræinu sem stendur fyrir utan húsið okkar. Jibbí,,,,,gaman, gaman.
Kv. Ragna
Eydís fór í fyrsta sundnámskeiðið áðan. Við vorum mættar í sundlaugina kl. 10,30 og út í laug korteri síðar (þ.e. Eydís, ekki ég). Það svamlaði hún um með 9 öðrum krökkum í rúmar 40 mínútur og er ekki annað hægt að segja en að þetta hafi bara gengið rosalega vel. Hún allavegana fór á hundasundi (með armhringi) fram og til baka nokkrum sinnum. Ég var mjög ánægð með hana. Hún er annars orðin hress, bara með pínulítinn hósta.
Einar er ennþá kvefaður og er með hósta. Hann er samt orðin miklu hressari og búin að fá aftur matarlystina. Hann hefur líka fengið kraftinn aftur og er óstöðvandi sem fyrr.
Ég aftur á móti er með kvef og beinverki enda varla eðlilegt annað eftir að vera búin að hafa tvo krakka hóstandi og hnerrandi yfir mig allan daginn. Þannig að það hefur ekki unnist mikið í ritgerðinni undanfarna daga en ég get samt tilkynnt það að ég er komin með 2000 (6 bls) skrifuð orð. Ég veit að það hljómar ekki mikið en það er samt 10% af heildarfjöldanum. Ég er sko að reyna að hljóma bjartsýn þrátt fyrir mikið mótlæti og seinagang. En eins og komið er þarf ég að skrifa 1700 orð á viku til að ná að skila á réttum tíma. Það hljómar ekki mikið en er agalega erfitt. Jæja - nóg komið af kvarti.
Framundan er tiltekt í garðinum og þrif á bílhræinu sem stendur fyrir utan húsið okkar. Jibbí,,,,,gaman, gaman.
Kv. Ragna
föstudagur, janúar 28, 2005
Upp og Niður (ojojoj)
Já - hérna er sko ástand. Eydís vaknaði kl. 05,00 þarsíðustu nótt með líka svona niðurgang. Var svo þannig það sem eftir var næturs og fram eftir degi á korters fresti - litla greyið. Á endanum var hún orðin alveg örmagna og sofnaði í smá stund. Hún gubbaði líka einu sinni um morguninn og aftur núna í gærkvöldi. Í nótt skreið hún svo uppí - brennandi heit og sagðist hafa dreymt ílla. Hún er ennþá með niðurgang en er nokkuð hressari heldur en í gær. Angans hróið. Einar litli bróðir hennar skilur ekkert í því af hverju Eydís vill ekki leika við hann og hann vælir bara utan í henni. En vonandi fer þetta að jafna sig.
Við Egill horfðum á Farenheit 9/11 í gærkvöldi. Við erum bæði sammála um það að spillingin er allsstaðar, líka á Íslandi. Þessi mynd staðfesti ýmislegt varðandi Bush og varpaði nýju ljósi á stríðið og undanfara þess. Hrikalegt - ég get ekki annað sagt. Og svo var hann aftur kosin forseti- how stupid can people be!!
En best að tjá sig ekki of mikið um svona málefni - maður gæti endað á svarta listanum !!
Bið að heilsa í bili
Ragna skoðanafrelsishræðslupúki
Já - hérna er sko ástand. Eydís vaknaði kl. 05,00 þarsíðustu nótt með líka svona niðurgang. Var svo þannig það sem eftir var næturs og fram eftir degi á korters fresti - litla greyið. Á endanum var hún orðin alveg örmagna og sofnaði í smá stund. Hún gubbaði líka einu sinni um morguninn og aftur núna í gærkvöldi. Í nótt skreið hún svo uppí - brennandi heit og sagðist hafa dreymt ílla. Hún er ennþá með niðurgang en er nokkuð hressari heldur en í gær. Angans hróið. Einar litli bróðir hennar skilur ekkert í því af hverju Eydís vill ekki leika við hann og hann vælir bara utan í henni. En vonandi fer þetta að jafna sig.
Við Egill horfðum á Farenheit 9/11 í gærkvöldi. Við erum bæði sammála um það að spillingin er allsstaðar, líka á Íslandi. Þessi mynd staðfesti ýmislegt varðandi Bush og varpaði nýju ljósi á stríðið og undanfara þess. Hrikalegt - ég get ekki annað sagt. Og svo var hann aftur kosin forseti- how stupid can people be!!
En best að tjá sig ekki of mikið um svona málefni - maður gæti endað á svarta listanum !!
Bið að heilsa í bili
Ragna skoðanafrelsishræðslupúki
mánudagur, janúar 24, 2005
Strákar og stelpur
Mig langar til að lýsa því hvernig ég upplifi þann mun að eiga stelpu annars vegar og strák hins vegar.
Eydís: Þegar að Eydís fæddist kom snemma í ljós að litla snúllan hafði sérstaklega viðkvæm eyru því aðeins 20 daga gömul varð hún brjáluð þegar að við hin hófumst handa við að opna jólagjafirnar. Skrjáfið í pappírnum var henni ekki að skapi og setti línurnar um það sem á eftir kom. Hún hefur alveg óskaplega lítið hjarta og gat ekki hugsað sér neinn hávaða, hvorki að gera hann sjálf né að hlusta á aðra framleiða hann. Alveg frá því að hún var lítil rúsína hefur hún verið skíthrædd við ryksuguna, hárþurkuna og önnur heimilistæki sem framleiða hávaða. Þegar hún var farin að hafa vit til að forða sér, hljóp hún inn í herbergi og lokaði hurðinni á meðan að óskapans ryksugan vann sína vinnu. Ryksugufóbían rann síðan sitt skeið á enda rétt eftir þriggja ára aldurinn. Eydís hefur alltaf verið fjörug en á prinsessulegan hátt..... ekki þótt gott að verða mikið skítug né að bagslast eitthvað um..... allt gert á frekar yfirvegaðan hátt, alveg yndislegt barn. Þó að hávaðafóbían sé farin þá er Eydís ennþá mjög yfirveguð og það eru aldrei læti í henni. Hún er einstaklega dugleg stelpa og kemur það sérlega í ljós í þeirri vinnu sem hún vinnur í skólanum. En þar leggur hún mikla áherslu á að allt sé vel gert og sérstaklega áherslu leggur hún á að bæta framburðin og fjölga orðunum. Ótrúleg stelpa.
Einar: Þegar Einar kom í heiminn kom strax í ljós að þar var sérstaklega sterkur strákur á ferðinni því að það þurfti aldrei að styðja undir höfuðið á honum og bara nokkurra daga gamall lá hann á maganum og lyfti sér upp. Þessi strákur gerir allt öfugt við það sem systir hans gerði. Hann gargar og öskrar þegar hann fær ekki það sem hann vill. Veður út um allt og rífur og tætir allt sem á vegi hans verður. Hann hefur sérstakt dálæti á ryksugunni, hvort sem hún er í gangi eða ekki. Þegar ekki er verið að nota hana leikur hann sér að rananum og snúrunni. Þegar að ryksugan er í gangi hitnar aftur á móti í kolunum og úr verður mikill eltingarleikur, næ ég henni eða næ ég henni ekki. Rosa gaman. Þar mótar ekki fyrir neinni yfirvegun, þolinmæði né rólegheitum....bara þrautseigjan og þrjóskan. Ég geri mér grein fyrir að það er erfitt að segja til um hvernig hann Einar litli verður í framtíðinni en ef fyrstu sjö mánuðirnir hafa eitthvað að segja þá má gera ráð fyrir að við Egill verðum orðin spengileg og fín innan tíðar....hehehe.
Já - eins og þau eru nú lík útlits systkynin þá eru þau ótrúlega ólíkir persónuleikar. Hann Einar minn má þakka fyrir hvað hann á góða systur sem nennir alltaf að leika við hann og passa hann. (Venjulega launar hann henni það með því að rífa í hárið á henni.)
Jæja - þetta var nú smá innsýn inní börnin í Abbó
Kveðja Ragna
Mig langar til að lýsa því hvernig ég upplifi þann mun að eiga stelpu annars vegar og strák hins vegar.
Eydís: Þegar að Eydís fæddist kom snemma í ljós að litla snúllan hafði sérstaklega viðkvæm eyru því aðeins 20 daga gömul varð hún brjáluð þegar að við hin hófumst handa við að opna jólagjafirnar. Skrjáfið í pappírnum var henni ekki að skapi og setti línurnar um það sem á eftir kom. Hún hefur alveg óskaplega lítið hjarta og gat ekki hugsað sér neinn hávaða, hvorki að gera hann sjálf né að hlusta á aðra framleiða hann. Alveg frá því að hún var lítil rúsína hefur hún verið skíthrædd við ryksuguna, hárþurkuna og önnur heimilistæki sem framleiða hávaða. Þegar hún var farin að hafa vit til að forða sér, hljóp hún inn í herbergi og lokaði hurðinni á meðan að óskapans ryksugan vann sína vinnu. Ryksugufóbían rann síðan sitt skeið á enda rétt eftir þriggja ára aldurinn. Eydís hefur alltaf verið fjörug en á prinsessulegan hátt..... ekki þótt gott að verða mikið skítug né að bagslast eitthvað um..... allt gert á frekar yfirvegaðan hátt, alveg yndislegt barn. Þó að hávaðafóbían sé farin þá er Eydís ennþá mjög yfirveguð og það eru aldrei læti í henni. Hún er einstaklega dugleg stelpa og kemur það sérlega í ljós í þeirri vinnu sem hún vinnur í skólanum. En þar leggur hún mikla áherslu á að allt sé vel gert og sérstaklega áherslu leggur hún á að bæta framburðin og fjölga orðunum. Ótrúleg stelpa.
Einar: Þegar Einar kom í heiminn kom strax í ljós að þar var sérstaklega sterkur strákur á ferðinni því að það þurfti aldrei að styðja undir höfuðið á honum og bara nokkurra daga gamall lá hann á maganum og lyfti sér upp. Þessi strákur gerir allt öfugt við það sem systir hans gerði. Hann gargar og öskrar þegar hann fær ekki það sem hann vill. Veður út um allt og rífur og tætir allt sem á vegi hans verður. Hann hefur sérstakt dálæti á ryksugunni, hvort sem hún er í gangi eða ekki. Þegar ekki er verið að nota hana leikur hann sér að rananum og snúrunni. Þegar að ryksugan er í gangi hitnar aftur á móti í kolunum og úr verður mikill eltingarleikur, næ ég henni eða næ ég henni ekki. Rosa gaman. Þar mótar ekki fyrir neinni yfirvegun, þolinmæði né rólegheitum....bara þrautseigjan og þrjóskan. Ég geri mér grein fyrir að það er erfitt að segja til um hvernig hann Einar litli verður í framtíðinni en ef fyrstu sjö mánuðirnir hafa eitthvað að segja þá má gera ráð fyrir að við Egill verðum orðin spengileg og fín innan tíðar....hehehe.
Já - eins og þau eru nú lík útlits systkynin þá eru þau ótrúlega ólíkir persónuleikar. Hann Einar minn má þakka fyrir hvað hann á góða systur sem nennir alltaf að leika við hann og passa hann. (Venjulega launar hann henni það með því að rífa í hárið á henni.)
Jæja - þetta var nú smá innsýn inní börnin í Abbó
Kveðja Ragna
miðvikudagur, janúar 19, 2005
Leikskólaferill Einars byrjaði vel eða hittó. Hann vaknaði í gærmorgun með bullandi hita. Greyið litla gat ekki einu sinni staðið upp, sat bara og snökti. Hann var með rétt um 39,7 stiga hita og var í fanginu á mér meira og minna allan daginn. Síðan hresstist hann heldur um kvöldið og var fínn núna í morgun. Okkur grunar helst að hann sé að fá fleiri tennur því að hann er ekki með neitt kvef, hósta eða eitthvað annað sem ætti að framkalla hita. Allavegana, hann er orðin fínn aftur og er búin að vera eins og engill að leika sér í allan morgun.
Ég er búin að skoða fasteignavefina á Íslandi. Ég get svarið það..... verðið er bara að rjúka upp og spár segja enn meiri verðhækkun framundan. Með þessu áframhaldi getum við ekki flutt heim... verðum bara föst hérna úti eða einhversstaðar annarsstaðar þar sem fasteignaverð er ekki fáranlegt.
Jæja - eins og venjulega hef eg ekkert fleira að segja
Kv. R
Ég er búin að skoða fasteignavefina á Íslandi. Ég get svarið það..... verðið er bara að rjúka upp og spár segja enn meiri verðhækkun framundan. Með þessu áframhaldi getum við ekki flutt heim... verðum bara föst hérna úti eða einhversstaðar annarsstaðar þar sem fasteignaverð er ekki fáranlegt.
Jæja - eins og venjulega hef eg ekkert fleira að segja
Kv. R
mánudagur, janúar 17, 2005
Einar á leikskóla - skrýtin tilhugsun. En svona var það í morgun þegar ég keyrði litla angastýrið mitt til að fara á leikskóla í fyrsta skipti. Við mættum kl. 09:15 og hann fór bara strax að leika sér og leit ekki einu sinni á mig þegar ég fór út. Svo skildist mér að hann hefði reyndar orðið svolítið órólegur um það leyti sem hann átti að fara að sofa og hann þurfti víst smá tíma til að jafna sig. (það gerir hann reyndar heima hjá sér líka) En svo sofnaði hann og svaf í 1 klst og þrjú korter. Borðaði hádegismatinn sinn, kúkaði og fór svo að leika. Hann tók ekki eftir mér þegar ég kom inn og svo loksins þegar hann sá mig þá rétt leit hann á mig og hélt svo áfram að leika. Þannig að það er ekki hægt að segja annað en að dagurinn hans hafi barasta verið ágætur. Ég aftur á móti var með verra móti og það hrundu tárin á leiðinni heim eftir að hafa skilið hann eftir,,,,,,, hann er svooo lítilll. En það jafnaði sig fljótt og ég hellti mér út í vinnu og náði að vinna samfleytt í fjóra og hálfan tíma, engin smá munur.
..... læt þetta duga í dag
kv. Ragna
..... læt þetta duga í dag
kv. Ragna
laugardagur, janúar 15, 2005
Skrýtin dagur
Egill kom heim í hádeginu á föstudaginn sem er svo sem ekkert nýtt nema fyrir þær sakir að hann (ásamt fleirum) hafði verið sagt að rýma bygginguna. Haldið var að maður gengi um gangana skjótandi byssu. Löggan var mætt á svæðið og öllum sagt að yfirgefa svæðið. Þannig að Egill fór bara heim. Þegar hann skaust svo til að sækja Eydísi renndi hann við hjá skólanum og sá að allar löggurnar voru farnar svo að það var greinilega óhætt að fara aftur að vinna. Þegar hann fór að spyrjast um hvað hefði verið í gangi þá kom í ljós að einhver hafði hennt heftara í skjalaskáp og einhver annar heyrði það og ákvað að þetta væri byssuskot. Hringdi í lögguna og þar fram eftir götunum. Mér og Agli fannst þetta alveg ógurlega fyndið. Að ákveða bara að það væri verið að skjóta úr byssu frekar en að hugsa rökrétt og kanna aðeins umhverfið.
Allavegana - þetta var það mest spennandi sem hefur komið fyrir okkur síðustu mánuði.
Egill skellti sér á pöbbinn með strákunum úr skólanum og reyndi að kenna þeim að taka í nefið. Þeim fannst þetta alveg agalega hressandi sögðu þeir um leið og tárin láku úr augunum á þeim. Svo þegar að pöbbinn lokaði fóru þeir heim til Frasier sem er skrifstofufélagi Egils. Þar var setið að sumbli til rúmlega þrjú, þá skjögraði minn maður heim agalega skemmtilegur eins og alltaf þegar hann er smá í glasi. Ég hef það fyrir sið að fara á fætur og spjalla aðeins við hann á meðan hann er að fá sér að borða. Það verða alltaf svo sérlega skemmtilegar samræður undir þessum kringumstæðum. Klukkan fimm gafst ég upp og staulaðist öfurþreytt aftur í rúmið á meðan að Egill sat aðeins lengur með sjálfum sér og "dram" glasinu sínu.
Laugardagurinn var þreyttur fyrir alla nema Einar. Hann svaf alla nóttina, þessi elska. Ég lagði hann kl. 21,00, hann rumskaði aðeins kl. 24,00 og svo vaknaði hann ekki aftur fyrr en kl. 07,30. Þannig að hann var í banastuði og skreið um allt þar til að morgunmaturinn hans var tilbúin. Ég er búin að komast að því að eins og honum þykir roosalega gooott að borða þá þykir honum agalegt að sitja kyrr í stólnum sínum. Hann hamast til og frá og hossar sér endalaust og rekur upp rokna kviður inn á milli til að láta mig vita að þetta sé fyrir neðan hans virðingu að sitja svona lengi á sama stað. Hann er svo frelsinu fegin þegar maturinn er búin og veit varla hvað hann á af sér að gera, hvert hann á að skríða fyrst.
Ég fór í heimsókn til nágranna míns í gær - þessi kínverska. Hún á 3 ára stelpu og svo aðra sem er rétt rúmur tveimur mánuðum eldri en Einar. Sú getur setið ágætlega en fátt annað. Einari fannst þetta nú frekar skemmtilegt leikfang, skreið eiginlega yfir hana, greip í hálsmálið á fötunum hennar og ætlaði bara að draga hana til sín. "Komdu hingað stelpa!!" Hún fór náttúrulega að gráta, greyið, enda ekki vön svona funtaskap frá litlum strákum.
jæja - nú er komin háttatími fyrir mig (klukkan orðin 23,30) Enda er ég viss um það að út af því að ég asnaðist til að monta mig af því að Einar hefði sofið alla gærnótt þá hefnist mér fyrir það og nóttin í nótt verður hræðileg - best að undirbúa sig fyrir það.
Bið að heilsa og góðar nætur
Ragna
Egill kom heim í hádeginu á föstudaginn sem er svo sem ekkert nýtt nema fyrir þær sakir að hann (ásamt fleirum) hafði verið sagt að rýma bygginguna. Haldið var að maður gengi um gangana skjótandi byssu. Löggan var mætt á svæðið og öllum sagt að yfirgefa svæðið. Þannig að Egill fór bara heim. Þegar hann skaust svo til að sækja Eydísi renndi hann við hjá skólanum og sá að allar löggurnar voru farnar svo að það var greinilega óhætt að fara aftur að vinna. Þegar hann fór að spyrjast um hvað hefði verið í gangi þá kom í ljós að einhver hafði hennt heftara í skjalaskáp og einhver annar heyrði það og ákvað að þetta væri byssuskot. Hringdi í lögguna og þar fram eftir götunum. Mér og Agli fannst þetta alveg ógurlega fyndið. Að ákveða bara að það væri verið að skjóta úr byssu frekar en að hugsa rökrétt og kanna aðeins umhverfið.
Allavegana - þetta var það mest spennandi sem hefur komið fyrir okkur síðustu mánuði.
Egill skellti sér á pöbbinn með strákunum úr skólanum og reyndi að kenna þeim að taka í nefið. Þeim fannst þetta alveg agalega hressandi sögðu þeir um leið og tárin láku úr augunum á þeim. Svo þegar að pöbbinn lokaði fóru þeir heim til Frasier sem er skrifstofufélagi Egils. Þar var setið að sumbli til rúmlega þrjú, þá skjögraði minn maður heim agalega skemmtilegur eins og alltaf þegar hann er smá í glasi. Ég hef það fyrir sið að fara á fætur og spjalla aðeins við hann á meðan hann er að fá sér að borða. Það verða alltaf svo sérlega skemmtilegar samræður undir þessum kringumstæðum. Klukkan fimm gafst ég upp og staulaðist öfurþreytt aftur í rúmið á meðan að Egill sat aðeins lengur með sjálfum sér og "dram" glasinu sínu.
Laugardagurinn var þreyttur fyrir alla nema Einar. Hann svaf alla nóttina, þessi elska. Ég lagði hann kl. 21,00, hann rumskaði aðeins kl. 24,00 og svo vaknaði hann ekki aftur fyrr en kl. 07,30. Þannig að hann var í banastuði og skreið um allt þar til að morgunmaturinn hans var tilbúin. Ég er búin að komast að því að eins og honum þykir roosalega gooott að borða þá þykir honum agalegt að sitja kyrr í stólnum sínum. Hann hamast til og frá og hossar sér endalaust og rekur upp rokna kviður inn á milli til að láta mig vita að þetta sé fyrir neðan hans virðingu að sitja svona lengi á sama stað. Hann er svo frelsinu fegin þegar maturinn er búin og veit varla hvað hann á af sér að gera, hvert hann á að skríða fyrst.
Ég fór í heimsókn til nágranna míns í gær - þessi kínverska. Hún á 3 ára stelpu og svo aðra sem er rétt rúmur tveimur mánuðum eldri en Einar. Sú getur setið ágætlega en fátt annað. Einari fannst þetta nú frekar skemmtilegt leikfang, skreið eiginlega yfir hana, greip í hálsmálið á fötunum hennar og ætlaði bara að draga hana til sín. "Komdu hingað stelpa!!" Hún fór náttúrulega að gráta, greyið, enda ekki vön svona funtaskap frá litlum strákum.
jæja - nú er komin háttatími fyrir mig (klukkan orðin 23,30) Enda er ég viss um það að út af því að ég asnaðist til að monta mig af því að Einar hefði sofið alla gærnótt þá hefnist mér fyrir það og nóttin í nótt verður hræðileg - best að undirbúa sig fyrir það.
Bið að heilsa og góðar nætur
Ragna
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Úbbsss..
Ég ákvað að taka út ljótu orðin í síðasta bloggi..... fannst þau ekki alveg eiga við enda tala ég ekki svona dagsdaglega.
Við Egill erum búin að vera frekar dugleg í átakinu og í gærkvöldi fór hann út að hlaupa og ég hamaðist á tækinu mínu á meðan. Svo gerðum við saman magauppsetur ofl. skemmtilegt. Við erum líka á fullu í því að taka allt í gegn í mataræðinu en leyfum okkur einn ákveðin nammidag/rauðvínsdag/bjórdag (Eydís nammi, ég rauðvín og Egill bjór). Annars á ég voðalega erfitt með að standast freistingar og finnst erfiðast að losna við nartþörfina þegar maður er bara hérna heima að dandalast.
já - stórar fréttir !!! Frammtönnin í efrigóm hjá Eydísi lét loksins sjá sig. Eftir rúma sex mánuði er loksins farið að sjá fram á að barnið fái tennur. Maður var nú farin að örvænta aðeins. En á móti er ein tönnin í eftrigóm orðin svo laus að hún fer að detta hvað á hverju. Þá á hún eftir að líta kostulega út........gat, gat, tönn, gat.
Búin að segja nýjar myndir inn á myndasíðuna.
Kv Ragna
Ég ákvað að taka út ljótu orðin í síðasta bloggi..... fannst þau ekki alveg eiga við enda tala ég ekki svona dagsdaglega.
Við Egill erum búin að vera frekar dugleg í átakinu og í gærkvöldi fór hann út að hlaupa og ég hamaðist á tækinu mínu á meðan. Svo gerðum við saman magauppsetur ofl. skemmtilegt. Við erum líka á fullu í því að taka allt í gegn í mataræðinu en leyfum okkur einn ákveðin nammidag/rauðvínsdag/bjórdag (Eydís nammi, ég rauðvín og Egill bjór). Annars á ég voðalega erfitt með að standast freistingar og finnst erfiðast að losna við nartþörfina þegar maður er bara hérna heima að dandalast.
já - stórar fréttir !!! Frammtönnin í efrigóm hjá Eydísi lét loksins sjá sig. Eftir rúma sex mánuði er loksins farið að sjá fram á að barnið fái tennur. Maður var nú farin að örvænta aðeins. En á móti er ein tönnin í eftrigóm orðin svo laus að hún fer að detta hvað á hverju. Þá á hún eftir að líta kostulega út........gat, gat, tönn, gat.
Búin að segja nýjar myndir inn á myndasíðuna.
Kv Ragna
þriðjudagur, janúar 11, 2005
Pirr, pirr, pirr...grrrrrr
Þetta kennir mér að skrifa heillang blogg því að svo hvarf það bara út í buskann. Hér kemur útdráttur:
Þetta kennir mér að skrifa heillang blogg því að svo hvarf það bara út í buskann. Hér kemur útdráttur:
- Tölvan bilaði - gat ekki lesið Java Script - allt í hassi í marga daga. Náði loks að laga það en of löng saga um það hvernig það var gert.
- Keyptum vírusvarnarforrit á tölvurnar okkar fyrir þúsundir - veitir ekki af því að vörnin fann strax slatta af vírusum sem gamla vírusforritið hafði ekki séð.
- Skoðuðum leikskóla fyrir Einar. Byrjar í aðlögun á morgun. Verður þrisvar í viku, fimm tíma í senn. Rándýrt.
- Ég komst að því að ritgerðin mín þarf að vera á milli 18þúsund og 20 þúsund orð. Buhuhu - ég var að vonast eftir engu meira en 15 þúsund.
- Fegin að vera í Skotalandi en ekki í pestarbælinu Íslandi. Gillí, Lísa, Milla og fleiri hafa legið fyrir flensunni. Ég þekki ekki neinn sem hefur orðið veikur hérna - kannski er flensan bara íslenskt fyrirbrigði?? Batni ykkur sem fyrst stelpur !!!
- Einar skriðdreki klöngraðist upp allar tröppunar í húsinu um daginn. Ég var fyrir aftan hann til að passa að hann dytti ekki niður en upp fór hann og hikaði ekki eitt andartak. Stigahlið var keypt daginn eftir þannig að nú er gamanið búið.
- já - svona í lokin. Sumir hafa kannski séð mynd af Einari sitja í stól þegar hann er í baði. Ég keypti þennan stól á 1200 krónur hérna og hann er alveg frábær. Svona stóll kostar 3600 heima á Íslandi.
- Það sama á reyndar við þegar ég keypti stigahliðin hérna úti- þau kostuðu 3300 stykkið í Mothercare en á ákv. vefsíðu á Íslandi kostaði sama tegund 6990. Helmingi dýrara. Húff - ég meina það!!
Nú þetta var allmerkilegt blogg (að mér fannst ) en lítur heldur snautlegt út svona í styttri útgáfu. Annars er allt fínt af okkur að frétta - Eydís byrjuð í skólanum og gengur rosalega vel eins og venjulega. Svo byrjar ballettinn næsta fimmtudag og svo fer hún á sundnámskeið sem byrjar í lok Janúar.
Jæja - ekki fleira rövl í bili
Bið að heilsa öllum, kveðja Ragna
mánudagur, janúar 03, 2005
Sæl öll og gleðilegt ár.
Nú, áramótin í Skotlandi eru öllu daufari heldur en heima - það verður að segjast..... ein og ein raketta á stangli....... Egill og Atli sáu reyndar fyrir heljarinnar sýningu - sem reddaði þessu. Einar litli svaf þetta allt af sér á meðan að Eydís stundaði það að hlaupa á milli mín og pabba síns (langaði að taka þátt í sprengjunum en hávaðinn var of mikill - þá var flúð til mömmu). Hún sofnaði ekki fyrr en korter í þrjú - alger hetja. Við slefuðumst heim um hálf fimm - Atli keyrði okkur heim. Nú svo vaknaði náttúrulega Einar kl. 07,00 þannig að ég fékk 2 tíma svefn. En hann var alger engill og Egill kom og leysti mig af um ellefu leytið. Allir voru hressir og þökkum við það rjómaísnum sem við átum áður en við fórum að sofa.
Svo var okkur boðið í mat til Auðar og Jim í gær (Atli og Jóhanna komu líka) í hangikjöt og með því. Þau eru búin að búa hérna í 20 ár en Jim er fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og spilaði víst eitthvað heima á Íslandi. Maturinn var æði og sérstaklega fínt að fá malt og appelsín !!
Já - svo byrjar átak í dag. Við Egill erum byrjuð í heljarinnar fituátaki (sérstaklega ég). Nú á að taka það með trompi og losa sig við keppina sem hafa verið að hlaðast utan á mig undanfarna mánuði. Þetta gengur bara ekki lengur.......... !!!! Takmarkið er að losa sig við allavegana 20 kíló og komast þá aftur í öll fínu fötin sem ég á inní skáp. Nú verður stigið hratt á nýju þrekvélinni sem ég fékk í jólagjöf og borðað skynsamlega. Áfram við !!!
Jæja - fleira er nú ekki í fréttum frá Abbó - yfir til ykkar
kv. Ragna
Nú, áramótin í Skotlandi eru öllu daufari heldur en heima - það verður að segjast..... ein og ein raketta á stangli....... Egill og Atli sáu reyndar fyrir heljarinnar sýningu - sem reddaði þessu. Einar litli svaf þetta allt af sér á meðan að Eydís stundaði það að hlaupa á milli mín og pabba síns (langaði að taka þátt í sprengjunum en hávaðinn var of mikill - þá var flúð til mömmu). Hún sofnaði ekki fyrr en korter í þrjú - alger hetja. Við slefuðumst heim um hálf fimm - Atli keyrði okkur heim. Nú svo vaknaði náttúrulega Einar kl. 07,00 þannig að ég fékk 2 tíma svefn. En hann var alger engill og Egill kom og leysti mig af um ellefu leytið. Allir voru hressir og þökkum við það rjómaísnum sem við átum áður en við fórum að sofa.
Svo var okkur boðið í mat til Auðar og Jim í gær (Atli og Jóhanna komu líka) í hangikjöt og með því. Þau eru búin að búa hérna í 20 ár en Jim er fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og spilaði víst eitthvað heima á Íslandi. Maturinn var æði og sérstaklega fínt að fá malt og appelsín !!
Já - svo byrjar átak í dag. Við Egill erum byrjuð í heljarinnar fituátaki (sérstaklega ég). Nú á að taka það með trompi og losa sig við keppina sem hafa verið að hlaðast utan á mig undanfarna mánuði. Þetta gengur bara ekki lengur.......... !!!! Takmarkið er að losa sig við allavegana 20 kíló og komast þá aftur í öll fínu fötin sem ég á inní skáp. Nú verður stigið hratt á nýju þrekvélinni sem ég fékk í jólagjöf og borðað skynsamlega. Áfram við !!!
Jæja - fleira er nú ekki í fréttum frá Abbó - yfir til ykkar
kv. Ragna