Ohh - jamen herregud
Já - maður dæsir bara þegar maður er búin að eyða þremur dögum í að lesa alls konar lög og reglugerðir frá skrilljón löndum um aðgengi fatlaðra að netinu. Þetta er náttúrulega einstaklega þurrt efni og heilinn á mér hefur skroppið saman við hvert lesið orð og er orðin eins og rúsína. Ég hygg á endurlífgun á heilanum í kvöld því að ég ætla að fá mér dropa af rauðvíni og kannski jafnvel Breezer. Já - nú er hún dottin í það kellingin. Egill er að fara á enn eitt skrallið með strákunum í kvöld...... heppinn hann. Nei, nei,,,, það er ekki eins og hann sé alltaf úti þessi elska..... strákanir í skólanum skilja ekkert í því út af hverju hann kemur ekki með þeim á pöbbin á hverjum degi eftir skóla. Það er bara norm að koma við og fá sér eina pintu fyrir kvöldmat... aðeins svona að slaka á áður en maður fer heim að ala upp börnin sín.
Ég reyndar er að reyna að redda mér barnapíu - bara svona til að geta yfirhöfuð haft það tækifæri að skreppa aðeins út. Ég spurði konuna á leikskólanum hans Einars hvort að einhver af stelpunum sem vinna hjá henni væru til í að passa. Hún ætlaði að tala við eina á mánudaginn og lætur mig svo vita...... spennandi. Þá kannski getum við Egill skroppið í bíó - er ekki búin að fara í bíó í meira en 2 ár, pælið í því.
Annars eru allir orðnir hressir og kátir hérna í Abbó. Eydís ræður sér varla, hún er svo spennt að fara aftur á sundnámskeiðið á morgun. Einar er í átaki að sofa alla nóttina og tók Egill síðustu nótt og ég tek næstu nótt. Hann er svo þrjóskur og ákveðin að hann heldur sér vakandi klukkustundirnar saman ef hann færi ekki nákvæmlega það sem hann vill. Ég svaf með eyrnatappa í eyrunum í fyrsta skipti á ævinni og viti menn.... ég svaf eins og steinn. Reyndar rumskaði ég í eitt skipti þegar að Einar bókstaflega ærðist en Egill reddaði því eins og öðru og ég hélt áfram að sofa.
Jæja - óskið mér góðs gengis með nóttina í nótt
kv. Ragna
föstudagur, febrúar 11, 2005
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Tennur fara og tennur koma Dagarnir í Abbó snúast ...
- Nýtt orð Sko - ég var að lesa bloggið hennar Gillí...
- Á meðan ég man...... Einar er komin með nýja tönn ...
- Sund-dagurinn mikli Eydís fór í fyrsta sundnámskei...
- Upp og Niður (ojojoj) Já - hérna er sko ástand. Ey...
- Strákar og stelpur Mig langar til að lýsa því hver...
- Leikskólaferill Einars byrjaði vel eða hittó. Hann...
- Einar á leikskóla - skrýtin tilhugsun. En svona va...
- Skrýtin dagur Egill kom heim í hádeginu á föstudag...
- Úbbsss.. Ég ákvað að taka út ljótu orðin í síðasta...
6 Comments:
Halló - bara aðeins að prófa commentakerfið.
Það er sko ekkert mál að birta comment. Maður bara smellir á "Other", skrifar nafnið sitt í "name" og skrifar commentið í stóra dálkinn. Svo ýtir maður á "Publish your comment" and that´s it. Cheers, Ragna
Ég er líka að prufa. Sendi hvatningarkveðjur til sunddrottningarinnar en ungherranum róandi. Hvenær koma nýjar myndir???
Sko! þetta er alltof flókið, nú gleymdi ég nafninu mínu, sko að skrifa það, ég man nefnilega ennþá hvað ég heiti, ég heiti Rósa. Það er frekar einfalt og fjölþjóðlegt nafn og kemur sér vel fyrir mig.
Úff, gangi ykkur vel að tjónka við drenginn og svefnvenjur hans - ekki það skemmtilegasta sem maður gerir að venja barn af því að glaðvakna á nóttunni og heimta að maður sé skemmtilegur og til þjónustu reiðubúinn!
Krosslegg fingur fyrir þig og vona að þið fáið barnapíu, maður verður nú aðeins að komast út!!
Knús til Abbó!
ferragamo shoes
michael kors outlet
rolex watches outlet
tory burch outlet online
michael kors handbags
coach outlet store
mac cosmetics
michael kors outlet online
wellensteyn outlet
michael kors outlet
canada goose outelt
air max 2014
ray ban,rayban,occhiali ray ban,ray-ban,ray ban occhiali,ray ban sunglasses
woolrich outlet store
fred perry polo shirts
michael kors outlet
tiffany outlet
canada goose jackets
oakley outlet store
mizuno running shoes
mm1201
Skrifa ummæli
<< Home