fimmtudagur, september 15, 2005

Tilveran er dásamleg.
Já - ég skal nú viðurkenna að síðasta bloggfærsla var frekar niðurdrepandi. Það er nú ekki eins og maður sé á vonarvöl eða eitthvað svoleiðis. Þetta verður bara stundum svolítið einhæft til lengdar. Meira segja elsku mamma mín hringdi í mig eftir að hafa lesið bloggið til að hressa mig við..... fallega gert af henni.
Annars var Egill að baka rúgbrauð og við erum sko búin að finna síld, þannig að rúgbrauð með egg og síld verður á boðstólnum hjá okkur næstu daga..... eins gott að sofa með gluggana opna. ojojojojoj
Ég var líka að fatta það að ég er ekki búin að taka eina mynd af börnunum síðan við komum heim og ég lofa því að því verður bráðlega kippt í liðinn og svo birt á netinu.
Ég var líka að fatta það að það eru 77 dagar þangað til að Eydís á afmæli (er sko reglulega beðin um að telja), það eru 98 dagar til jóla (almáttugur) og rétt um 8 mánuðir þangað til að við flytjum heim. Pælið í þessu. Alls ekkert langt þangað til. Hugsið ykkur það að við erum búin að vera hérna úti í næstum 3 ár. Egill er búin að vera síðan október 2002 og við Eydís síðan mars 2003. Rosaleg tilhugsun.
Jæja - ég ætla að fara að lesa slúðurblöðin sem ég keypti mér í gær. Alltaf að passa sig að vera "updateaður"...!!!
Kveðja í bili
Ragna í góðum gír

6 Comments:

At 8:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Treysti því að slúðrið rati á bloggsíðuna. Vona að mánuðirnir verði ekki fleiri en 8, hlakka ekkert smá til að fá ykkur heim.

 
At 3:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl gullin mín
Svona er líf þeirra heimavinnandi, hehe!! Lítið sem gerist í eldhúsinu nema uppvaskið og eldamennskan.

Þrjú ár! það er rosalega langur tími en hefur samt hlaupið rosalega hratt. Það verður skemmtilegt að fá ykkur heim.

En mitt ráð, Ragna mín gef ég þér samt að þú hættir að telja mánuðina heim, annars geta þeir orðið lengri en vonir liggja til. Eins og vatnið í pottinum sem er alltaf lengur að fara að sjóða þegar horft er á hann.

Njóttu þess nú að þessa tíma sem í vændum er, að búa í þessu fallega landi - sem ég hef aldrei séð!! Það er nú alveg öfundsvert.

Með kveðju, Milla

 
At 9:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl mín kæru! Það er töff að vera tjóðraður við vaskinn Ragna mín og enginn sem sagði að þetta yrði auðvelt! Mundu bara þessi fleygu orð: ?...og hamingju sjaldan þeir ná, sem æða um í kapphlaupi við klukkuna og sjálfa sig án þess að heyra eða sjá....?

Ein að reyna að vera sniðug,
kærar kveðjur frá okkur!

 
At 2:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef nú einhvernvegin á tilfinningunni að þessir mánuðir verði ekkert svo lengi að líða þegar á heildina er litið.
Mér finnast t.d. þessi þrjú ár hafa liðið eins og örskot, þó að ég sakni þess að hafa ykkur ekki nær. En eins og td. að sjá Einar litla á skjánum í gær að rétta hendurnar á móti "auganu" var næstum eins og að fá hann í fangið. Svo það léttir heilmikið.
Ég er nú líka að halda í vonina um að þið komið amk. einu sinni í heimsókn enn áður en þið flytjið og etv. að við komum einu sinni eða tvisvar út.
Ástarkveðjur
Mams

 
At 10:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já bara fjórir mánuðir þangað til að minns verður franskur, búin að fá fjölskyldu.
það tók víst óvenju stuttan tíma bara viku eftir að umsóknin var send til frakklands ( það er svona að vera svona frábær : )
veit ekki hvar í frakklandi og mamma alveg að farast því hún getur ekki skoðað það á korti

Iðunn
(æi man ekki hvernig maður segir bless á frönsku)

 
At 2:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ninest123 10.31
michael kors outlet, tiffany jewelry, replica watches, michael kors outlet, louis vuitton outlet, prada handbags, michael kors outlet, jordan shoes, polo ralph lauren outlet, prada outlet, kate spade outlet, louis vuitton, chanel handbags, louis vuitton, michael kors outlet, ray ban sunglasses, coach outlet, christian louboutin outlet, burberry outlet online, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, polo ralph lauren outlet, oakley sunglasses, tiffany and co, nike air max, ugg boots, ugg boots, replica watches, nike air max, louboutin outlet, kate spade handbags, cheap oakley sunglasses, nike outlet, ray ban sunglasses, louboutin, burberry, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, gucci outlet, nike free, longchamp outlet, oakley sunglasses, longchamp outlet, tory burch outlet, michael kors, louboutin shoes, louis vuitton, ugg boots, michael kors outlet

 

Skrifa ummæli

<< Home