Húff maður - !!!
Hér er brjálaður hiti - mælirinn sýnir 18 gráður í skugganum og yfir 27 gráður í sólinni. Það hitti því vel á að það var íþróttadagur hjá Eydísi sem að var alveg frábær. Það var keppt í kapphlaupi, "kartafla í skeið" hlaupi og "reka bolta með hokkíkylfu" hlaupi. Eydís stóð sig alveg frábærlega vel eins og venjulega.
Nú Einsi heldur áfram að taka framförum í gönguleikni en minnir ennþá pínilítið á fullan kall þegar hann skakklappast um. Hann er alveg brjálaður í það að vera úti og á þá mölin hug hans allan. Það er svoooo gott að smakka alls konar steina og þessir leiðinlegu foreldrar eru endalaust að láta mann spýta þeim úr sér aftur. En útivera rokkar feitt og sér Egill alveg fyrir sér endalausar veiðiferðir og útilegur þegar að heim verður komið.
Talandi um útilegur - þá vorum við sko alvarlega að hugsa um að kaupa okkur tjaldvagn. Við sáum líka þessu flottu tjaldvagnana að fara á svona 30.000 til 70.000 kall á E-bay. Er það nokkuð dýrt?? Ég veit annars ekkert hvað svona vagnar eru að fara á heima á Íslandi. Oftar en ekki er fólk að losa sig við helling af öðru útilegudóti sem yfirleitt fylgir þá með vögnunum. Borð, stólar, hitarar og margt fleira. Er þetta ekki bara sniðug hugmynd að fá sér svona????
Jæja - þarf að rjúka með Eydísi í ballett
kv .í bili Ragna
fimmtudagur, maí 26, 2005
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Jæja þá er komið að því!!!Einar litli er svo gott ...
- Jæja - ljúfa lífið búið.Já - nú er fríið búið og h...
- Búið!!Búin að skila. Ég fór áðan og náði í "barnið...
- Nú er ég sko á loka, loka-loka sprettinum.Já ég ák...
- Húff - erfitt að einbeita sér.Ég sit hérna á lokas...
- HæhæVið erum komin aftur í skoska heiðardalinn og ...
- Heimferðin miklaKæru vinir og vandamenn.....von er...
- Bráluð blíða og við erum að koma heim!!!Já - hérna...
- Laugardagur til mæðu - er það ekki annars?Hérna si...
- Fréttir og ekkifréttirHér hefur ýmislegt drifið á ...
2 Comments:
Mjög sniðugt, ég sá einn tjaldvagn auglýstan á 300 þúsund hérna heima, og það var sko ekki nýr kannski 2-4 ára gamall.
kv Lilja
Held þetta sé rétt hjá Lilju, tjaldvagnar eru dýrir, Berti og Gústa keyptu einn gamlan, reyndar mjög vel með farinn á 100.000. Og svo vona ég svo sannarlega að Einar verði félagi föður síns í veiðigleðinni. Hann getur t.d. byrjað á því að kenna honum að veiða flugur og drepa. Góður grunnur.
Skrifa ummæli
<< Home