þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Það snjóar...........................
Já - gott fólk, það er komin vetur í Aberdeen. Það byrjaði að snjóa í fyrrinóttnótt og hefur snjóað stanslaust síðan. Ég er frekar fúl. Ég hélt að vorið væri á næsta leiti og ég gæti farið að spóka mig í sólinni. En við létum það nú ekki á okkur fá og fórum út í snjóinn áðan og bjuggum til risastórann snjómann og snjóhásæti. Svo fór Egill áðan og keypti snjóþotur og stefnan er sett á Seaton park eftir lúrinn hjá Einari.
En til að auka á erfiðleikana þá ákvað bíllinn okkar að bila svona mitt í "góða veðrinu". Það lítur út fyrir að það sé eitthvað að kælikerfinu (veit ekki meir) en þetta virðist ætla að vera svaka mál. Húff - ef það er ekki eitt þá er það allt.
Nú - annars er allt fínt að frétta af okkur og við erum öll hress - 7-9-13. Ég var að fatta það að það eru ekki nema ca. 2 - 2 1/2 mánuðir þangað til að við komum heim. Pæliði í því.
Mig hlakkar til og mig kvíður fyrir. Það verður ömurlegt að koma heim og byrja að versla í matinn. Það er eitt sem ég veit að á eftir að sjokkera mig. Annað sem mig kvíður fyrir er að fara að vinna venjulegan vinnudag eins og venjulegt fólk. 'Eg er búin að vera í námi síðan árið 2000 og efast um að ég kunni lengur að fara eftir fyrirmælum og stimpla mig inn. (smá ýkjur).
Á hinn bóginn hlakkar mig óskaplega til að koma heim og takast á við ný verkefni - hvort sem það er við vinnu eða eitthvað annað.
Ég auglýsi hérmeð eftir íbúð til leigu. Ef þið vitið um íbúð lausa til leigu frá ca. maí/júní í 3-4 mánuði (mesta lagi 6 mánuði).
Jæja - nú er ég búin að hlaupa úr einu í annað í þessu bloggi og held að nú sé bara komið nóg.
kv. Ragna

4 Comments:

At 3:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef greinilega farið á hárréttum tíma í heimsókn til ykkar. Hefði nú ekki verið ánægð með snjó enda sá skítur ekki í uppáhaldi hjá mér. Skil samt að þetta hlýtur að vera himnasæla fyrir krakkana, hvað segir Einar við þessu skrýtna efni? Stendur hann á snjóbeit?

 
At 4:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nú er commentasvæðið aftur á kóreönsku eða eitthvað. Til hamingju með snjóinn, bara tilbreyting í honum ef hann er þokkalega kjur. Vonandi hefur lífið í Skotlandi ekki stöðvast við þetta. Bíllinn getur ekki verið bilaður, þetta er Toyota, hafið þið hugsað út í það? Ekkert að ske hér en allt hjá dætrum. Þær taka að sér atburði fjölskyldunnar. Ha det bra. Við látum vita ef við vitum um húsaskjól handa ykkur á Íslandi.

 
At 12:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jamm, það kom líka snjór hér í fyrradag, jólasnjórinn loksins kominn, eða þannig. Annan daginn er fimmtán stiga hiti hérna og hinn er frost. Hvað er í gangi???
Knús,
Kolla

 
At 7:08 f.h., Blogger Unknown said...

www0521
nike outlet
coach outlet canada
polo ralph lauren
marc jacobs outlet
barbour outlet
polo ralph lauren
canada goose outlet
pandora charms
air max 2017
uggs outlet

 

Skrifa ummæli

<< Home