Laugardagur til mæðu - er það ekki annars?
Hérna sit ég í kompunni minni og á að vera að rembast við að skrifa. Úti er rigning sem er hæfilegt veður fyrir mig en leiðinlegt fyrir restina af fjölskyldunni sem þarf að hanga inni.
Egill er sem sagt formlega búin að taka við börnum og búi, allavegana þangað til að ég skila inn ritgerðinni. Hann fer með þau í skólann og leikskólann... sækir þau aftur og er með þau fram eftir degi. Þetta gefur mér aukatíma til að skrifa og einbeita mér að því að klára á réttum tíma. Ég fékk annars tölvupóst þar sem mér var tilkynnt að ég ætti að skila þann 6. maí og grátandi (næstum því) sendi ég tölvupóst til leiðbeinandans míns um að fá frest. Hann fékk ég... viku í viðbót þannig að ég skila þann 13 maí - sem er nákvæmlega föstudagurinn 13 !!! Gæti það verið betra??? huhhh!!!
Annars eru allir hressir hérna, Einar er ennþá með smá kvef en ekkert meira - sem betur fer. Hann er líka aftur farin að sofa betur á nóttunni sem er merki þess að honum er farið að líða betur.
Jæja - þetta átti nú bara að vera svona ör-blogg þannig að nú er því lokið.
kv. Ragna skrifóða
laugardagur, apríl 16, 2005
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Fréttir og ekkifréttirHér hefur ýmislegt drifið á ...
- Svona í morgunsáriðÁkvað að byrja morgunin á því a...
- Ísland - best í heimi. Tvær myndir frá Íslandi í t...
- Páskaeggin eru kominÉg þurfti aðeins að skreppa út...
- Halló allir - það eru komnar nokkrar nýjar myndir....
- Tapaður klukkutímiJá - það er ekki nóg með að Skot...
- Eitt blogg fyrir Rósu.Svona af því að Rósa sagðist...
- Páskarnir og heiðingjarJá - Bretar eru ekkert nema...
- Skatturinn og krónan Já - við Egill gerðum skattfr...
- Bissí helgiJá helgin er búin og ég er bara steinhi...
5 Comments:
Sæl Ragna mín,
Æ hvað ég finn til með þér. En þetta er alveg að vera búið og svo tekur roooosalega skemmtilegur tími við, þegar við "gengið" komum og heimsækjum ykkur í júní. Guð, hvað mig er farið að hlakka til.
Baráttukveðja til þín Ragna mín.
Knús og kram
þín vinkona, Lára
Föstudagar þrettándu eru yfirleitt með betri dögum þannig að þetta er góðs viti fyrir þig Ragna mín. Núna veistu t.d. að eftir mánuð verðurðu laus við ritgerðina þótt svo að tíminn þangað til sé kannski nokkuð krumpaður. Þetta er jafnvel þín síðasta ritgerð, ef þú kýst svo. Gott að ykkur skuli heilsast þokkalega. Hér er alltaf ógeðslega pirrandi veður um helgar, rok og rigning og ekkert hægt að vera úti. Annars komu Stebbi og Gulla í gær og við fórum í pottinn, voða gaman, þannig að helgin er ekki alveg ónýt. Bestu kveðjur í bæinn.
Tek alveg undir með Rósu, föstudagurinn 13. er yfirleitt með betri dögum. Ef þú hinsvegar hefur ekki trú á því Ragna mín, geturðu alltaf snúið á föstudaginn 13. með því td. að skila fimmtudaginn 12. eða miðvikudaginn 11.. Engin ástæða til svartsýni - þú rúllar þessu upp með léttum leik.
Við hér á bæ erum að undirbúa okkur undir að fara í ferminguna hennar Karenar á morgun - að öllum líkindum í sama ógeðsveðrinu og er í dag (austan ofsarok og rigning ojjjjjjj0 bara)
Ástarkveðjur til allra.
Mams
Baráttukveðjur í lokaspretti ritgerðar. Þú ferð létt með þetta.
Kv. Gillí- baráttukona
2015-12-25keyun
tory burch outlet online
christian louboutin shoes
louis vuitton bags
ugg australia
abercrombie
uggs on sale
michael kors outlet
michael kors outlet
canada goose coats
air max 95
ugg boots sale
coach outlet store
jordan 11s
ralph lauren outlet
nike air max
ray-ban sunglasses
louis vuitton purses
retro 11
coach factory outlet
swarovski crystal
canada goose outlet
cheap air jordans
michael kors outlet clearance
coach outlet
ugg sale
michael kors handbags
michael kors bags
chanel handbags
michael kors outlet
adidas superstar shoes
michael kors outlet sale
kobe 8
michael kors outlet
canada goose jackets
oakley sunglasses cheap
air force 1 trainers
kevin durant shoes
ralph lauren
uggs for women
mont blanc pens
Skrifa ummæli
<< Home