mánudagur, apríl 11, 2005

Fréttir og ekkifréttir
Hér hefur ýmislegt drifið á dagana síðan síðast og helst veðurfarslega séð.
Á fimmtudaginn síðasta kom líka þetta leiðinlega veður með rigningu og brjáluðu roki. Akkurat þá var bíllinn okkar í viðgerð þurfum við Egill að labba með krakkana í leikskólann og sportskólann sem var svo sem í lagi um morguninn. Síðan fór það heldur versnandi. Ég fauk næstum um koll á leiðinni að sækja Einar og barðist svo við það alla leiðina tilbaka að halda vagninum á réttum kili. Föstudagurinn var svo aðeins skárri en þá var kalt og fór að snjóa. Síðan tók við umbreyting...... laugardagurinn var fínn og sunnudagurinn enn fínni. Í dag er svo besta veðrið í langan tíma...sól, logn og frábært. Og þá passlega er maður fastur inni í kompunni sinni fyrir framan tölvuskrattann.
Einar litli er orðinn fínn af hóstanum og kvefinu sínu sem hann var með um daginn. Hann tók reyndar upp á því að fá hita á laugardaginn en var svo fínn í gær. Hefur bara þurft hitann til að losna almennilega við pestina. Eydís byrjaði aftur í skólanum í dag og var bara ánægð með það. Hún stóð sig sko rosalega vel í sportskólanum og var valin sport-star í sínum hóp seinni vikuna.
Nú - fyrir þá sem ekki vita þá gékk aðgerðin hjá Gillí bara glimrandi vel. Henni líður bara vel og er hress. Hún fær sennilega að fara heim næst þriðjudag og hún er bara ánægð með það.
Nú - ég verð víst að halda áfram enda er ég að renna út á tíma og næ sennilega ekki að útskrifast
kv. Ragna hauglata

3 Comments:

At 9:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku litla blómið hennar ömmu sinnar orðið sport star. Fyrir var hún nú stór stjarna svo henni hefur ekki munað um að bæta íþróttastjörnu við. Það er von að hún sé ánægð og hún á líka að vera ánægð, nógur tími síðar meir til að brjóta sjálfa sig niður með því að vera neikvæð. Eins og mamma hennar sem kallar sjálfa sig hauglata. Ef það er einhver sem ekki stendur undir þeirri nafngift ert það þú Ragna mín. Svo ótrúlega dugleg sem þú ert og kemur alltaf svo miklu í verk. Það er gott að allir á heimilinu eru orðnir hraustir og vel á sig komnir, þá gengur væntanlega allt ennþá betur. Við hér uppi á hinu ísakalda Fróni þekkjum þessa veðurlýsingu allvel. Þetta er bara eins og búið er að vera undanfarna daga, nema við höfum ekki fengið sólina í svona miklum mæli og hita um leið. Kom ágætis sólarglenna um daginn, en þá var frost og ískalt úti. Ástarkveðjur til ykkar allra. Mams

 
At 11:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Baráttukveðjur til þín Ragna, þú nærð þessu vel, bara spýta í lófana og hamast áfram! Svo styttist nú óðum í gleðina í júní, eftir 3 vikur getur þú bara einbeitt þér að því! Ég held þú ættir að gera eitthvað virkilega skemmtilegt fyrir sjálfa þig eftir 13.maí, er það ekki bara möst?
til hamingju Eydís með áfangann!

kveðjur,

Lísa

 
At 2:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ninest123 10.31
michael kors outlet, tiffany jewelry, replica watches, michael kors outlet, louis vuitton outlet, prada handbags, michael kors outlet, jordan shoes, polo ralph lauren outlet, prada outlet, kate spade outlet, louis vuitton, chanel handbags, louis vuitton, michael kors outlet, ray ban sunglasses, coach outlet, christian louboutin outlet, burberry outlet online, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, polo ralph lauren outlet, oakley sunglasses, tiffany and co, nike air max, ugg boots, ugg boots, replica watches, nike air max, louboutin outlet, kate spade handbags, cheap oakley sunglasses, nike outlet, ray ban sunglasses, louboutin, burberry, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, gucci outlet, nike free, longchamp outlet, oakley sunglasses, longchamp outlet, tory burch outlet, michael kors, louboutin shoes, louis vuitton, ugg boots, michael kors outlet

 

Skrifa ummæli

<< Home