þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Ennþá veikindi
Hér eru ennþá veikindi þó að horfi til bjartari daga. Eydís fer nú í skólann á morgunn og Einar er hitalaus þó að hóstinn sé ennþá til staðar.
Ég verð bara að fá að monta mig smá. Ég og Einar erum buin að vera að reyna að pissa í koppinn svona endrum og eins. Hann er aftur á móti ekki að fíla það að sitja á koppnum - finnst þetta eitthvað skrýtið. Nú þá fór ég bara að leyfa honum að standa og þegar bunan kom þá setti ég koppinn undir. Það var nú meira hvað minn var stoltur að fá að sturta þessu í klósettið. Síðan þá hef ég ekki mátt taka af honum bleyjuna - þá stekkur hann til og nær í koppinn og pissar í hann eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. Í gær tókst honum tvívegis að pissa í koppinn og maður er nú bara rétt 19 mánaða og 21 dags gamall. Mamma og pabbi eru nú bara nokkuð stolt - ekki hægt að segja annað.
Jæja - ekkert fleira í fréttum
kv. Ragna

10 Comments:

At 6:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá, þið eruð ekkert venjulega duglegt pissifólk. Ekki nóg með það heldur er commentasvæðið ykkar hrokkið yfir á ensku aftur. Ég sem var orðin svo góð í málinu sem var á því, man ekki alveg hvað það var því ég hef ekki kommentað síðan í gær.

 
At 9:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Veit ekki hvað Rósa er að tala um...commentasvæði á ensku...en ekki hvað. Hvernig datt ykkur í hug að Einar myndi pissa sitjandi!! Hann er karlmaður...KARLMAÐUR.. Svo er bara að fá sér tröppu og þá pissar hann í klósettið. Mér finnst þetta ótrúlega flott hjá ykkur og hlakka til að sjá þessa pissusýningu... Gott að heyra að heilsan er að lagast vona að allir verði orðnir fír og flamme á fimmtudaginn.

 
At 9:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, sko, alltaf þegar ég hef farið inn á kommentasvæðið þá hefur það verið með kínversku eða einhverju svoleiðis letri. Hefur það bara verið persónulegt vandamál hjá mér??? Ég hef bara ýtt á svæði og takka eftir minni af því að fyrst var allt á ensku, LONG TIME AGO.

 
At 12:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Maður er ekkert smá klár! Kári minn öskrar bara þegar hann sér þetta koppakvikindi! Ætlaði að setja hann á klósettið um daginn en það vildi ekki betur til en svo að ég stakk honum öllum í skálina! Spurning um að fá skriflegar leiðbeiningar svo við getum haldið svona pissusýningu!
Go Einar!

 
At 12:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Váá, ræð ekki við að commenta greinilega. Gleymdi að segja til nafns! Það leiðréttist hér með!

 
At 9:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Veit hreinlega ekki hvað ég á að segja en var búin að lofa því að commentera í hvert sinn sem ég liti hér inn, þannig...
Og já, Ágústa hahahaha, aumingja barnið á aldrei eftir að pissa í klósett eftir þessa hroðalegu reynslu!!!
Og ég hef aldrei séð commentasvæðið á öðru tungumáli en ensku.
Þannig að.. bið að heilsa.
Kolla

 
At 2:36 e.h., Blogger Addý Guðjóns said...

Flottur karlmaður, eins og Gillí frænka segir! Hafið það sem allra best og vonandi eru allir orðnir hressir. Biðjum að sjálfsögðu að heilsa nýskrúbbuðu tánum hennar Gillíar.
Kveðjur frá DK

 
At 10:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

rosalegur snillingur er hann ltli frændi minn :)

 
At 1:25 f.h., Blogger mmjiaxin said...

rolex watches,rolex watches,swiss watches,watches for men,watches for women,omega watches,replica watches,rolex watches for sale,rolex replica,rolex watch,cartier watches,rolex submariner,fake rolex,rolex replica watches,replica rolex
canada goose outlet
cyber monday 2015
longchamp outlet
new balance shoes
cheap ray ban sunglasses
true religion jeans outlet
nike air huarache
nike free
hermes birkin bag
beats by dre
swarovski outlet
longchamp handbags
michael kors handbags outlet
cheap nba jerseys
ray-ban sunglasses
ugg outlet online
lululemon pants
basketball shoes,basketball sneakers,lebron james shoes,sports shoes,kobe bryant shoes,kobe sneakers,nike basketball shoes,running shoes,mens sport shoes,nike shoes
canada goose jackets
mm1201

 
At 7:17 f.h., Blogger Unknown said...

www0521
true religion uk
oakley sunglasses
uggs outlet
michael kors outlet
futbol baratas
christian louboutin outlet
pandora jewelry
ralph lauren polo shirts
cheap jordans
ferragamo shoes

 

Skrifa ummæli

<< Home