Hallúúú
Nú það er orðið langt síðan ég skrifaði síðast og þess vegna hef ég frá einhverju að segja.
Helgin hjá okkur var stórfín en snemma á laugardagsmorgun var ákveðið að hafa sameiginlega grillveislu í götunni. Það var rosalega gaman og við smökkuðum á ýmis konar réttum eins og t.d. hrísgrjónakúlum fylltar með "peanuts" frá kínversku nágrönnum okkar og svo vanillubúðing frá frönsku nágrönnum okkar. Nú við gátum ekki verið minni menn og Egill sótti harðfisk, hákarl og brennivín. Þetta þótti ekkert sérlega gott, nema brennivínoð- það kláraðis !!! En allir voru sammála um að þetta hefði verið skemmtileg lífsreynsla að smakka íslenskan hákarl. hehehe.
Við sátum svo úti fram eftir kveldi og skemmtum okkur konunglega.
Sunnudagurinn byrjaði á því að við vorum svolítið ryðguð í hausnum en jöfnuðum okkur fljótlega. Eftir að Einar var búin að sofa lúrinn sinn fórum við í heimsókn til Sigga og Elsu en þau eru nýbúin að kaupa hús í útjaðri Aberdeen og eru að vinna við að gera það upp og klárt til sölu aftur. Húsið hefur tekið þvílíkum breytingum hjá þeim og er orðið rosalega flott.
Það sama kvöld byrjaði Einar að verða veikur með ljótan hósta og kvef. Í gær var hann svo komin með hita og var bara í alla staði slappur. Merkilega að sjá svona "aktívan" kall verða svona veikan og liggja bara flatur og gera ekki neitt. En hann er allt annar maður í dag - átti betri nótt, er hitalaus og situr bara eftir smá kvef.
Nú Eydís er byrjuð aftur í öllum sínum "extra curricular activities" sem er núna sund, jazz og ballett. Það er sem sagt nóg að gera hjá henni.
Jæja - Einar er sofnaður og ég ætla að halda áfram að gera eitthvað að viti (eins og ég geti það!!!)
bæ í bili
Ragna
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Halló aftur.Jú brúðkaupsafmælisdagurinn var hreint...
- OK ok - ég er sannfærð!!Um að einhver lesi bloggið...
- Halló aftur.Ákvað að blogga pínulítið þó að ég sé ...
- Heim á morgun.Við komum heim á morgun, jeiii. En e...
- Hæ afturHvað hefur nú gerst hjá okkur undanfarna d...
- Ég er svooo heppin !!Ég var líka að fá þessa fínu ...
- Já sem sagt.Við erum að koma heim til Íslands í "s...
- Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á a...
- Hér kemur linkurinn fyrir myndirnar.... MYNDIR
- Jæja góðir hálsar (já og þeir líka sem ekki hafa h...
4 Comments:
Nágrannarnir hafa s.s. fengist til að smakka á íslenskum mat! Er Eydís í Jazz-dansi? Vona að skriðdrekinn jafni sig, risakossar til ykkar allra.
Það er sennilega ekki til neinn gamaldags, ekta íslenskur matur sem getur flokkast sem sælkeramatur á alþjóðlegan mælikvarða. Það væri þá helst harðfiskur. Af hverju prófuðuð þið ekki að gera grilltein úr helv. hákarlinum?
Bestu kveðjur
Úpsí dúpsí! Ætlaði svo að muna eftir brúðkaupsafmælisdeginum ykkar.....síðbúnar hamingjuóskir og bestu kveðjur í ?húsmæðra-gúlagið?!
ninest123 10.31
michael kors outlet, tiffany jewelry, replica watches, michael kors outlet, louis vuitton outlet, prada handbags, michael kors outlet, jordan shoes, polo ralph lauren outlet, prada outlet, kate spade outlet, louis vuitton, chanel handbags, louis vuitton, michael kors outlet, ray ban sunglasses, coach outlet, christian louboutin outlet, burberry outlet online, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, polo ralph lauren outlet, oakley sunglasses, tiffany and co, nike air max, ugg boots, ugg boots, replica watches, nike air max, louboutin outlet, kate spade handbags, cheap oakley sunglasses, nike outlet, ray ban sunglasses, louboutin, burberry, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, gucci outlet, nike free, longchamp outlet, oakley sunglasses, longchamp outlet, tory burch outlet, michael kors, louboutin shoes, louis vuitton, ugg boots, michael kors outlet
Skrifa ummæli
<< Home