16 days and counting
Það eru bara 16 dagar eftir af dvöl minni hérna í Skotlandi. Þetta er svolítið súrrealískt og skrýtið. Þegar ég fer þá hef ég búið hérna í 3 ár, einn mánuð og 7 daga, pælið í því. Þetta hefur liðið alveg ótrúlega hratt og ég skil eiginlega ekki hvað verður af tímanum þessa dagana. Þetta þýðir líka að ég er búin að vera að blogga í rúm 3 ár..... spurning hvað verður um bloggið þegar ég kem heim. Þetta var nú bara sett á laggirnar upphaflega þannig að fólk gæti fylgst með okkur í útlöndum en frétta ekki allir af öllum þegar að heim er komið?? Jæja - ég sé til með þetta, fer eftir því hvað ég á eftir að hafa mikið að gera.
Nú - ég er búin eyða deginum í að gera klárt fyrir Ásgeir og vini hans en þeir koma á morgun og verða í viku. Það er búið að umturna öllu og nú sefur Einar inni hjá okkur, tveir strákar verða í Einsa herbergi og tveir inni hjá Eydísi. Þetta verður þröngt en notalegt.....ég er viss um það.
Eins og ég hef talað um í eldri bloggum þá er ég á fullu að kaupa allt sem vantar áður en við flytjum heim. En nú er spurning hvort maður sér orðin alveg ruglaður. 'Eg fór um daginn út í búð og keypti iðnaðarpakningar af þvottaefni.!!! Þetta eru hvorki meira né minna en 15 kíló af þvottaefni á 1800 krónur. Nú kemur stóra spurningin - gerði ég góð kaup eða ekki????? Þið verðið endilega að svara mér - það eru deildar meiningar um andlegt heilsufar húsfrúarinnar sökum þessa málefnis.....!!!!!!!!!!!! ;-)
Jæja -ég bíð spennt eftir niðurstöðunum því ef þær eru jákvæðar ætla ég að kaupa meira, meira, meira, en ef þær eru neikvæðar þá skal ég játa mig sigraða og hætta þessu rugli.
kv. Ragna rugludallur
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Vera lengi að borða - það er málið !!!Í gærkvöldi ...
- Sumartími og gott veðurVið vöknuðum í morgun við þ...
- Jæja góðir hálsbólguhálsar (eru ekki allir veikir ...
- Vont veður - góð vinnaÞrátt fyrir klakamyndina se...
- Hæhæ - ég er búin að setja nýjar myndir inn á mynd...
- Enn meiri snjór.Já - það ætlar ekki að hætta að sn...
- Það snjóar...........................Já - gott fól...
- Gillí er farin...... buhuhuhu......Já - fyrir þá s...
- Ennþá veikindiHér eru ennþá veikindi þó að horfi t...
- Allir veikir.!!!Jaa - kannski ekki allir en 50% fj...
9 Comments:
hahahahaha þú getur allavega þvegið Ragna mín!!
kv. Lilja
Svoldið, poldið ódýrt, veit þó ekki hvort það vegur upp á móti klikkuninni. Það hlýtur að vera skelfilegt að eiga að yfirgefa áskæra, ylhýra Skotland, skelfilegt and I mean it!! Við hlökkum hins vegar mikið til að fá ykkur heim.
ódýrt ódýrt ódýrt, ég skil þig vel og ég myndi bara halda áfram. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því þegar þú kemur heim og átt ekki eftir að þurfa að kaupa þetta hér í einhvern tíma. Getur þá notað peningana í eitthvað annað, eins og að koma sér almennilega fyrir. Ég sé alltaf eftir því að hafa ekki keypt meira í útlöndum, en í sumar held ég reyndar að það hafi fræðilega séð ekki verið hægt ;o)
So gó Ragna!
Hæ. vá! Þú ert bara að koma! Rosalega líður tíminn. En varðandi þvottaefnið, þá get ég ekki annað en hlegið yfir orðalaginu " iðnaðarpakkningar" því svona pakka kaupi ég ALLTAF, því annars er þvottaefnið strax búið. Mikið þvegið hér á bæ. Veit ekkert um verðið, en þetta hljómar ódýrt. Bið að heilsa úr sveitinni, Bertha.
Er ekki nóg pláss í gámnum? Þvottaefni skemmist ekki svo ég sé ekkert að því að hamstra...bara hvað sem er...ef því er að skipta. Hagsýni er hverjum manni holl.
Sko, Ragna mín! Þetta er mjög skiljanlegt ástand og eins og einhver sagði þá skemmist ekki þvottaefnið en...verðum við ekki bara að lifa í þeim veruleika að á íslandi er allt dýrt en í Skotlandi ekki? Svo segja þvottavélasérfræðingar (talaði við einn um daginn, þvottavélin í Hófgerði gafst upp!) að það eigi að nota agnarögn af þvottaefnum í dag! Þannig að þú ert sennilega búin að birgja þig upp til næstu ára! Sem er gott, held ég...er nú að hugsa um annað sem þú gætir hamstrað og flutt heim í gámavís en ég ætla ekki að skrifa það hér!
Hlakka til að sjá ykkur!
Knús..
Flott hjá þér! Ég myndi kaupa fullt af efni í uppþvottavélina líka! - Þá sér Egill sér allavega ekki fært um annað en að splæsa í eina ef þið ekki eigið fyrir ;)
Kv.
Addý paddý
Ég myndi persónulega frekar nýta rýmið í gámnum fyrir áfengi. Veit ekki hvað það segir um mig...
kv
Rannveig
ninest123 10.31
michael kors outlet, tiffany jewelry, replica watches, michael kors outlet, louis vuitton outlet, prada handbags, michael kors outlet, jordan shoes, polo ralph lauren outlet, prada outlet, kate spade outlet, louis vuitton, chanel handbags, louis vuitton, michael kors outlet, ray ban sunglasses, coach outlet, christian louboutin outlet, burberry outlet online, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, polo ralph lauren outlet, oakley sunglasses, tiffany and co, nike air max, ugg boots, ugg boots, replica watches, nike air max, louboutin outlet, kate spade handbags, cheap oakley sunglasses, nike outlet, ray ban sunglasses, louboutin, burberry, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, gucci outlet, nike free, longchamp outlet, oakley sunglasses, longchamp outlet, tory burch outlet, michael kors, louboutin shoes, louis vuitton, ugg boots, michael kors outlet
Skrifa ummæli
<< Home