Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Einar, hann á afmæli í dag.
Já - litli kúturinn minn er sem sagt eins árs í dag. Ég ætla varla að trúa því að það sé liðið heilt ár síðan að ég hafði svona mikið fyrir því að koma honum í heiminn.
Já - annarrs veit hann nú minnst af þessu en skilur ekkert í því hvað systir hans er spennt. Hún ræður sér varla og maður gæti haldið að hún ætti afmæli en ekki hann. Reyndar veit hún að það bíða hennar pakkar líka frá hinum og þessum og má varlega áætla að það sé ástæðan fyrir spenningnum.
En nú bíða mín kökur að baka og hús að hreinsa.
heilsur í bili
kv. Ragna
föstudagur, júní 24, 2005
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Hér kemur linkurinn fyrir myndirnar.... MYNDIR
- Jæja góðir hálsar (já og þeir líka sem ekki hafa h...
- Niðurtalning hafin!!Það eru 5 dagar þangað til að ...
- Húff maður - !!!Hér er brjálaður hiti - mælirinn s...
- Jæja þá er komið að því!!!Einar litli er svo gott ...
- Jæja - ljúfa lífið búið.Já - nú er fríið búið og h...
- Búið!!Búin að skila. Ég fór áðan og náði í "barnið...
- Nú er ég sko á loka, loka-loka sprettinum.Já ég ák...
- Húff - erfitt að einbeita sér.Ég sit hérna á lokas...
- HæhæVið erum komin aftur í skoska heiðardalinn og ...
6 Comments:
Til Lukku með drenginn, ég segi nú bara vá eins árs strax!!!!
kv. Lilja og co
Sendi Einari risastóran afmæliskoss sem ég bið systur hans um að skila til hans frá mér.
Til hamingju öll með litla prinsinn. Jú, tíminn líður víst ábyggilega ;) Ég hlakka til að sjá ykkur í sumar, sagði mér lítill fugl að von væri á ykkur. Við á Tjarnarbrautinni bíðum spennt.
Kv, Milla og co
...og til hamingju með mastergráðuna. Þú ert snillingur. Þú hefur nú alltaf verið snillingur á öllum sviðum en til hamingju með þennan frábæra áfanga. Koss & knús.
Milla & Svavar
...var að skoða myndirnar. Hann er nú meira krúttið hann Einar karlinn. Mikið er rosalega langt síðan að við hittumst.
Bið að heilsa, Milla
Innilega til hamingju með eins árs afmælið, elsku litli frændi! Gaman að getað fylgst með ykkur svona á netinu.
..og Ragna innilega til hamingju með masterinn...ekkert smá dugleg!!
Knúsar frá Íslandi
Gunna og co
Skrifa ummæli
<< Home