þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Gestir farnir og þá er bloggað á ný.
Já - Haukur og Rósa fóru í morgun og ég er strax farin að sakna þeirra. Þetta var bara alls ekki nógu löng ferð (fyrir minn smekk). Mikið svakalega var gaman að fá þau í heimsókn enda einstaklega létt og ligeglad fólk á ferð sem tók góða skapið með sér í töskunni eins og ávallt. Þau komu hingað síðasta fimmtudag og strax á föstudaginn var farið í byen og verslað alveg þar til að orkan var búin. Á laugardaginn fóru Egill og Haukur í golf og við Rósa slökuðum á og söfuðum kröftum fyrir kvöldið en þá var okkur boðið í "bonfire" veislu hjá nágranna okkar. Þar voru nánast allir úr götunni mættir með mat, vín og góða skapið. Skotið var upp nokkrum rakettum og reynt að kveikja í bálkesti. Maturinn var borðaður af bestu lyst og svo var bara spjallað við mann og annan. Stórskemmtileg veisla og gaman að hitta nágrannana í glasi. Einar greyið var nú ekki í miklu partýstuði því að raketturnar settu hann alveg úr sambandi. Hann vildi bara vera inni og þegar hann komst loksins í rúmið sitt þá gat hann ekki sofnað því að raketturnar sprungu í nágrenninu á miklum móð. Það endaði á því að ég varð að fara upp í rúm og leyfa honum að sofna á maganum á mér. En greyið var lengi lengi að sofna því hann hrökk alltaf við þegar að sprengja sprakk. Að lokum lognaðist hann út af um ellefu leytið og ég líka.
Á sunnudaginn fór svo Egill með þau Rósu og Hauk í bíltúr um skoskar sveitir en Einar og Eydís báðust undan slíkri bílferð þannig að við vorum bara heima að slaka á. Síðan fórum við út að borða á Cock & Bull (sem GGT félagar kannast við) og enduðum í setustofunni með kaffi, koníak og súkkulaðiköku (getiði nú hver fékk sér súkkulaðikökuna!!!)
Á mánudaginn fóru strákarnir aftur í golf og þegar þeir komu heim var brunað niður í bæ til að versla síðustu hlutina.
Mikið ofboðslega er gaman að fá fólk í heimsókn.... þetta léttir bæði líf og lund. OG heimsóknarhrinan er ekki búin því eftir viku fáum við mömmu og pabba í heimsókn. Nú er bara að gera meira hreint og baka nokkrar kökur áður en þau koma.
Svo er ekkert meira bókað á hótel "Tilly-Avenue" þannig að ef einhver vill kíkja þá eruð þið alltaf velkomin.
kv. í bili
Ragna hótelstýra

2 Comments:

At 2:01 e.h., Blogger bergurogrannveig said...

Mikid var ad madur faer eitthvad blogg. He he he er sko ordin algjor bloggari
Kv
Rannveig

 
At 2:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Öfundsjúk....oooo

 

Skrifa ummæli

<< Home