sunnudagur, mars 26, 2006

Sumartími og gott veður
Við vöknuðum í morgun við það að sólin skein og fuglarnir sungu. Eitthvað var öðruvísi í dag en aðra daga. Jú - viti menn, hitamælirinn sýndi tveggja stafa tölu í skugga og ég sver það en lundin varð einhvernvegin léttari. Til að auka á mátt sumarsins þá skiptist tíminn í dag og nú er formlega komin sumartími. Núna erum við semsagt einni klukkustund á undan ykkur þarna á klakanum.
Þetta reyndar þýðir að það fór allt í klessu við háttatíma barnanna en Einar er vanur að fara í rúmið kl. 20,00 og gerði það líka í kvöld. En innri klukkan hans var bara 19,00 þannig að hann lá bara og spjallaði við sjálfan sig í dágóða stund. Hann lognaðist nú samt fljótlega útaf þannig að það má gera ráð fyrir því að hann vakni snemma á morgun.
Nú er bara ein vika eftir af skólanum hjá Eydísi áður en hún fer í páskafrí. Svo taka við 18 skólalausir dagar því hún á ekki að mæta aftur fyrr en 19. apríl. Það er nú svolítill spenningur í gangi því að í páskafríinu fáum við heimsóknir frá Íslandi. Fyrst kemur Ásgeir Gillíarson og þrír vinir hans. Já þeir eru að koma hingað í vikulanga"mennigarferð" og chilla í Aberdeen. Þegar að þeir fara þá kemur Thelma Kristín litla systir og verður líka í viku. Ég fer svo samferða henni aftur heim til Íslands. Gaman , Gaman........
jæja - ætla að fara að horfa á nýja dýralífsþáttinn hans David Attenborough- "Planet Earth".... frábærir þættir.
kv .Ragna

6 Comments:

At 10:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með ?sumardaginn fyrsta?, sá það í morgun á netinu að þið væruð í góðum veðurmálum þennan daginn. Hér var hins vegar hrikalega kalt, sólar, skíta, gluggaveður. Vona svo að hitinn haldist hjá ykkur svo væntanlegir gestir geti skilið skíðaúlpurnar eftir heima.

 
At 7:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hér sit ég upp á lofti og allt hristist og skelfur af roki, búið að aflýsa skóla og ekki sérlega vorlegt. Þá minnist maður þess að það er mars og bullandi vetur á Íslandi. Hrikalega pirrandi samt. Vonandi fáið þið að hafa vor í friði.

 
At 10:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bara að efna loforð!!
Knús, Kolla

 
At 8:09 e.h., Blogger Addý Guðjóns said...

Gleðilegt sumar!

 
At 1:24 f.h., Blogger mmjiaxin said...

rolex watches,rolex watches,swiss watches,watches for men,watches for women,omega watches,replica watches,rolex watches for sale,rolex replica,rolex watch,cartier watches,rolex submariner,fake rolex,rolex replica watches,replica rolex
canada goose outlet
cyber monday 2015
longchamp outlet
new balance shoes
cheap ray ban sunglasses
true religion jeans outlet
nike air huarache
nike free
hermes birkin bag
beats by dre
swarovski outlet
longchamp handbags
michael kors handbags outlet
cheap nba jerseys
ray-ban sunglasses
ugg outlet online
lululemon pants
basketball shoes,basketball sneakers,lebron james shoes,sports shoes,kobe bryant shoes,kobe sneakers,nike basketball shoes,running shoes,mens sport shoes,nike shoes
canada goose jackets
mm1201

 
At 7:08 f.h., Blogger Unknown said...

www0521
nike outlet
coach outlet canada
polo ralph lauren
marc jacobs outlet
barbour outlet
polo ralph lauren
canada goose outlet
pandora charms
air max 2017
uggs outlet

 

Skrifa ummæli

<< Home