fimmtudagur, október 20, 2005

OMG - ein að reyna að vera aktíf.....
Já - nú er klukkan rétt rúmlega ellefu og ég er búin að ganga um allt hús með málningarpensilinn. Já - sko ástæðan fyrir því er að Skotar eru svo nískir að þeir nota bara matta málningu á veggina hjá sér. Afleiðingin er sú að það er engin leið að þrífa skít og aðra bletti af veggjunum. Því fer frú Ragna eins og stormsveipur um húsið reglulega og málar yfir blettina. Ég var nefnilega svo sniðug að biðja málarana sem máluðu áður en við fluttum inn að skilja eftir smá málningu. Þannig að - niðurstaðan..... ég er búin að sletta smá málningu á nánast hvern vegg í húsinu og mest inni á baði. Já talandi um baðið....... hverjum dettur í hug að nota matta málningu inni á baði??? Jú, viti menn,...auðvitað andSkotar. Veggirnir sjúga í sig rakann á hverjum degi og auðvitað endar maður með því að fá litla myglubletti hér og þar (virðist vera alveg sama hvort maður loftar vel út eftir sturtuna, veggirnir eru eins og svampar). Þannig að í morgun fór ég yfir þetta allt með klór og einhverri annarri eiturblöndu og svo málaði ég bara yfir herlegheitin. Er ekki máltækið svona:: "Out of sight, out of mind"?. Þannig allavegana virkar þetta hjá mér. Einnig taldi ég 8 kóngulær inni á baði þrátt fyrir að hafa ryksugað þar inni fyrir tveim dögum. Já - kóngulærnar hérna eru pínulitlar og nánast gegnsæjar þannig að maður sér þær ekki fyrr en maður er komin með nefið ofaní vefinn...ojjj. En það er nóg af þeim og þær elska að búa hjá mér.
Annars ákvað Einar litli að vera óþekkur í nótt og neitaði að sofa. Hann var alltaf að reka upp eitthvað væl og þó það væri greinilegt að hann var að reyna að sofna þá gékk það eitthvað ílla. Eftir einn og hálfan klukkutíma gafst Egill upp og fór með sængina sína yfir til Einars, lagðist í rúmið og þeir rotuðust báðir med det samme. Eydís var svo fyrst á fætur í morgun kl. 07,45. Einar og Egill komu inn til mín hálftíma seinna.... frekar myglaðir. Þannig að þetta verður þreyttur dagur fyrir flesta nema Eydísi.
Jæja - þetta var blogg dagsins - ætla að halda áfram að mála. Þarf að ná í loftmálninguna og bletta í myglublettina í loftinu inni á baði.
Bið að heilsa, Ragna

5 Comments:

At 8:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun!!

 
At 2:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kannski ekki svo galin hugmynd þetta með möttu málninguna, kannki bara praktískara fyrir húsmæður, bara mála hér og þar og allt lítur út eins og nýtt í staðin fyrir að vera alltaf að nudda þetta með tuskum sem endar með því að blettirnir hætta að fara eða málningin hverfur.

 
At 11:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, það mættu fleiri taka þig sér til fyrirmyndar. Hún móðurómyndin þín er alltaf að ætla að gera allt mögulegt og aldrei verður neitt úr neinu. Með pabba þinn svona aktivan og óþreytandi við allt sem hann er að afreka er alveg ótrúlega erfitt að vera svona framtakslaus. En einhvernveginn tekst mér þetta nú samt alltaf.
Ástarkv. Mams

 
At 2:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ninest123 10.31
michael kors outlet, tiffany jewelry, replica watches, michael kors outlet, louis vuitton outlet, prada handbags, michael kors outlet, jordan shoes, polo ralph lauren outlet, prada outlet, kate spade outlet, louis vuitton, chanel handbags, louis vuitton, michael kors outlet, ray ban sunglasses, coach outlet, christian louboutin outlet, burberry outlet online, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, polo ralph lauren outlet, oakley sunglasses, tiffany and co, nike air max, ugg boots, ugg boots, replica watches, nike air max, louboutin outlet, kate spade handbags, cheap oakley sunglasses, nike outlet, ray ban sunglasses, louboutin, burberry, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, gucci outlet, nike free, longchamp outlet, oakley sunglasses, longchamp outlet, tory burch outlet, michael kors, louboutin shoes, louis vuitton, ugg boots, michael kors outlet

 
At 1:29 f.h., Blogger mmjiaxin said...

ralph lauren outlet
adidas wings shoes
cheap ugg boots
wedding dresses uk
ugg boots
tiffany and co
mcm backpack
tory burch outlet online
michael kors handbags clearance
coach outlet
oakley sunglasses
christian louboutin,louboutin,louboutin outlet,louboutin outlet italia,scarpe louboutin
rolex watches
louis vuitton,borse louis vuitton,louis vuitton sito ufficiale,louis vuitton outlet
nike free uk
ugg boots clearance,ugg australia,uggs on sale,ugg slippers,uggs boots,uggs outlet,ugg boots,ugg,uggs
ugg outlet store
abercrombie and fitch
uggs outlet
louis vuitton outlet store
mm1201

 

Skrifa ummæli

<< Home