laugardagur, mars 18, 2006

Vont veður - góð vinna

Þrátt fyrir klakamyndina sem er búin að vera á blogginu mínu síðustu 2 vikurnar þá er snjórinn farinn og aðeins farið að glitta í sól endrum og eins. Það er samt helv.... kalt og napurt og borgarbúar muna bara ekki eftir öðru eins tíðarfari hérna.

En að allt öðru - það er best að tilkynna það hér og nú.
Ég er sem sagt búin að ráða mig í vinnu. Fyrirtækið er ANZA og er í Ármúlanum. Ég er ráðin í starf upplýsingafræðings og mun starfa við skjalamál og upplýsingaöryggi fyrir viðskiptavini Anza. Mjöööög spennandi. Ég byrja hjá þeim 2. maí og því er allt í háalofti hérna við að skipuleggja og byrja að pakka niður. Ég er á fullu að leita mér að dagmömmu fyrir Einar og ef einhver veit af einhverju þá má viðkomandi gjarnan láta mig vita. Fyrirkomulagið verður þannig að Einar kemur til Íslands með mér en Eydís verður eftir hjá pabba sínum í mánuð í viðbót. Við tilkynntum henni þetta um daginn og vorum pínu nervös um það hvernig hún myndi bregðast við. En eins og henni er einni lagið þá var þetta að sjálfsögðu ekkert mál. Hún skildi það að hún þyrfti að klára skólann og að sjálfsögðu yrði einhver að vera hérna úti hjá pabba.....hann getur ekki verið einn eftir. Hún var svo bara spennt að vera að koma heim og fara beint í sumarfrí og var sko harðákveðin í því að fá að fara í sveit bæði til Berthu og til Rósu. (Þá vitið þið það, Bertha og Rósa!!)
Til að byrja með ætlum við að flytja inn í fínu gömlu íbúðina okkar í Hörpulundinum. Mamma og pabbi voru sko alveg til í að fá okkur aftur og erum við óendanlega þakklát fyrir það enda leigumarkaðurinn ekkert til að grínast með. Og svo verður bara farið í að leita að hentugu húsi til að kaupa en það er nú annað sem er líka grínlaust.
Ég er rosalega spennt fyrir nýja starfinu en einhvernvegin þá er þetta hálf óraunverulegt að vera að flytja aftur heim til Íslands. Við erum búin að hafa það svooo gott hérna og við erum hálf nervös að vera að koma heim. En - það er ekki aftur snúið og ég er væntanleg heim eitthvað í kringum 20-22 apríl.
Nú þá vitið þið það - þetta voru nú heilmiklar fréttir þannig að ég ætla að segja þetta gott í bili.
bless og góða nótt
Ragna - "Upplýsingafræðingur"

10 Comments:

At 11:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er best að ríða á vaðið og segja til hamingju með vinnuna Ragna mín. Þetta er spennandi starf og örugglega mjög skemmtilegt. Gott fyrir Egil að fá að hafa Eydísi hjá sér, vonandi komast þau svo heim fljótlega.

 
At 11:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ og til hamingju!! Þetta er ógislega spennandi skiluru!!
Verð einmitt í bænum í kringum 20-22 apríl og svo aftur í kringum 6. maí, þannig að ég vonast til þess að ná að sjá þig.
Knús, Kolla

 
At 3:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með vinnuna Ragna mín, Eydís er velkomin í sveitina.

 
At 11:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með vinnuna. Þið verðið fljótt komin inn í alla rútínuna hér líka. EN samt finnst mér þetta svolítið grunsamlegt hvenær þú kemur er árshátíð saumó kannski dáldið spennó!!! hahaha
kær kv. Lilja

 
At 9:48 f.h., Blogger bergurogrannveig said...

Frábært Ragna, innilega til hamingju. Veit að þetta er eimitt það sem þú þurftir á að halda.

Kv

Rannveig

 
At 8:43 f.h., Blogger Addý Guðjóns said...

Til hamingju frú upplýsingafrædingur!

 
At 8:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

blessuð stóra systir....

er einhver séns að þú komir heim með mér 21 apríl? ertu búin að tjékka eitthvað á því? vona það, þá kanski gæti maður reddað eitthvað yfirvigtinni hjá þér ;) og hjálpað þér með einsa peinsa :)

jæja keep in touch, sjáumst allavegana eftir 24 daga í fyrsta sinn í Skotlandi

 
At 1:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært hjá þér. Var að vinna hjá Anza áður en við fluttum til Aberdeen og þetta er frábær vinnustaður. Endilega skilaðu kveðju frá mér þegar að þú mætir á svæðið. Annars allt gott héðan frá Noregi.
Bestu kveðjur Dagný í Noregi

 
At 2:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

canada goose uk, thomas sabo, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, ugg boots uk, louis vuitton, karen millen, pandora jewelry, coach outlet, moncler outlet, doudoune canada goose, converse outlet, ugg pas cher, michael kors handbags, moncler, toms shoes, replica watches, canada goose, marc jacobs, wedding dresses, barbour, moncler, moncler, supra shoes, swarovski, michael kors outlet online, ugg,ugg australia,ugg italia, sac louis vuitton pas cher, links of london, moncler, canada goose outlet, lancel, moncler, doke gabbana outlet, louis vuitton, juicy couture outlet, pandora charms, barbour jackets, moncler, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, pandora charms, michael kors outlet, swarovski crystal, moncler, canada goose, canada goose, pandora jewelry, bottes ugg, hollister, montre pas cher
ninest123 10.31

 
At 1:25 f.h., Blogger mmjiaxin said...

rolex watches,rolex watches,swiss watches,watches for men,watches for women,omega watches,replica watches,rolex watches for sale,rolex replica,rolex watch,cartier watches,rolex submariner,fake rolex,rolex replica watches,replica rolex
canada goose outlet
cyber monday 2015
longchamp outlet
new balance shoes
cheap ray ban sunglasses
true religion jeans outlet
nike air huarache
nike free
hermes birkin bag
beats by dre
swarovski outlet
longchamp handbags
michael kors handbags outlet
cheap nba jerseys
ray-ban sunglasses
ugg outlet online
lululemon pants
basketball shoes,basketball sneakers,lebron james shoes,sports shoes,kobe bryant shoes,kobe sneakers,nike basketball shoes,running shoes,mens sport shoes,nike shoes
canada goose jackets
mm1201

 

Skrifa ummæli

<< Home