mánudagur, desember 05, 2005

Afmæli, Jól og Íslandsferð
Eydís átti afmæli síðasta laugardag og varð sjö ára. Það kemur mér alltaf jafn á óvart að ég geti átt svona stórt barn. Ég sem er ennþá bara 25 ára. En allavegana, fyrir afmælisveisluna leigðum við litla félagsmiðstöð þar sem var boðið upp á hoppukastala og diskótek. Krakkarnir skemmtu sér alveg konunglega og voru öll rauð í kinnum af hoppinu og skoppinu. Síðan voru kökur og fleira og svo hoppað meira. Þetta var alveg frábær lausn að hafa þetta ekki heima því á eftir þurfti ég ekki að þrífa. Eydís bauð öllum bekknum og eitthvað af íslenskum vinum sínum. Alls urðu þetta 18 krakkar og eitthvað af fullorðnum. Rannveig kom og hjálpaði okkur og veitti ekki af því Einar ákvað að vera hræddur við hoppukastalann og hékk á pabba sínum allan tímann. Egill var sérlega ánægður með þetta fyrirkomulag og dunduðu þeir feðgar sér bara úti í horni allan tímann.
Ég er að rembast við að komast í jólafílinginn og ekkert gengur. Ég er búin að setja upp tvær seríur í gluggana og fleiri á leiðinni. Útiljósin verða sett upp um helgina og restin af skrautinu hengt upp smátt og smátt. Ég bara finn einhvernveginn ekki fyrir jólunum þetta árið - veit ekki hvað er að bögga mig. Þarf kannski að byrja að baka smákökur og skrifa jólakort til að raunveruleikinn yfirgefi mig og jólaskapið komi í staðin.
Annars er það orðið opinbert að ég er að koma til Íslands í janúar. Ég og börnin ætlum að fljúga þann 5. jan (daginn sem mamma á stóóórafmæli - nefnum engar tölur) og svo fljúgum við tilbaka þann 20. jan. 'Eg veit það - ég er alltaf á endalausu ferðalagi til Íslands en þessi ferð er sérstaklega ætluð til þess að fara á ráðningaskrifstofur, skoða skóla og leikskóla fyrir krakkana og yfirhöfuð undirbúa flutninginn heim. Egill greyið verður skilinn eftir og ætlar að nýta tímann rosalega vel og skrifa eins og mo-fo. hehehehe.
Jæja nú ætla ég að láta þessu lokið í bili
kv. Ragna

7 Comments:

At 7:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þarna er komin enn ein fyrirtækjahugmyndin, Afmælisland og flytja svo inn magadrykki fyrir öll íslensku magaveiku börnin. Get ekki beðið eftir að þið komið heim og við getum farið á fullt í að hrinda í framkvæmd öllum góðu rekstrarhugmyndunum. Kysstu Eydísi afmælisbarn frá mér.

 
At 12:59 e.h., Blogger Ragna said...

Ohh - það var mikið að einhver setti inn comment. Ég var orðin svo örvæntingafull um að engin læsi bloggið mitt að ég ætlaði að láta bloggið gefa upp öndina.

 
At 3:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hafðu ekki áhyggjur Ragna, ég hélt það sama en hef svo komist að því smátt og smátt að það er ótrúlegasta fólk sem les bloggið en kommentar aldrei svo ég er viss um að það er eins hjá þér. En mér finnst líka svo gaman að blogga að ég myndi gera það þótt enginn læsi það..nema kannski þú.

 
At 7:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Settu það líka í skipulagið þegar þú kemur að hitta mig því svo er það bara franska í hálft ár

 
At 4:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló halló! Mikið er nú gaman að heyra um þennan undirbúning fyrir heimkomu til Íslands, þá fer það loksins að bresta á að þið komið heim alkomin. Það hlakkar öllum til að fá ykkur heim og ég vona að þið finnið draumadjobbið, húsið og skóla fyrir krakkana!
Kannski vantar meira jólastress í þig Ragna til að þér finnist jólin vera að koma ;o) Mér finnst einhvern veginn skrítið að jólin skuli vera í næstu viku því ég er einhvern veginn alveg laus við þetta venjulega stress að ná öllu í tæka tíð í þetta skiptið. Er ekki bara málið að reyna að njóta þess í botn? :o)
Kveðjur,
Lísa

 
At 1:23 f.h., Blogger mmjiaxin said...

coach outlet store
swarovski jewelry
michael kors outlet
christian louboutin shoes
michael kors uk outlet
ugg boots
nike running shoes
michael kors outlet sale
ray-ban sunglasses
cheap soccer jerseys
nike air max uk
prada sneakers
michael kors outlet online
nike roshe
swarovski crystal
oakley sunglasses
ralph lauren uk
nobis jacket
north face outlet
roshe run men
mm1201

 
At 2:50 f.h., Blogger 艾丰 said...

jianbin1219
cheap jordans
marc jacobs outlet
tods shoes,tods shoes sale,tods sale,tods outlet online,tods outlet store,tods factory outlet
kobe 9 elite
hollister shirts
hollister
instyler ionic styler,instyler,instyler ionic styler pro
babyliss outlet
converse sneakers
valentino shoes
salomon speedcross 3
ed hardy outlet
nike air foamposite one,foamposite,foamposites,foamposite release 2015,foamposite sneakers,foamposites for sale,foamposite gold
air jordan 4 free shipping
tommy hilfiger outlet
bottega veneta outlet online

 

Skrifa ummæli

<< Home